Laugardagur, 29. desember 2007
Global Warming umræðan - birtingarmynd sosialisma 21 aldarinnar
http://www.washingtontimes.com/apps/pbcs.dll/article?AID=/20071219/COMMENTARY/10575140
Fjölmiðlar eru svo greinilega að fara offari í heimsendaspádómum sínum hvað þessi mál varða. Það skiptir engu hvað gerist í veðurmálum heimsins...Global Warming er ástæðan fyrir öllu sem illa fer...og auðvitað þarf að ausa peningum ríkisjóðs í að koma í veg fyrir þessi endalok alheimsins.
..áhugaverð grein í Washington Times:
"Al Gore says global warming is a planetary emergency. It is difficult to see how this can be so when record low temperatures are being set all over the world. In 2007, hundreds of people died, not from global warming, but from cold weather hazards.
Since the mid-19th century, the mean global temperature has increased by 0.7 degrees Celsius. This slight warming is not unusual, and lies well within the range of natural variation. Carbon dioxide continues to build in the atmosphere, but the mean planetary temperature hasn't increased significantly for nearly nine years. Antarctica is getting colder. Neither the intensity nor the frequency of hurricanes has increased. The 2007 season was the third-quietest since 1966. In 2006 not a single hurricane made landfall in the U.S.
South America this year experienced one of its coldest winters in decades. In Buenos Aires, snow fell for the first time since the year 1918. Dozens of homeless people died from exposure. In Peru, 200 people died from the cold and thousands more became infected with respiratory diseases. Crops failed, livestock perished, and the Peruvian government declared a state of emergency.
Unexpected bitter cold swept the entire Southern Hemisphere in 2007. Johannesburg, South Africa, had the first significant snowfall in 26 years. Australia experienced the coldest June ever. In northeastern Australia, the city of Townsville underwent the longest period of continuously cold weather since 1941. In New Zealand, the weather turned so cold that vineyards were endangered.
Last January, $1.42 billion worth of California produce was lost to a devastating five-day freeze. Thousands of agricultural employees were thrown out of work. At the supermarket, citrus prices soared. In the wake of the freeze, California Gov. Arnold Schwarzenegger asked President Bush to issue a disaster declaration for affected counties. A few months earlier, Mr. Schwarzenegger had enthusiastically signed the California Global Warming Solutions Act of 2006, a law designed to cool the climate. California Sen. Barbara Boxer continues to push for similar legislation in the U.S. Senate.
In April, a killing freeze destroyed 95 percent of South Carolina's peach crop, and 90 percent of North Carolina's apple harvest. At Charlotte, N.C., a record low temperature of 21 degrees Fahrenheit on April 8 was the coldest ever recorded for April, breaking a record set in 1923. On June 8, Denver recorded a new low of 31 degrees Fahrenheit. Denver's temperature records extend back to 1872.
Recent weeks have seen the return of unusually cold conditions to the Northern Hemisphere. On Dec. 7, St. Cloud, Minn., set a new record low of minus 15 degrees Fahrenheit. On the same date, record low temperatures were also recorded in Pennsylvania and Ohio.
Extreme cold weather is occurring worldwide. On Dec. 4, in Seoul, Korea, the temperature was a record minus 5 degrees Celsius. Nov. 24, in Meacham, Ore., the minimum temperature was 12 degrees Fahrenheit colder than the previous record low set in 1952. The Canadian government warns that this winter is likely to be the coldest in 15 years.
Oklahoma, Kansas and Missouri are just emerging from a destructive ice storm that left at least 36 people dead and a million without electric power. People worldwide are being reminded of what used to be common sense: Cold temperatures are inimical to human welfare and warm weather is beneficial. Left in the dark and cold, Oklahomans rushed out to buy electric generators powered by gasoline, not solar cells. No one seemed particularly concerned about the welfare of polar bears, penguins or walruses. Fossil fuels don't seem so awful when you're in the cold and dark.
If you think any of the preceding facts can falsify global warming, you're hopelessly naive. Nothing creates cognitive dissonance in the mind of a true believer. In 2005, a Canadian Greenpeace representative explained global warming can mean colder, it can mean drier, it can mean wetter. In other words, all weather variations are evidence for global warming. I can't make this stuff up.
Global warming has long since passed from scientific hypothesis to the realm of pseudo-scientific mumbo-jumbo.
David Deming is a geophysicist, an adjunct scholar with the National Center for Policy Analysis, and associate professor of Arts and Sciences at the University of Oklahoma."
Fann þetta á blogginu hans Fannars: http://fannarh.blog.is/blog/fannarh/
Miðvikudagur, 26. desember 2007
Fjöldi útlendinga á Íslandi
Mánudagur, 24. desember 2007
Hurðaskellir
Drengurinn skellti hurðum.
Menn hrukku í kút.
Konur fengu fyrir brjóstið.
Börn grétu í kerrum.
Hann skellti hurðum.
Húsið nötraði.
Mamma hans hrópaði:
,,Þú færð kartöflu í skóinn!"
Þá galaði hann:
,,Hurðaskellir kemur í kvöld!
Má hann skella hurðum en ekki ég?"
Hurðaskellir kom á gluggann.
,,Þú skelltir hurðum. " sagði Hurðaskellir.
,,Ég skil þig vel. mér finnst gaman að skella hurðum.
má ekki bjóða þér Ópal í skóinn? Brjóstsykur? Fílakaramellu?"
,,KARTÖFLU!" urraði drengurinn og skellti hurðinni.
Drengurinn fékk 13 kartöflur í skóinn.
Um vorið fann hann moldasvað og plantaði 13 kartöflum.
Um haustið var hver þeirra orðin að 20 kartöflum.
260 kartöflur!
Hann skellti hurðum fyrir jólin
og plantaði 273 kartöflum næsta vor.
Þær urðu að 5460 kartöflum um haustið.
Hann keypti sér jarðir og ræktaði að lokum milljón kartöflur
keypti sér banka, þotu, eyju og sportbíl.
hann var með 100.000 starfsmenn
sem urðu lafhræddir þegar hann skellti hurðum.
Hann hló næstum aldrei
Nema þegar hann hugsaði um þægu börnin
þau fengu ópal, fílakarmellur
og tannpínu.
Andri Snær Magnason
Þriðjudagur, 18. desember 2007
Heimurinn batnandi fer...
Það var Hannes Hólmsteinn sem opnaði augu mín fyrir Frjálshyggjunni þegar ég las hagfræði í Kanada. Þá komst ég yfir bókina Hádegisverðurinn er aldrei ókeypis en hugmyndirnar þar höfðu mjög mikil áhrif á lífsskoðanir mínar.
Gaman að því líka hvað hann er óhræddur við að taka stöðu með óvinsælum viðhorfum á eldfimum málefnum með beittan penna að vopni.
Mjög skemmtilegur pistill hjá honum í dag: http://hannesgi.blog.is/blog/hannesgi/
Þriðjudagur, 18. desember 2007
London, Jól ofl
Fyndin helgi að baki. Mjög gestkvæm. Mamma og pabbi voru í heimsókn, Ásgeir vinur minn, Hilmar tengdapabbi bróður míns varð strandaglópur á Standsted eftir að missa af flugi og kom líka en aðrir bætust í hópinn.
Það var því mikið fjör. Gaman að ná að eyða smá tíma með mömmu og pabba þó maður hefði nú kannski kosið að ná meiri tíma með þeim, en málin flækjast alltaf þegar það eru svona margir á sama tíma hjá manni.
Orðið mjög jólalegt í London, jólaskraut út um allt, en kaupmenn eru að hafa miklar áhyggjur af því hvað desember fór hægt af stað og er nú svo komið að margar verslanir hafa farið af stað með útsölur til að hreyfa við neytendum.
Það var gerð heiðarleg tilraun til að fara klúbbahring, Fabric og Ministry of Sound, en við vorum svo sein á ferð á laugardagskvöldinu að það var hætt að hleypa inn. Það var samt auðvitað farið út á galeiðuna, með þessa gesti hefði annað ekki verið í boði. Við vorum stærstan part kvöldins á St. Martins Lane hótelinu (þar sem Asia De Cuba er) í einkapartýi með Roberto Cavalli, sem var mjög spes.
Fór svo reyndar á Westham Everton með góðum hópi á miðvikudagskvöldið. Eins og ég er lítill fótboltagaur finnst mér snilld að fara á leiki. Það er auðvitað of snemmt (er nývaknaður) til að fullyrða með 100% vissu, en held þetta hafi verið 4 leikurinn sem ég fer á þetta season.
Ég fer svo til Íslands á morgun í langt jólafrí. Það er óhætt að segja að ég hlakki mikið til en þessum jólum verður eytt í rólegheitum með Rögnu Klöru. Eftir brjálað ár og mjög svo viðburðarríkt veitir manni ekkert að því að gíra sig aðeins út og slappa af.
Sunnudagur, 16. desember 2007
Þrjár góðar...
Religion is the sigh of the oppressed creature, the heart of a heartless world, the soul of soulless conditions. It is the opium of the people.(masses)
(Úr Karl Marx's Contribution to the Critique of Hegels "Philosophy of the Right")
Under capitalism the more gifted and more able have no means to profit from their superiority other than to serve to the best of their abilities the wishes of the majority of the less gifted
Mises daily Article 2 june 2006- On equality and inequality
Ég veit ekki betur en það sé sýnt og sannað að svo skal böl bæta að benda á eitthvað annað"
Megas
Miðvikudagur, 12. desember 2007
Tveir merkilegir sögðu...
Hernando De Soto
Oliver Twist comes to town; he is poor, has a TV set and he is able to sees how you live. As compared to how he lives he is going to be very angry so either you show him a capitalist route to do it and integrate him or he is going to find another ideology. The fact that today there is no more Kremlin, which is organizing a revolt, doesnt mean he is not going to find another capital. When these things happen, people are unhappy and rebel against the system, they will find another locus of power very very quickly. Documentary: Commanding Heights / Interview with De Soto
- - -
Johan Norberg
I think people who have something to live for, something to look forward to, are less likely to blow them selves up.
Al-Qaeda á bakvið árásirnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 11. desember 2007
Ferðin til Congo í Janúar að skýrast!
Um miðjan Janúar er ég að fara í 5 daga ævintýraferð til Congo, þetta verður mögnuð ferð. Hér er planið og linkar á myndir:
Day 1 Bonobo sanctuary, marché de Liberté
Day 2 Congo river upstreams till Mangengenge and downstream till Lokutu
Day 3 Transfer to Zongo falls, visit and dinner
Day 4 Visit of the Congo river 8 km further inside out of Zongo and return to Kinshasa
Day 5 City trip: Mausoleum Kabila, Ethnographical museum,Gare Central, Rapids Kinsuka,
Bonobo sanctuary - 1 of the 4 great Apes with for 99% our DNA
http://www.ifaw.org/ifaw/general/default.aspx?oid=94272
Marché de Liberté - One of the bigger markets witch gives a good idea about the lifestyle
Mangengenge - Village on the river, representative for most of the villages inside the country
http://www.pixagogo.com/1167085854
Lokutu - Village on a sand bank. Also this type is commen on the sand banks in the jungle
http://flickr.com/photos/greenpeacefrance/page5/
Zongo - Nice waterfall, some say even = fantastic.
http://www.gocongo.com/gc5products/excursies/zongo.html
Gare Centrel - A hugh artefact market
Kinsuka - Here starts the rapids till Matadi , +/- 350 km further downstreams
See more pictures
Photo`s of the expedition in October 2006 Go Congo
Photo`s of the expedition in October 2006 Peter Schneider
Photo`s of the expedition in July - August 2007 Go Congo
Laugardagur, 8. desember 2007
Ótrúlega magnað
Það er nákvæmlega ekkert að marka þessa fyrirsögn þar sem áhugaverð málefni til að deila með heiminum eru af skornum skammti þennan morguninn.
Sit á Heathrow á leiðinni til Íslands.
Fyndið hvað maður er vanafastur. Ég t.d. kíki alltaf í bókabúðina hérna, töskubúðina með Tumi töskurnar og borða alltaf á Giraffe. Á Giraffe borða ég alltaf Chicken Snitzel og drekk reyndar annaðhvort léttvín eða kók með. Kók í þetta skiptið...og drep tímann þar til maður hoppar í flug.
Við biðina gefst tími til að spá í asnalegustu hlutum. T.d. er ég búinn að eyða meira en viku samtals í flugvél á þessu ári. Fljót reiknað fara 19 sinnum á milli Íslands og UK, fyrir utan aðrar ferðir.
Djöfull er þetta eitthvað sad bloggfærsla, ætla rölta út í gate.
...að eilífu
Gummi
Miðvikudagur, 5. desember 2007
Bloggið þagnað?
Ég hef verið frekar latur við bloggið. Það tók mig nær alla síðustu viku að snúa tímamismuninum við eftir Japan....vaknaði trekk í trekk kl 5 á morgnana, útsofinn! Fór að setja í þvottavél, þrífa og vesenast...og beið eftir að fá útburðarbréf frá nágrönnunum...sem merkilega gerðist þó ekki! (Viðar var samt hress)
Svo kom maður heim úr vinnunni, algjört zombie...og sofnaður um 8-9...og vítahringurinn hélt áfram.
Fleira furðulegt í Tokyo:
1. Vinsælasta lítaraðgerðin er augnastækkun
2. Að sofa í hylki er stuð (http://static.flickr.com/42/87642099_036012ae6c.jpg)
3. Það asnalegast í heimi er að sitja á stól, nakinn og skrúbba sig bak og fyrir...fyrir framan spegil...með 100 Japani að gera það sama allt í kringum mann. Baðhúsin í Japan eru frábær!
4. Hótelið okkar var við hliðina á Rauðahverfinu í Tokyo...fyrir utan vændishúsin...var alltaf topp listi yfir hórurnar með myndum. Hver var vinsælust og svo koll af kolli. Sú sem var í neðsta sæti var yfirleitt ekkert sérstaklega sæt.
5. Þrátt fyrir brjálað mikið af fólki, rekst aldrei neinn í þig...MJÖG ólíkt London!
6. Mæli ekki með að borða Sushi sem er hálf lifandi. Ekki girnilegt að sjá munninn á fiskinum hreyfast ásamt augunum á meðan maður mundar prjónana.
7. Á mörgum veitingastöðum eru tölvur með snertiskjá á hverju borði. Maður smellir á myndina af réttinum sem þá sjálfkrafa pantast og kemur skömmu síðar með skáeygðum þjóni. Þetta voru eiginlega einu staðirnir sem maður gat verið viss um að maður fékk það sem maður pantaði...muna Lost in Translation lýsir Tokyo mjög vel
8. Frelsisstyttan er í Tokyo, sömuleiðis Golden Gate brúin og Eiffel turninn!
9. Það er komin skýring á því sem gerðist þegar við fórum í Karókíið. Hún í raun skýrir það af hverju Viðar sofnaði eftir að við vorum búnir að eignast helling af Japana vinum og syngja með (með sumum spiluðum við reyndar aðeins á hljóðfæri sem enginn kann þó á!). Skýrir í raun líka af hverju ég söng Bon Jovie Living on a prayer þrisvar sinnum...í RÖÐ! Hver fékk þá ömurlegu hugmynd að rukka eitt gjald inná þessi hús og svo má maður drekka eins og maður vill?
10. Tokyo er skemmtilegasta borg sem ég hef komið til. By far. Eina landið sem toppar Japan er Indland. Þau eru samt svo ólík að þau eru eiginlega bæði í fyrsta sæti...í tveimur mismunandi flokkum.
Fór reyndar til Íslands líka í síðustu og var yfir helgina.
Fyndið hvað lífið getur tekið miklum breytingum á skömmum tíma. Allt einhvern vegin planað, og set næstu mánuði....svo gerist eitthvað: maður fréttir eitthvað nýtt, heyrir eitthvað eða kynnist einhverri..og hugurinn kúvendist, allt endurreiknast sjálfkrafa og heimurinn breytist á augnabliki. Það lifnar einhvern veginn yfir öllu, lífið verður ótrúlega bjart og eiginlega eins og það sé komið sumar aftur um hávetur. Hvað lífið getur verið skemmtilegt. :)
Við félagarnir erum annars komnir í samband við guide í Congo og nú er verið að line-a upp 12-20 janúar þar. Borgarastríð í gangi...svo maður verður að skipuleggja þetta nokkuð vel. Amk Safari ferð ofl. Ótrúleg náttúrufegurð í Congo....og verður afar áhugavert að flakka um landið...en sennilega að huga að öryggi meira en áður á ferðalögum.
Ein hæsta glæpatíðni skráð í heiminum er reyndar í Suður Afríku þar sem ég bjó eitt sumar, svo maður er ýmsu vanur. Gleymi t.d. aldrei götusalanum sem var alltaf á sama horninu þar sem ég labbaði í lestina á hverjum morgni á leið í vinnu. Þar mátti alltaf finna ný rafmagnstæki til sölu hjá honum sem lágu á teppi í grasinu. Klærnar voru alltaf rifnar af og það vantaði yfirleitt alltaf eitthvað í allt sem var í boði. Þetta var auðvitað ránsfengur næturinnar, seldur sjóðheitur við sólarupprás rétt við lestarstöðina í Mowbray þar sem ég bjó hjá hippafjölskyldunni skemmtilegu.
Er að fara í jólahlaðborð í vinnunni á föst...svo Ísland næsta laug - mán. Mamma og pabbi sennilega að koma helgina á eftir og Ásgeir líka...jólafrí 19 des til 3 jan...og tryllt að gera í vinnunni við að plana næsta ár.
Það er stuð!
Þriðjudagur, 20. nóvember 2007
12 furðulegir hlutir hér í Tokyo
- Karókí er ótrúlega vinsælt hérna, karókístaðir út allt! Alltaf hægt að stökkva inn einhverstaðar og syngja nokkur lög!
- Klósettin hérna eru með helling af tökkum. Sum tala, önnur er hægt að láta gera sturta niður hljóð, spúl í öllum með bunu, úða og mismunandi styrkleikum...að meðaltali svona 6-8 takkar á hverju klósetti
- Hér er allt í small, Japanir eru ekkert smá litlir og allt í Tokyo í takt við það
- Hurðirnar á leigubílunum opnast sjálfkrafa, þeir eru ekki hressir ef maður reynir að loka þeim sjálfur.
- Talandi auglýsingaskilti út um allt. Videoskjáir með hljóði, mjög magnað
- Geðsjúkur arkitektúr á húsunum hérna. Það er bókstaflega eins og að vera kominn inn í framtíðina.
- Útlendingar eru alls ekki velkomnir allsstaðar.
- Allt í ástarhreiðrum (hótelum sem maður legir í klukkutíma). Ótrúlega margar gerðir í boði af þeim, M/gluggum út á götu, lestarvagnar inní, og þematengd með allskonar rugli fyrir eflaust alla fetisma sem finnast í fólki. Mjög súrt og fyndið á sama tíma.
- Bækurnar hérna snúa allar öfugt, maður byrjar á endanum
- Lost in Translation myndin er sannsöguleg...alltaf að lenda í því að fólk bara skilur mann engan veginn
- Borgin er í þrívídd. Það eru oft 10 hæða hús, með 4 fataverslunum, 3 börum og 3 skemmtistöðum...án þess að horfa upp byggingarnar veit maður aldrei hvað er í húsinu.
- Hér virka ekki venjulegir GSMar, allt í 3G...án 3G síma notar þú ekki GSM hérna...sem sagt Blackberryinn virkar ekki!
Mánudagur, 19. nóvember 2007
Í Tokyo er snilld að vera
Kom til Tokyo í gær, þessi borg er sú magnaðasta sem ég hef sótt. Það er 9 klst tímamunur og ferðalagið tók 12 klst i flugi. Maður er því ennþá algjört zombie. Hittum Halldór frænda í gær og fórum aðeins út á lífið. Það sem stendur mest upp úr er auðvitað sætar Japanskar stelpur, fordómar sem maður lendir í (útlendingar eru bara alls ekki velkomnir allsstaðar...og maður fær alveg að heyra það) og að lokum Karokíið sem við fórum í kl 2 í nótt...allir orðnir vel hressir. Hér fara allir í Karokí og klassískt að fara í Karókí eftir djamm áður en maður fer heim. Auðvitað hægt að fá drykki þar.
Þetta eru endalausir litlir klefar fyrir svona 6-8 manns, maður getur fengið veitingar þangað og þar er stórt sjónvarp og micraphone-ar fyrir karókíið. Ég auðvitað get engan veginn sungið, bara ALLS ekki! Við vorum hins vegar búnir að syngja í flestum herbergjum þarna áður en við fórum heim...söng duo með Japana, spilaði á einhverjar trommur með öðrum og hálfgerðan kór í enn öðrum hóp...þetta var það fyndnasta og súrealískasta sem ég hef tekið þátt í á ævinni.
Ég flokka það sem glæp gegn mankynninu að seglja áfengi á svona stöðum!!! Þetta er fyndið núna, en verður orðið alveg drep fyndið eftir nokkra daga.
Farinn í sushi. :)
Fimmtudagur, 15. nóvember 2007
Götubörnin í Höfðaborg
mér til boða að ljúka þeim með því að fara til Suður Afríku og starfa þar sem
sjálfboðaliði. Ég þurfti ekki að hugsa mig tvisvar um og sló strax til. Það voru örfáir
dagar í að ég yrði 26 ára gamall þegar borgarbarnið lagði af stað í ferðalagið. Ég er
fæddur og uppalinn í Reykjavík og hafði aldrei búið nema þar sem öll nútímaþægindi
borgarinnar voru að finna. Rúmlega tveimur árum áður, þegar ég lagði af stað í víking til
Kanada, var ég staðráðinn í að leggja stund á viðskiptafræði. Í háskólanum kynntist ég
svo hagfræðinni og fékk tækifæri til að ræða við ungt fólk frá mjög fátækum löndum.
Það var þá sem áhugi minn á auðlegð þjóðanna kviknaði og ég fór að velta því fyrir mér
af hverju sum lönd væru rík en önnur fátæk. Það var því mikill gleðidagur þegar
yfirmaður hagfræðideildar Acadia University í Kanada bauð mér að halda til Suður
Afríku og ljúka þar með námi mínu.
Eftir tólf klukkustunda ferðalag frá London lenti ég í Höfðaborg sunnudaginn 4. júlí
klukkan 8 um morgun. Fólkið sem ég bjó hjá sótti mig út á flugvöll og framundan var 20
mínútna akstur til nýju heimkynna minna í Afríku. Það hafði greinilega rignt mikið um
nóttina en himinninn var orðinn alveg heiðskýr þegar ég yfirgaf flugstöðina. Hitastigið
var um 20 gráður en á þessum tíma er hávetur í Suður Afríku.
Fljótlega á leiðinni frá flugvellinum rann upp fyrir mér hvert ég var kominn. Það gerðist
þegar tignarlegu fjöllin og fagra náttúran fóru að lúta í lægra haldi fyrir kofa hreysum í
þúsundatali sitthvoru megin við hraðbrautina. Þar var enga vegi né gangstéttar að sjá
heldur einungis moldarvegi, blauta eftir rigningu næturinnar. Börn voru þar að leik í
svaðinu og í kring mátti sjá hesta og kýr á vappi sem gegndu mikilvægu samgöngu- og
fæðuhlutverki að sögn bílstjórans. Þetta var ótrúleg sjón en var þó aðeins byrjunin á því
sem framundan var. Á leiðinni frá flugvellinum brá mér aftur við að sjá bílana í
umferðinni. Stór hluti af þeim hefði aldrei komist í gegnum skoðun á Íslandi og furðaði
ég mig á því að þeir skildu yfirleitt komast áfram. Það var líka greinilegt að margar
fjölskyldur slá saman í gamla pall- eða vörubíla til þess að komast á milli. Pallarnir á
þeim voru þéttsetnir af fólki og bílarnir á yfir 100 km hraða. Þrátt fyrir að pallarnir væru
alveg opnir voru engin öryggisbelti né nokkuð annað fyrir pallafólkið til að halda sér í
ef eitthvað færi úrskeiðis.
Aðskilnaðarstefnan sem var við lýði þar til 1994 hefur sett djúp ör á samfélagið í Suður
Afríku. Á tímum aðskilnaðarstefnunnar var það ríkisstjórnin sem ákvað hvar fólk með
litað hörund bjó, fór í skóla og vann. Ennfremur voru giftingar hvítra og litaðra bönnuð
og öll náin samskipti þeirra á milli varðaði við lög. Reglan var, að því dekkra sem
hörundið var, því minni réttindi. Á tímum aðskilnaðarstefnunnar bjó ríkisstjórnin til
svokölluð heimalönd fyrir hvern kynþátt. Fólk var flutt á þessi heimalönd og meinað að
yfirgefa sitt svæði nema til að sækja vinnu. Margar sögur eru til um fólk sem var flutt
nauðugt frá heimilum sínum á heimaland þar sem það þekkti engan og hafði aldrei komið
áður.
Þrátt fyrir að aðeins níu prósent af þjóðinni væru með hvítt hörund fékk sá hópur einn
kosningarétt og rúmlega 80% af jörðum landsins. Fólk með dökkt hörund tilheyrði
hinum hópnum sem fékk afganginn af jarðnæðunum, sem voru jafnframt lökustu
jarðirnar og erfiðast var að yrkja. Síðari hópurinn fékk ennfremur mjög takmarkaðan
aðgang að þjónustu hins opinbera og engan kosningarétt. Í skoðunarferðum sá ég gömul
skilti frá tímum aðskilnaðarstefnunnar þar sem bílastæði og bekkir voru merkt ,,Eingöngu
til notkunar fyrir hvíta. Einnig sá ég skilti sem höfðu verið fyrir utan kirkju í Höfðaborg
sem á stóð Hundar og litaðir ekki velkomnir!
Eins og gefur að skilja þegar 90% þjóðarinnar bjó við mjög takmarkað athafnafrelsi í
marga áratugi festist meirihluti þessa hóps í fátækt í Suður Afríku og á enn í dag erfitt
með að komast í bjargálnir. Það má í raun segja að í landinu búi tvær þjóðir, önnur er
hvít, rík og menntuð en hin lituð, fátæk og fáfróð. Þó aðskilnaðarstefnan hafi liðið undir
lok fyrir 11 árum virðist atvinnuleysi vera fast yfir 25%, en séu þeir sem gefist hafa upp á
atvinnuleitinni taldir með hækkar talan í yfir 40%.
Stór hluti þeirra 3,2 milljóna manna sem búa í Höfðaborg hafa ekki aðgang að rafmagni
né rennandi vatni. Höfðaborg er einnig að vaxa mjög hratt þar sem fólk er í auknum
mæli að bregða búi og að flytjast á mölina. Þessi straumur fólks hefur verið stöðugur
síðan aðskilnaðarstefnunni lauk og fólk með dökkt hörund fékk aftur frelsi til að ferðast
og setjast að þar sem það kaus. Borgin er að vaxa um 100 þúsund manns á hverju ári sem
er margfalt meira en borgaryfirvöld ráða við.
Þegar fólk flyst af landsbyggðinni til Höfðaborgar taka venjulega nokkrar fjölskyldur sig
saman við að reisa sér heimili, sem í mínum augum voru ekkert nema kofa hreysi.
Framkvæmdirnar fara yfirleitt fram þegar tekur að skyggja og er lokið þegar sólin kemur
upp morguninn eftir. Þá er ekki óalgengt að heilt kofaþorp sé komið upp. Fólkið á í
flestum tilfellum ekkert tilkall til byggingalandsins og eru kofarnir oft reistir á svæðum
sem eru mjög óheppileg til byggingar. Það mátti einnig víða sjá kofa sem voru aðeins
steinsnar frá miklum umferðargötum auk þess sem umferðarskilti og fleira voru notuð
sem stoðir fyrir suma kofana. Fólk var greinilega tilbúið til að búa við mjög ömurlegar
aðstæður í þeirri von um að fá vinnu í borginni.
Ég ferðaðist í örfáa daga eftir komu mína til Höfðaborgar en hóf svo fljótlega störf.
Sjálfboðavinnan sem ég sinnti var í stóru eldhúsi sem tilheyrði Saint Georges
dómkirkjunni í hjarta Höfðaborgar. Hún er fræg fyrir að Desmond Tutu, sem fékk
friðarverðlaun Nobels árið 1984, var þar erkibiskup. Þar var súpa og brauð í boði fyrir þá
sem áttu ekki fyrir mat. Það voru um 300 manns sem sóttu Eldhúsið reglulega en stór
hluti þeirra kom á hverjum degi. Meirihluti gestanna átti við vímuefnavandamál að stríða
en lím var vinsælasta vímuefnið sökum þess hve ódýrt það var. Það tók alltaf mjög á að
sjá krakka, alveg niður í 7 ára gamla, koma á morgnana til að snæða í mjög svo annarlegu
ástandi sökum vímuefna. Konur með börn alveg niður í 6 til 7 mánaða gömul sáust einnig
reglulega í súpueldhúsinu. Konur voru þó í miklum minnihluta. Ástæðan var sú að
konur verða fyrir mesta ofbeldinu á götum Höfðaborgar. Þeim, sem eru í sambandi, er
yfirleitt nauðgað og misþyrmt eingöngu af makanum. Þeim, sem hins vegar eru ekki í
sambandi, er misþyrmt og nauðgað af öllum. Það var því í undantekningatilfellum sem
konur komu karlmannslausar í súpu og brauð.
Flestir sem komu í Eldhúsið og ég spjallaði við bjuggu undir trjám í miðborginni eða í
úthverfum Höfðaborgar. Það kom þó fyrir að farandverkamenn af landsbyggðinni komu
í leit að fæðu til þess að brúa bilið þar til launin byrjuðu að streyma inn. Mjög margir
sem þangað komu höfðu sótt eldhúsið í mörg ár. Ég kynntist til að mynda ungum strák,
Sydney, sem var 23 ára gamall. Hann hafði byrjað að koma í eldhúsið 13 ára gamall eftir
að hafa flúið að heiman vegna ofbeldis foreldra sinna sem er ekki óalgeng fortíð
götubarna. Sydney hætti að lifa af glæpum tveimur árum áður en ég kynntist honum.
Hann sagði mér að ferðamenn væru vinsæl fórnarlömb en hann hafði mun meira upp úr
því að stela og ræna en láglaunastörf gáfu í aðra hönd. Að auki var nánast ómögulegt að
fá þessi störf. Sydney var opinn og skemmtilegur en aðspurður um hvort hann hefði ekki
lent í lögreglunni sagði hann: Það var allt í lagi. Hún lamdi okkur samt stundum en ífangelsi er oft mjög gott að vera. Þar þarftu aldrei að hafa áhyggjur af því að fá ekki að
borða, færð oft að horfa á sjónvarp auk þess sem maður þekkir yfirleitt svo marga þar.
Flest það fólk sem ég kynntist í Eldhúsinu hafði sömu sögu að segja og kvörtuðu aðeins
yfir þrengslum og reglulegum barsmíðum fangavarða sem það vildi nú meina að væru
ekki svo slæmar.
Prestur að nafni John Philemon ,sem starfaði í dómkirkjunni, sagði mér eitt sinn frá því
að flest ógæfufólkið sem sótti Eldhúsið hefði fjögur til fimm nöfn sem það notaði.
Philemon hafði nokkrum sinnum heimsótt götukrakka í fangelsi sem hann hafði verið að
reyna hjálpa og komist að því að krakkarnir sem hann þekkti voru í fangelsi undir allt
öðrum nöfnum en hann þekkti þá. Það er því ekki óalgengt að sami einstaklingurinn hafi
farið nokkrum sinnum í fangelsi en aldrei á sama nafni. Það getur því verið erfitt að
fylgjast með afbrotaferlum glæpamanna af götunni.
Annar strákur sem ég kynntist hét Thommy. Hann var 27 ára gamall og bjó í kofa í einu
fátækrahverfanna. Ólíkt öllum öðrum sem ég kynntist er sóttu eldhúsið átti hann bíl og
var mjög vel að máli farinn. Thommy hafði starfað við tölvuviðgerðir en var búinn að
vera atvinnulaus í rúmlega tvö ár og var stöðugt að sækja um störf. Philemon lánaði
honum föt reglulega til þess að koma vel fyrir í atvinnuviðtölum. Thommy gekk samt
ekkert að fá vinnu þrátt fyrir stanslausa leit og oft mörg viðtöl í hverjum mánuði. Þrátt
fyrir lítinn árangur var hann staðráðinn í að gefast ekki upp eins og flestir gera og þannig
leiðast út í óreglu og glæpi.
Anthony var enn annar strákur sem ég kynntist en hann kom nærri daglega í Eldhúsið.
Ég og fleiri starfsfélagar mínir fórum einnig nokkrum sinnum með honum í göngutúra á
Parade svæðinu. Þar eru borgarskrifstofur Höfðaborgar en einnig svefnstæði flestra
þeirra sem sækja Eldhúsið. Það fékk óneitanlega svolítið á mann að sjá hvernig fólkið bjó
sem ég hafði verið að spjalla við og afgreiða. Yfirleitt eru fimm eða fleiri saman í klíkum
en þær eru oft kynjaskiptar. Hver klíka ,,átti tré sem hún svaf undir. Uppi í trénu
geymdi svo klíkan allar veraldlegar eigur sínar, t.d. sængur, mat, drykki o.fl. Klíkurnar
pössuðu trén fyrir hvor aðra svo það var undantekning að einhverju var stolið úr þeim. Í
einni ferðinni okkar á sólríkum degi var greinilega þvottadagur. Margir hópanna voru þá
að þvo fötin af sér og lágu því föt til þerris út um allt á gangstéttunum. Til að drepa
tímann var mikið af unga fólkinu að sniffa lím og sumir vægast sagt út úr heiminum.
Mikið af millistéttarfólki fer úr og í vinnu um þetta svæði og eru þar bílastæði mjög víða.
Því var það mjög átakanlegt að sjá svona unga krakka liggjandi fyrir allra augum með
poka yfir andlitum sínum sniffandi lím í allt öðrum heimi en þeim sem ég var í. Þessir
tveir ólíku heimar fátækra og ríkra birtust mér aldrei eins greinilega og á þessum annars
fallega virka degi í Höfðaborg.
Ég komst aldrei almennilega að því hvað Anthony gerði en var þó orðinn nokkuð viss um
að hann framfleytti sér með glæpum og betli. Eftir fyrstu vikuna í Eldhúsinu var ég
búinn að sjá þó nokkra sem báðar framtennurnar vantaði í en ég var viss um að lélegri
tannhirðu væri um að kenna. Anthony var einn af þeim. Margir sem komu í eldhúsið
höfðu ekki fyrir því að þrífa þvag sem þeir höfðu leyst í fötin sín svo það var ekki erfitt
að ímynda sér litla, eða enga, tannhirðu. Reyndin var önnur því hér var um tískubylgju
að ræða, m.ö.o. þeir voru að rífa framtennurnar úr hvorum öðrum! Ég varð svo hissa
þegar ég komst að þessu að ég mátti til með að spyrja Anthony út í þetta. Hann svaraði
því til að hann nyti mun meiri kvenhylli nú en þegar hann var með allar tennurnar á
sínum stað. Stúlkur sem ég spjallaði við í Eldhúsinu staðfestu þetta og sögðu að
tannleysið væri afar kynþokkafullt. Eftir þessa uppgötvun var ekkert sem gat komið mér
á óvart.
Í Eldhúsinu var yfirleitt mest að gera þegar rigning var úti því þá gekk lítið að betla
peninga af vegfarendum. Minnst var hins vegar að gera þegar fólk fékk útborgað. Þá
voru íbúar Höfðaborgar mjög gjafmildir og því mikið að hafa upp úr því að betla. Svo á
hverjum föstudegi var félagsfræðingur sem kenndi gestum Eldhússins að lesa og skrifa.
Næstum enginn kunni að lesa og snerist kennslan því aðallega um að kenna þeim að
skrifa nafnið sitt, sem þau svo yfirleitt gleymdu fljótt aftur. Því var reynt að hvetja fólkið
til að taka blöðin með sér sem það hafði skrifað á til upprifjunar. Þó að meirihlutinn hafi
hvorki verið læs eða skrifandi voru alltaf einhverjir inn á milli sem gátu eitthvað örlítið í
reikningi, eða öðrum fögum, sem þá var reynt að byggja á og þjálfa.
Það var alltaf stór hópur sem sótti Eldhúsið sem ég og starfsfélagar mínir vissum að var
að leita að vinnu og betra lífi. Öðru hvoru hætti fólk að koma sem hafði komið daglega í
langan tíma. Þá var alltaf haldið í vonina um að viðkomandi hefði tekist að næla sér í
vinnu og komist á beinu brautina til betra lífs. Það voru þó yfirleitt aðrar og oft mjög
sorglegar ástæður fyrir því að fólk hætti að sjást. Einstaka sinnum var ástæðan sú að fólk
komst í vinnu og sagði þá skilið við óreglu og glæpi. Þetta var alltaf mjög ánægjulegt því
markmið Eldhússins, og okkar sem þar störfuðum, var að fæða fólk og fræða ásamt því
að hvetja það til að taka hin þungu spor í átt að betra lífi. Að komast í vinnu var samt
aðeins fyrsti þröskuldurinn. Eftir óreglu og ólifnað á götunum til margra ára reynist það
fólki oft mjög erfitt að temja sér þann aga sem þarf til að halda starfi. Atriði sem hljóma
einföld eins og að vakna á morgnana, vera vímulaus allan daginn og mæta á réttum tíma í
vinnu geta verið mjög erfið fyrir einstakling sem í árafjölda hefur búið á götunni.
Á nýju ári fékk ég tölvupóst með þeim skilaboðum að Anthony og Sydney og fleiri sem
ég kynntist væru enn að koma daglega í Eldhúsið. Nokkrir sem ég hafði minna kynnst
sáust nú sjaldnar og aðrir ekkert vegna ennþá meiri óreglu. Thommy var undantekningin
því hann hafði fengið vinnu við útkeyrslu fyrir tölvufyrirtæki. Thommy var aldrei háður
neinum vímugjöfum og hafði sýnt mikla þrautseigju við stanslausa atvinnuleit sem staðið
hafði yfir í meira en tvö ár. Hann uppskar árangur erfiðisins og fékk nú tækifæri til að
bæta líf sitt. Ennfremur sýnir árangur Thommy hversu mikilvægt starf Eldhússins er og
að það þarf enginn að lifa á götunni. Það eru til leiðir fyrir alla til að komast af götunni
en sporin þaðan geta bæði verið mörg og þung. Hinn valkosturinn er lífið á götunni sem
lágur meðalaldur sýnir að enginn þolir til lengdar.
Guðmundur Arnar Guðmundsson - Fréttablaðið 5 Janúar 2006
Miðvikudagur, 14. nóvember 2007
Funky Business
Var að klára uppfærða útg. af Funky Business eftir sköllóttu Svíana tvo. Bókin er ferlega skemmtileg og nær svo sannarlega að ýta við manni hvað varðar breyttan heim.
Síðasta málsgreinin í bókinni summerar hana mjög vel:
"People expect good stuff. They have become used to great value for money. And they can get that from almost all companies around the world. So being great is no longer good enough. To Succeed we have to surprise people. We have to attract and addict them. Attraction and attention is all. By focusing only on the hardcore aspects of business we risk becoming irrelevant. And trust us, irrelevancy is a much greater problem than inefficiency. The only thing more difficult than learning to exploit the last taboo of emotion and imagination is learning to thrive without it. So, people and organisations of the world - come out. Or you will be carried out!"
Algjör snilld - og já, Tokyo eftir 3 daga
Sunnudagur, 11. nóvember 2007
Hver hefur ekki lent í þessu....
My life is brilliant
My love is pure.
I saw an angel.
Of that I'm sure.
She smiled at me on the subway.
She was with another man.
But I won't lose no sleep on that,
'Cause I've got a plan.
You're beautiful. You're beautiful.
You're beautiful, it's true.
I saw your face in a crowded place,
And I don't know what to do,
'Cause I'll never be with you.
Yes, she caught my eye,
As we walked on by.
She could see from my face that I was,
Fucking high,
And I don't think that I'll see her again,
But we shared a moment that will last 'till the end.
You're beautiful. You're beautiful.
You're beautiful, it's true.
I saw your face in a crowded place,
And I don't know what to do,
'Cause I'll never be with you.
You're beautiful. You're beautiful.
You're beautiful, it's true.
There must be an angel with a smile on her face,
When she thought up that I should be with you.
But it's time to face the truth,
I will never be with you.
Laugardagur, 10. nóvember 2007
Við verðum að standa vörð um frelsið...ALLTAF
,,Ætli stjórnvöld sé að refsa mönnum fyrir þessa lesti eins og um glæpi sé að ræða verða þau að refsa fyrir alla lesti á óhlutdrægan hátt. Afleiðingin verður óhjákvæmilega sú að allir lenda bak við lás og slá. Á endanum yrði enginn eftir utan rimla til að smella í lás."
Lysander Spooner - Löstur er ekki glæpur
Laugardagur, 10. nóvember 2007
Lífsreglur Cosa Nostra mafíureglunnar
Reglurnar 10 eru eftirfarandi:
- Enginn getur kynnt sig beint fyrir öðrum vinum okkar. Þriðji aðili verður að sjá um það.
- Aldrei horfa á eiginkonur vina.
- Aldrei láta sjá sig í návist lögreglumanna.
- Ekki fara á krár og klúbba.
- Alltaf vera til þjónustu reiðubúinn því Cosa Nostra er skylda - jafnvel þótt eiginkonan sé í þann mund að fæða barn.
- Mæta verður á alla fundi sem boðað er til.
- Sýna verður eiginkonum virðingu.
- Þegar óskað er eftir upplýsingum verður svarið að vera sannleikanum samkvæmt.
- Ekki má ráðstafa peningum sem tilheyra öðrum eða öðrum fjölskyldum.
- Fólk sem ekki getur tilheyrt Cosa Nostra: Hver sá sem á nákominn ættingja í lögreglunni, hver sá sem á svikulan ættingja, hver sá sem hegðar sér illa og virðir ekki siðareglur og gildi.
Laugardagur, 10. nóvember 2007
Al Gore ekkert sérstaklega grænn sjálfur.
Matt Drudge er blaðamaðurinn sem upplýsti um Monica Lewinsky málið allt saman. Nýlega sagði hann frá því að Al Gore (sem vann Óskarsverðlaunin fyrir "An Inconvenient Truth") væri að sóa meira af rafmagni á heimilinu sínu á mánuði en venjuleg fjölskylda á ári.
Fyndið.
Föstudagur, 9. nóvember 2007
Íslenskt útvarp - rannsóknir
Nú er verið að fara taka í notkun svokallaða portable people meter (PPM) tækni til að mæla útvarpshlustun á Íslandi. Þetta eru litlir símboðar sem sample hópur verður látin bera á sér sem metur ákveðna tíðni sem eyrað nemur ekki. Þessi tíðni verður svo send út með tónlistinni á öllum útvarpsstöðvum og PPM nemur hana. Fólkið í sample hópnum þarf sem sagt að ganga með PPM allan daginn.
Á þeim stöðum í heiminum sem tæknin hafa verið tekin upp hefur komið í ljós að dagbókakannanir gefa frekar skakka mynd af útvarpshlustun. En niðurstöðurnar eru meðal annars þessar:
* Hlustun dreifist á fleiri stöðvar. Litlar stöðvar eru því með meiri hlustun (uppsafnað yfir vikuna) en dagbókakannanir (núverandi mælingarleið) segir og þær stærri séu ekki eins dominerandi.
* Fólk hoppar meira á milli og hlustar á fleiri stöðvar yfir daginn en færri mínútur á hverja. Hlustun að meðaltali í mínútum lækkar því á stóru stöðvunum.
* Hlustun er meiri á tímum sem dagbækur mæla litla sem enga hlustun. Það er sem dæmi tækifæri í að auglýsa seint á kvöldin, hlustun þar í gegnum tíðina hefur mælst lítil og verð því oft lág. Raunhlustun er töluvert meiri og því undir-verðsettur tími.
Ég veit ekki hvenær Capacent gefur út fyrstu fjölmiðlatölur með PPM en það ætti að vera fljótlega. Þá verður gaman að sjá hversu mikið myndin hér að ofan breytist.
Miðvikudagur, 7. nóvember 2007
Brilljant útvarpsstöð á netinu...auðvitað bresk!
Ég er algjör sjúklingur í ambient / chillout tónlist...en ég var að finna eina sem ég er bókstaflega er orðinn háður!
Þú bara verður að prófa!