Íslenskt útvarp - rannsóknir

uppsafnad_vikan

Nú er verið að fara taka í notkun svokallaða portable people meter (PPM) tækni til að mæla útvarpshlustun á Íslandi.  Þetta eru litlir símboðar sem sample hópur verður látin bera á sér sem metur ákveðna tíðni sem eyrað nemur ekki.  Þessi tíðni verður svo send út með tónlistinni á öllum útvarpsstöðvum og PPM  nemur hana. Fólkið í sample hópnum þarf sem sagt að ganga með PPM allan daginn.

Á þeim stöðum í heiminum sem tæknin hafa verið tekin upp hefur komið í ljós að dagbókakannanir gefa frekar skakka mynd af útvarpshlustun.  En niðurstöðurnar eru meðal annars þessar:

* Hlustun dreifist á fleiri stöðvar. Litlar stöðvar eru því með meiri hlustun (uppsafnað yfir vikuna) en dagbókakannanir (núverandi mælingarleið) segir og þær stærri séu ekki eins dominerandi.

* Fólk hoppar meira á milli og hlustar á fleiri stöðvar yfir daginn en færri mínútur á hverja. Hlustun að meðaltali í mínútum lækkar því á stóru stöðvunum.

* Hlustun er meiri á tímum sem dagbækur mæla litla sem enga hlustun.  Það er sem dæmi tækifæri í að auglýsa seint á kvöldin, hlustun þar í gegnum tíðina hefur mælst lítil og verð því oft lág.  Raunhlustun er töluvert meiri og því undir-verðsettur tími.

 Ég veit ekki hvenær Capacent gefur út fyrstu fjölmiðlatölur með PPM en það ætti að vera fljótlega. Þá verður gaman að sjá hversu mikið myndin hér að ofan breytist.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband