Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2009

Hvernig er notkun á Social Media að þróast - áhugaverðar tölur!

forrester-logoÞegar fyrirtæki fara á samfélagsvefina þurfa þau að vera nokkuð viss um hvað markhópurinn þeirra tekur mikinn þátt í þeim.  Nýjar tölur frá Forrester Research um notkun í US gefa áhugaverða mynd af bæði stöðunni hvað þátttöku varðar og þróun.

 

Summary:

  • Sá hópur sem er að búa til efni á samfélagsvefjum stækkar aðeins
  • Þeir sem eru að gagnrýna efni þar standa í stað
  • Hópurinn sem fylgist með samfélagsvefjunum er orðin gríðarlega stór og stækkar
  • Sá hópur sem tekur þátt í þeim tekur mikið stökk og er nú meira en helmingur af Net notendum í US sem eru með vettvang á samfélagsmiðlunum

 

6a00d8341c50bf53ef0120a5175af0970b
(fólk getur verið í fleiri en einum hóp)

Icelandair: Fyrsti leikurinn byrjaður!

Í dag er leikurinn um London.  Ein spurning og 2 þrautir...en þú tekur þátt í dag og vinningshafinn verður tilkynntur kl 17 í dag!  Svo þú veist það bara á eftir hvort þú færð farseðla fyrir 2 til London!

Hægt að taka þátt inná Icelandair.is! 

Nokkrir svona mismunandi leikir fyrir mismunandi borgur eru nú framundan, hver borg er aðeins í gangi í einn dag og sá sem vinnur er látin vita sama dag og leikurinn er!

 

leikur


Konur vilja ekki versla af fallegri konum // Icelandair Hraðatilboð!

Konur eru ólíklegri til að versla eitthvað í verslunum þar sem eru starfsstúlkur sem þeim finnst fallegri en þær sjálfar. 

Það hefur hins vegar ekki þessi neikvæð áhrif á þær þegar frægar leikkonur eða söngkonur (sem dæmi) kynna vörur eða verslanir.

Rannsóknin sem var í Journal of Business and Economics leggur til að verslanir hætti að ráða inn fallegustu afgreiðslustúlkurnar (því miður :) ) og ráði í staðinn inn konur með allsskonar útlit. 

The Daily Telegraph, 15 August 2009, p11

- - - - - -

Nú er auglýsingaherferð Icelandair farin af stað en í dag tók hún á sig nýja mynd.  Á miðnætti hófst 24klst hraðatilboð til Minneapolis en því líkur eftir 16 klst þegar þetta er skrifað!!!  Fullt af sætum í boði en salan í stuttan tíma!

Á morgun hefst svo fyrsti leikurinn.

Er nokkur búinn að skoða þrívíddartæknina? 

Untitled1


Haust herferð Icelandair að renna úr hlaði...

Í dag fer herferðin Borgarsmellir af stað hjá Icelandair. Herferðin er nær alfarið á Netinu og eru hefðbundnir miðlar aðeins notaðir til að styðja við birtingarnar á Netinu. Með þessari nálgun getum við verið með meira auglýsingaáreiti, á fleiri einstaklinga, yfir lengra tímabil, með skemmtilegri nálgun en ella.

Herferðin er sirka svona:
- Gagnvirkir vefborðar (borgarkynningar) á öllum stærstu vefsíðum Íslands
- Ýmsir óvæntir hlutir sem fólk verður að fylgjast vel með til að sjá
- Þrisvar sinnum í viku verðum við með Borgarleik. Þá byrjar leikur snemma að morgni þar sem fólk leysir 2 skemmtilegar þrautir og svarar einni spurningu um borg dagsins. Kl. 17 sama dag lýkur svo leiknum og vinningshafinn er tilkynntur. Daginn eftir byrjar svo nýr leikur með nýjum þrautum svo fólk hefur tækifæri á að vinna nokkrum sinnum í viku!
- Ný þrívíddartækni, Augmented Reality, sem gerir fólki kleift að skoða kennileiti borga í þrívídd með því að nota WebCam í tölvunum sínum... sjón er sögu ríkari!
- Útvarps og sjónvarpsauglýsingar notaðar til að styðja við herferðina á Netinu

Icelandair hefur jafnframt unnið töluvert í Icelandair.is undanfarið til að taka á móti þessum fjölda sem kemur inná vefinn, meðan á herferðinni stendur.

Við höfum t.d.:

- Uppfært áfangastaðasíðurnar okkar með Mín Borg efni og myndum svo þær hjálpi okkur sem mest að kveikja áhuga fólks á borgunum sem við fljúgum til
- Búið til þjónustuauglýsingar inni á Icelandair.is (sem byrja í vikunni) til að ýta undir alla þá þjónustuuppfærslu sem Icelandair hefur farið í gegnum undanfarið. Við segjum fólki frá því hvað við gerum vel við börn, hvað sætabilið hjá okkur hefur verið aukið ásamt því að segja frá nýja flotta afþreyingarkerfinu okkar. (margir sem halda t.d. að afþreyingakerfið kosti og teppi og koddar séu seldir.  Í dag er hvoru tveggja frítt)

Hér áður fyrr var auglýsingaherferðum ýtt úr vör með öllu efni framleiddu fyrirfram og birtingum bókuðum. Árangur var yfirleitt aðeins metin að herferðinni lokinni. Með þessari nýju nálgun okkar getum við verið að aðlaga herferðina og bæta, út allt herferðartímabilið. Við getum og munum fylgjast nákvæmt með því hvernig auglýsingarnar okkar á Netinu eru að virka frá degi til dags. Auglýsingastofan og Birtingahúsið eiga með okkur reglulega samráðsfundi út allt tímabilið þar sem árangur er metinn og tækifæri skoðuð til að gera herferðina enn áhrifaríkari.  Þó herferðin fari af stað í dag er vinnunni við hana ekki lokið.

Þegar auglýsingar hafa verið birtar ákveðið oft hættir fólk að taka eftir auglýsingunum. Því er þessi nálgun okkar að vera sífellt að breyta auglýsingunum okkar, vera með leiki og mismunandi gerðir af auglýsingum í gangi í einu til þess fallin að hafa herferðina "ferska" út allt tímabilið sem herferðin varir (minna wear-out effect). Fólk fær þannig síður leið á auglýsingunum og verða þær bæði skemmtilegri og áhrifaríkari mun lengur.

Það er því mjög mikið um nýjungar í þessari haust herferð Icelandair, bæði hvað varðar hönnun, nálgun, birtingar og árangursmælingar.


Icelandair og The Clue Train Manifesto

Er að vinna núna í Clue Train Manifesto og New Rules of Marketing and PR vegna bókarinnar - báðar mjög fínar.  Skrifin hjá okkur Kristjáni eru á áætlun svo þeim ætti endanlega að ljúka á næstu 2-3 vikum.

Tvær tilvitnanir úr The Clue Train Manifesto sem mér finnst alveg frábærar en þær eiga vel við breyttan heim með tilkomu Netsins: 

"The clue train stopped there four times a day for ten years and they never took delivery." — Veteran of a firm now free-falling out of the Fortune 500

"A powerful global conversation has begun. Through the Internet, people are discovering and inventing new ways to share relevant knowledge with blinding speed. As a direct result, markets are getting smarter—and getting smarter faster than most companies."

 

- - - - 

Í dag hefst svo stór auglýsingaherferð Icelandair eins og ég var búinn að minnast á.  Ég mun segja nánar frá því um kl 10 núna í morgunsárið! 


Hvað kostar að búa til nýja flugvél?

Það kostaði víst svipað að klára búa til fyrsta eintak af Boeing 777 (öll hönnun og framleiðsla svo hægt var að byrja framleiða á færibandi) og væntanlegur kostnaður við að klára 787.

787

 

Og hvað ætli sá kostnaður sé mikill?

1200.000.000.000 ISK


Icelandair verður á Skólavörðustíg kl 17 á morgun!

Icelandair_logo_without_websiteÁ morgun mun Icelandair kynna nýja þrívíddartækni neðst á Skólavörðustíg á milli kl 17-22.

Gestum gefst kostur á að kíkja í heimsókn og prófa.  Þessi viðburður markar einnig upphaf nýrrar herferðar Icelandair sem fer af stað á mánudagsmorgun.

Herferðin er mjög óhefðbundin á allan hátt og óhætt að segja að hún brjóti blað í markaðsmálum á Íslandi hvað auglýsingaherferðir varðar. 

Ég segi meira frá herferðinni á mánudagsmorgun!


Ungir Íslendingar eru ekki að verða umhverfisvænni!

Af umræðunni að dæma mætti ætla að Íslendingar, sérstaklega yngri kynslóðin, sé að verða mun umhugaðri um náttúruna en áður.  Ef skoðuð eru Capacent gögn fyrir fullyrðinguna "Ég reyni að forðast að versla vörur sem eru skaðlegar umhverfinu"  fyrir árin 1999 og 2008 hjá aldrinum 16-35 ára sést að þessi græni hugsunarháttur virðist vera á undanhaldi!

 

111


Verðmætustu vörumerki í heimi

verðvöru08

Hvernig forgangsraða Bretarnir neyslu í kreppunni?

Samkvæmt rannsókn Ofcom (Communication Market Report) eru breskir neytendur frekar til í að sleppa utanlandsferðum, sleppa því að kaupa ný föt og hætta að fara út að borða heldur en að sleppa GSM símanum, internet tengingunni  eða áskriftum af sjónvarpsrásum. 

Aðeins snyrtivörur og matvörur voru fyrir ofan Internetið í forgangsröðuninni!

 The Times 6 ágúst 2009


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband