Færsluflokkur: Auglýsingar

Icelandair með nýja herferð fyrir Jólapakka

Mjög hlutdrægur, engu að síður mjög ánægður með nýju jólapakkaherferð Icelandair. Sjónvarpsauglýsingarnar eru nú í keyrslu á RÚV, Stöð 2 og öllum bíóhúsum landsins.


Glæsileg herferð frá Icelandair Cargo

Nýja auglýsingaherferðin frá Icelandair Cargo finnst mér sú flottasta sem hefur komið frá þeim, og ein sú besta í gangi þessa dagana.

Hún er full af tilfinningum eins og góð sjónvarpsauglýsing á að vera!

 

Ný auglýsing Icelandair Cargo, því tíminn flýgur! from Icelandair on Vimeo.


Gömul Loftleiða auglýsing - þeir voru alveg með'etta á þessum tíma ! :)

lofleidir_1025585.png

Peter Drucker og Frederick Webster um hvað við Markaðsstjórarnir eigum að vera gera

img_15.gif
Markaðsstjórar á Íslandi eru mjög uppteknir af einu ,,P-i" = Promotion.  Þeir gleyma því hins vegar að á undan P-unum kemur markaðsstefnan  STP (Segmentation, Targeting, Positioning). Þar á eftir koma 4 P, en ekki aðeins 1 (promotion).  P-in eru Price, Place, Product, Promotion.  Promotional P-ið gerir lítið gagn ef STP og hin P-in eru ekki rétt stillt.
 
Ég held mikið uppá þessar tilvitnanir í Webster og Drucker: 
 
Frederick E. Webster:
,, At the corporate level, marketing managers have a critical role to play as advocates for the customers and for a set of values and beliefs that put the customers first in the firm's decision making, and to communicate the value proposition as part of that culture throughout the organization, both internally and in its multiple relationships and alliances" 
 
 
Peter F . Drucker:
,,Marketing is so basic that it cannot be considered a separate function (i.e. a separate skill or work) within the business, on par with other such manufacturing or personnel.  Marketing requires separate work and a distinct group of activities.  But it is, first, a central dimension of the entire business.  It is the whole business seen from the point of view of its final result, that is, from the customer’s point of view”.



Google veit hversu áhrifamikil(l) þú ert á Facebook!

google_logo.jpgGoogle ætlar sér stóra hluti í auglýsingamálum samfélagsmiðlanna. Þeir eru nú búnir að fá einkaleyfi á algrímu sem reiknar út hversu mikils virði einstaklingar eru á samfélagsmiðlunum.  Það er að segja, þeir eru komnir með tækni sem metur hversu mikil áhrif hver einstaklingur á Facebook (sem dæmi) hefur á þá sem eru á vinalistanum (og vinalistum vina þeirra). 

Ef þeim tekst að selja áreiti sem er beint eingöngu að þeim sem hafa mestu áhrifin, getur virðið verið gríðarlegt fyrir fyrirtæki sem eru að reyna dreifa efni og upplýsingum..  Hugmyndafræðin er svipuð og PAGE RANK, sem Google notar við einkunnargjöf á heimasíðum.

Ég læt fylgja mjög áhugaverða grein um þetta úr Business Week :

 

,,Imagine there was one number that could sum up how influential you are. It would take into account all manner of things, from how many people you know to how frequently you talk with them to how strongly they value your opinion. Your score could be compared with that of pretty much anyone in the world. 

Maybe it'll be called your Google number. Google has a patent pending on technology for ranking the most influential people on social networking siteslike MySpace and Facebook. In a creative twist, Google is applying the same approach to social networks it has used to dominate the online search business. If this works, it may finally make ads on social networks relevant--and profitable. 

Google declined to discuss its idea with BusinessWeek. But it is based on the same principle as PageRank, Google's algorithm for determining which Web sites appear in a list of search results. The new technology could track not just how many friends you have on Facebook but how many friends your friends have. Well-connected chums make you particularly influential. The tracking system also would follow how frequently people post things on each other's sites. It could even rate how successful somebody is in getting friends to read a news story or watch a video clip, according to people familiar with the patent filing. "[Google] search displays Web pages with the highest influence--it makes complete sense for them to extend this to online communities and people," says Jeremiah Owyang, an analyst at Forrester Research

How would this improve advertising on social networks? Say there's a group of basketball fans who spend a lot of time checking out each other's pages. Their profiles probably indicate that they enjoy the sport. In addition, some might sign up for a Kobe Bryant fan group or leave remarks on each others' pages about recent games they played or watched. Using today's standard advertising methods, a company such as Nike would pay Google to place a display ad on a fan's page or show a "sponsored link" when somebody searches for basketball-related news. With influence-tracking, Google could follow this group of fans' shared interests more closely, see which other fan communities they interact with, and--most important--learn which members get the most attention when they update profiles or post pictures. 

The added information would let Nike both sharpen and expand its targeting while allowing Google to charge a premium for its ad services. If Nike wanted to advertise a new basketball shoe, for example, it could work with Google to plop an interactive free-throw game only on the profile pages of the community influencers, knowing the game would be likely to draw the most attention in these locations. And because the new technique ranks links among groups, Google could also target the ads to broader communities. "I would pay a premium to get a particular video in front of someone who [shares] with others, and an even bigger premium for a lot of people who would share," says Ian Schafer, CEO of online ad firm Deep Focus, whose clients include Sean Jean and Universal Music Group. 

Influence-ranking is no academic exercise for Google. So far the search giant has failed to earn much profit from social networking ventures. In 2006, Google promised to pay News Corp.'s MySpace $900 million over three years for the right to put ads on the site. Google executives have expressed disappointment in that project, which is shaving 1.5% off Google's gross margins, according to Jeffrey Lindsay, an analyst at Sanford C. Bernstein. In its patent filing, Google acknowledged that some of its old approaches didn't work. With the new techniques, says Deep Focus' Schafer, "Google could be the Google of social media."


Vörumerki geta látið samlokuna smakkast betur!

untitled10_1007828.png

Nýtt bensín hjá Skeljungi - V-Power

Það er mjög áhugaverð herferð í gangi hjá Skeljungi núna þar sem þeir kynna V-Power - öðruvísi 95 oktana bensín á sama verði og venjulegt 95 oktana bensín hjá öðrum.  

Þetta stendur á heimasíðu Skeljungs: 

untitled35_1007362.png 

 

 

 

 

 

 

 

Með þessu er Skeljungur búinn að aðgreina vöruna bensín sem í flestra hugum er nákvæmlega eins hjá öllum, 95 oktana bensín er bara 95 oktana bensín.  Tengingin við Ferrari er einnig sannfærandi og ýtir undir trúverðuleikan.  

Það sem fékk mig til að skrifa færslu um þetta var að nokkrir aðilar í kringum mig hafa prófað bensínið á bílana sína og fullyrða að bílarnir gangi betur á því! 

Það er auðvitað mjög erfitt að sannreyna það fyrir okkur venjulega fólkið en því er þetta útspil snjallt.  Auka virðið sem Skeljungur er að bjóða fær eflaust fleiri til að keyra örfáa metra í viðbót svo þeir komist í góða bensínið á móti þessu venjulega annars staðar.

Frábær aðgreining hjá Skeljungi á vöru sem er hrein ,,commodity" - það verður gaman að fylgjast með því hvernig markaðurinn tekur þessu - og samkeppnin bregst við.


Google spáir í fasteigna- og bílasölu / námskeið í Markaðssetningu á netinu

Google byrjaði fyrir ári að spá fyrir um fasteigna og bílasölu með leitargögnunum sínum.  Þeir komust að því að leitum fjölgaði þegar sala á bílum almennt jókst.  Leitunum fyrst en stuttu síðar sölum.

Google er á því að þetta sé mun betri leið til að spá fyrir um sölu í framtíðinni en hefðbundnar söluspár sem horfa eingöngu á eldri fyrirliggjandi gögn!

- - -

Skráning á heilsdags námskeiðið okkar þann 19. júlí í Markaðssetningu á netinu gengur vel.  Tækifærin á netinu eru geysilega mikil og geta öll fyrirtæki náð árangir með auglýsingum þar.  Ennþá eru sæti laus - hér eru allar upplýsingar.


Það skiptir meira máli hvernig við segjum hlutina en hvað við segjum!

Í sjónvarpskappræðum Nixons og Kennedy varð það ljóst að hvernig við segjum hlutina, skiptir meira máli en hvað við segjum.  Kjósendur sem hlustuðu á kappræðurnar þeirra 1960 í útvarpi fannst Nixon vera með bestu rökin.  Þeir sem horfðu á þær í sjónvarpinu sögðu hins vegar í könnunum að Kennedy væri með þau.

Þetta árið, var það sjónvarpið sem réð úrslitunum!

Markaðsfólk þarf að hafa þetta í huga.  Að höfða til tilfinninga skiptir miklu máli í markaðsstarfi - þar sem umgjörðin og tónninn í skipaboðum getur skipt meira máli en skipaboðin sjálf!

 

AdMap Júní 2010 


Skipta nöfn máli við sigur í samkeppni?

Í einni rannsókn var fólki sýndar myndir af tveimur stúlkum og í framhaldi spurt hvor stúlkan væri fallegri.  Nöfn stúlknanna voru ekki gefin upp.

50% sögðu að stúlkan á mynd A væri fallegust, og 50% að stúlkan á mynd B væri það.

Þegar fólk var hins vegar spurt með nöfnum stúlknanna á myndunum breyttust svörin.  Önnur hét Kristín en hin Geirþrúður.  Nú sögðu 80% að stúlkan á Mynd A (Kristín) væri fallegust, en aðeins 20% að stúlkan á Mynd B væri fallegust (Geirþrúður).

Svo það er ljóst að nöfn geta haft mikil áhrif! 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband