Bloggfærslur mánaðarins, september 2007

London á sunnudegi

Magnað að búa í London og vera svo alltaf umkringdur einhverju “íslensku”.  Vinir mínir hér eru allir íslenskir.  Mjög margir af þeim sem ég vinn með eru íslendingar...og svo er maður alltaf á einhverjum íslenskum eventum.

Fór á Garðar Cortes tónleika í Barbican í London á miðvikudaginn sem var alveg brilljant.  Diddú söng með honum en ég er nú svolítið á því að hún hafi skotið honum ref fyrir rass.  En bæði voru þrusu góð.

Mamma og pabbi fóru svo í gær, en þegar þau fóru lauk í raun Operation koma sér fyrir í nýju íbúðinni....en dagurinn í dag fer í að flytja draslið hans Viðars yfir sem er nú þegar byrjað.

Man einhver eftir Ross í Friends þegar hann var að flytja???  “TIP-IT, TIP-IT , TIIIIPPPPP-IT !!!” .... það er minn veruleiki í dag!!!! Stigagangarnir hérna eru ALLTOF þröngir!


Hvað lífið getur stundum verið flókið

Fyrir mánuði keypti ég sokka sem voru merktir hverjum degi. Það er að segja 7 pör í settinu, eitt par fyrir hvern dag til að binda enda á þetta endalausa sokkaþunglyndi þar sem maður finnur ekkert hver á að vera með hverjum.   (það versta sem hægt er að lenda í á morgnanna!)

Nú var að ljúka risaþvottasessioni eftir flutninga en ég á núna heila viku af sokkum sem eru stakir!!!  Ég á bara einn sokk fyrir alla daga vikunnar, en ekki sokkinn á móti!
Það er því ljóst að þvottavélin er að éta sokkana mína en svo virðist sem einhver hægri-sokka-fetishmi sé í gangi!
- - -

Annars voru mamma og pabbi voru að lenda á Heathrow og verða hjá mér fram að helgi.  Ég nota alltaf sömu leigubílastöð þegar ég ferðast sjálfur og þegar það koma gestir.  Þeim tekst alltaf að koma mér á óvart með að klúðra einhverju sem er farið að vera mjög gaman reyndar. 

Núna gleymdu þeir sér og hringdu í mig í panic-i rétt í þessu.  Þeir sögðust vera í miklum vandræðum með vin minn sem þeir væru að sækja því hann skildi greinilega ekkert í ensku og grátbað mig að hringja í hann og hjálpa sér.  Þetta fannst mér furðulegt þar sem pabbi keyrir leigubíl og er oft guide fyrir útlendinga heima og ég hringi því í hann.

Talhólfið svaraði því vélin var ekki lent! Leigubílstjórinn var sem sagt að reyna tala við talhólfið frá Símanum, konuna sem segir “Í augnablikinu getur verið slökkt á far....”.  Er hægt að vera þéttari?


Mr. Egg að slá í gegn með Icelandair

http://www.dailymail.co.uk/pages/live/articles/sport/football.html?in_article_id=482862&in_page_id=1779#StartComments


London - bloggari, 5 ár

Ég bloggaði meðan ég var að læra í Kanada og svo eitthvað áfram þegar ég kom heim

Ekkert smá magnað að lesa svona aftur og sjá hvernig lífið breytist og hvað hugurinn fer í margar áttir.  Misjafnir hlutir eiga hug manns allan á misjöfnum tímum.

http://gummiarnar.blogspot.com/


London

Eftir vikur vist á Íslandi með allt mitt hafurtask í ferðatösku er ég kominn til London aftur.

Ferðataskan var hins vegar opnuð á nýjum stað þegar ég kom heim áðan.  Hún var opnuð í nýju íbúðinni minni í Wandsworth...sem sagt flutti inn í dag.  Búið að ferja einn hlut á milli...og hver ætli fyrsti hluturinn hafi verið...auðvitað sjónvarpið! :)

Góður dagur :)


Icelandair - marketing í UK

Icelandair logo without website Markaðsaðgerðirnar sem ég er búinn að ýta af stað í UK fyrir Icelandair eru ekki bara að vekja athygli í Bretland.

http://vefmidlar.visir.is/?channelID=&programID=1b1bb328-a7cb-40a4-8e84-426fa771a3f9&mediaSourceID=9110ad76-5fb2-4212-b393-a72ffe74d6e3&mediaClipID=0512f8b9-6578-4ec9-9a2b-b601ec18710d


Málsnilld

mark_twain_es "The difference between fiction and reality? Fiction has to make sense."

- - Tom Clancy (1947-), paraphrasing Mark Twain

 


Golf, matur, Ísland framundan og slatti af tónleikum

Þetta er nú búin að vera meiri vikan.  Ég fór til North Lincolnshire (norður E) á mánudagskvöldið og var fram á miðvikudagsmorgun til að taka þátt í Golfmóti sem Icelandair sponsaði þar á þriðjudaginn.  Það voru teknar 18 holur í brilljant veðri, 25 stiga hita, heiður himinn og sólinn skartaði sínu fegursta. Kvöldið endað á stórri kvöldmáltíð með Stebba og Eyva að spila. Brilljant dagur alveg og ferð. 

 

Í gærkvöldi var mér svo boðið út að borða á nýjum “íslenskum” stað í London sem heitir Texture. Óskar, sem kenndur er við Argentínu, fer fyrir honum og Agnar er það yfirkokkur.  Staðurinn er vægast sagt vel lukkaður, töff að innan og maturinn frábær.  Fórum í svona óhefðbundinn taste-menu þar sem kokkurinn mallaði sample af hinu og þessu fyrir okkur og var setið við til að verða miðnættis.  Staðurinn fær mín bestu meðmæli og hvet ég alla sem eiga leið til London og vilja sækja high class veitingastað með öðruvísi matargerð...mikið af fiski....að kíkja á hann.

 

Ég man sjaldan eftir því að hafa verið jafn uppgefinn eftir vinnuviku.  Thank god its Friday! 

 

Annars er gleði framundan.  Fer til Íslands á námskeið á þriðjudagskvöldið í 2 nætur.  Kem svo aftur til Íslands á föstudagskvöldið og verð sennilega fram á föstudaginn þar á eftir.  Vinnan er að draga mig heim í þetta skiptið sem er hálf súrt þar sem ég fæ íbúðina mína þarna á mánudeginum en það er nú smá tilhlökkun að flytja inn og koma sér fyrir.

 

Svo er Garðar Cortes með tónleika í London 26. sept, Mamma og pabbi að koma þá og verða hjá mér í nokkra daga.  Jói Jó og Unnur að koma fimmtudaginn þar á undan svo það er nóg að gerast.

Fullt af tónlist í Oktober...A.Bocelli og Airwaves en ég ætla fara í fyrsta skiptið á Airwaves og hlakka mikið til.

 

Viðar og ég erum svo búnir að plana Tokyo í 5 daga í byrjun Nóvember....og vonandi Afríku fljótlega á nýju ári...eða í desember.  Það breytist nú hratt (á opna miða) en við erum svona heitastir fyrir Congo eins og staðan er í dag.  Það finnst mér gríðarlega áhugavert land, stríðshrjáð, fátækt mikil og framandi menning.  Japan er svo sennilega framúrstefnulegasta land í heimi og Tokyo toppurinn.  Klósettin tala við þig, hurðir á leigubílum opnast sjálfkrafa...og ég gæti lengi haldið áfram...maður bara verður :)

 

Nenni ekki meir í bili enda dauð þreyttur!


Sumu gleymir maður bara aldrei...

PICT0934

Heitur pottur við hliðiná rúminu og ekki hurð á klósettinu

...horft um öxl.

Árið 2003 var ég í námi í Kanada með fyrrverandi unnustu minni, Kollu.  Við skelltum okkur oft í ferðalög og keyrðum til US eða eitthvað innan Kanada.  Fórum einu sinni til Quebec og gistum á þvílíkt posh hóteli.  Heitur pottur í herberginu og ég veit ekki hvað og hvað.

Þegar við komum þangað hins vegar var hitti potturinn við hliðina á rúminu, sem þýddi að það var ALLT í móðu, rúmið hálf blautt o.s.frv. þegar við fórum í pottinn.

Klósettið var svo beint á móti rúminu en bara gegnsæ garndýna í staðinn fyrir hurð!  Súrrealískasta hótelherbergi sem ég hef gist á! 

 

100_0267

100_0270


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband