London, Jól ofl

Fyndin helgi að baki. Mjög gestkvæm. Mamma og pabbi voru í heimsókn, Ásgeir vinur minn, Hilmar tengdapabbi bróður míns varð strandaglópur á Standsted eftir að missa af flugi og kom líka en aðrir bætust í hópinn.

Það var því mikið fjör. Gaman að ná að eyða smá tíma með mömmu og pabba þó maður hefði nú kannski kosið að ná meiri tíma með þeim, en málin flækjast alltaf þegar það eru svona margir á sama tíma hjá manni.

Orðið mjög jólalegt í London, jólaskraut út um allt, en kaupmenn eru að hafa miklar áhyggjur af því hvað desember fór hægt af stað og er nú svo komið að margar verslanir hafa farið af stað með útsölur til að hreyfa við neytendum.

Það var gerð heiðarleg tilraun til að fara klúbbahring, Fabric og Ministry of Sound, en við vorum svo sein á ferð á laugardagskvöldinu að það var hætt að hleypa inn. Það var samt auðvitað farið út á galeiðuna, með þessa gesti hefði annað ekki verið í boði. Við vorum stærstan part kvöldins á St. Martins Lane hótelinu (þar sem Asia De Cuba er) í einkapartýi með Roberto Cavalli, sem var mjög spes.

Fór svo reyndar á Westham Everton með góðum hópi á miðvikudagskvöldið. Eins og ég er lítill fótboltagaur finnst mér snilld að fara á leiki. Það er auðvitað of snemmt (er nývaknaður) til að fullyrða með 100% vissu, en held þetta hafi verið 4 leikurinn sem ég fer á þetta season.

Ég fer svo til Íslands á morgun í langt jólafrí. Það er óhætt að segja að ég hlakki mikið til en þessum jólum verður eytt í rólegheitum með Rögnu Klöru. Eftir brjálað ár og mjög svo viðburðarríkt veitir manni ekkert að því að gíra sig aðeins út og slappa af.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband