Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2010

Grafísk framsetning á einni merkilegustu markaðsfræðigreininni


 
myopia1_1020916.png
 
myopia2_1020918.png
 

Þekking innan fyrirtækja og Markaðsrannsóknir

Fyrrum forstjóri Unilever sagði eitt sinn:

,,If we only knew what we know we would double our profits."  

Mörg fyrirtæki sitja á miklu magni upplýsinga en nýta illa.  Áskorunin fyrir 10-15 árum var að safna upplýsingunum - nú er ofgnótt upplýsinga og listin snýst því um túlkun og skilning.  

Okkur skortir yfirleitt ekki frekari upplýsingar - heldur að nýta betur þær sem við höfum!


Frábært myndband um hvernig best er að hvetja starfsmenn


Markaðsfólk og góðverk = Sigur í samkeppni?

Í nýlegri rannsókn kom fram að það er lítil vitund á meðal almennings á góðverkum fyrirtækja.  Mörg fyrirtæki styrkja hin ýmsu góðu málefni sem fáir vita af en því uppskera fyrirtæki ekki góðan hug frá almenningi fyrir vikið.  

Þetta er slæmt því kannanir sýna að fólk er tilbúið að borga meira fyrir vörur og þjónustu frá samfélagslega ábyrgum fyrirtækjum.  

Hvernig getur markaðsfólk bætt úr þessu?  Besta leiðin er að tryggja að það sé tengin á milli þess sem fyrirtæki styrkir og staðfærslu þess á markaðinum.  Með öðrum orðum að það sé samnefnari á milli ímyndarþátta fyrirtækisins í hugum fólks og málefnisins sem fyrirtækið styrkir.  Þannig verður auðveldara fyrir fólk að þekkja aðgreiningu fyrirtækisins á markaðinum.

Við þetta eykst almenn vitund á staðfærslu fyrirtækisins eykst og það verður líklegra að fyrirtækið fái góðan hug frá fólki vegna þeirra góðu málefna sem það leggur lið.


Væntingar og frammistaða

Markaðsfólk er stöðugt að segja frá þeim loforðum sem vörur þeirra uppfylla.  Oft er ýkt - en alltaf er sem flestu tjaldað til svo varan sé valin fram yfir samkeppnina.

Besta leiðin til að gera viðskiptavin ánægðan er að fara fram úr væntingum hans.  Lofa minna, gera meira.  Það er því mikill hvati fyrir fyrirtæki að halda svolitlu eftir og koma þannig á óvart!

Að lofa of litlu getur samt verið varasamt sömuleiðis.  Ef loforð fyrirtækisins eru ekki nógu góð er ólíklegt að það fái einhverja viðskiptavini til sín!

Markaðsfólk er því svolítið á milli steins og sleggju, það verður að stilla loforðum í hóf en án þess að þau séu of veik.  Á sama tíma þarf að skilja eftir smá svigrúm til að koma fólki á óvart með því að fara fram úr væntingum. 

 


Vefborðar og Icelandair

Icelandair hóf í kvöld haust herferðina sína.  Þó ég sé hlutdrægur, finnst mér þessi herferð ein sú flottasta frá okkur í langan tíma.  Íslenska auglýsingastofan er að skora stórt í þetta skiptið.

Það verður ánægjulegt að fylgjast með viðbrögðunum næstum daga. 

- - -

Það er ákveðin mýta í gangi um að vefborðar þurfi að vera tæknilega flóknir og hlaðnir upplýsingum. Fyrir námskeiðin okkar Kristjáns nú í haust erum við að keyra vefborða á MBL.IS sem, ólíkt flestum borðum á Íslandi, hafa aðeins að geyma eina mynd.  

Allir geta haft skoðun á því hvort þeir séu fallegir - mér finnst þeir persónulega örlítið off ennþá, en nýir detta inn í næstu viku.  Umferðin sem þeir hafa skapað inn á www.online.is er hins vegar meiri en mjög tæknilega flottir borðar sem við vorum virkilega ánægðir með í byrjun árs (skiluðu einnig vel).  

Þetta kom okkur mjög skemmtilega á óvart.  

Fyrirtæki sem þora ekki að fara vefborðaleiðina vegna kostnaðar við að búa til (tæknilega) glæsilega borða geta vel slakað á.  Vefborðar sem hafa aðeins að geyma eina einfalda mynd - og því mun ódýrari í framleiðslu en flestar aðrar auglýsingar - geta skilað miklum árangri.  Á móti kemur auðvitað að ein mynd ber ekki mikið af upplýsingum.  Í flestum tilfellum ætti það þó að vera nóg til að ýta við fólki.  

Sú staðreynd að 60% af þjóðinni fer á MBL.IS daglega, og næstum 90% vikulega - gerir staðsetningu borðanna auðvitað geysilega sterka.  


Ókeypis frábær bókakafli um branding frá Landor

Eftir að hafa lesið tvær bækur eftir Allen Adamson hef ég fylgst aðeins með Landor auglýsingastofunni. Stofan er með frábært blogg og helling af fróðleik á heimasíðunni sinni.

Þar er einnig að finna þennan frábæra bókakafla um Mörkun/Branding

http://www.landor.com/pdfs/k9/EssentialsBranding_9August10.pdf 


Námskeið í markaðssetningu á netinu að hefjast

Nú erum við Kristján að byrja aftur með námskeiðin í Markaðssetningu á netinu.

Námskeiðin framundan eru mun viðameiri en þau sem við keyrðum á í byrjun árs.  Þau eru heilan dag en jafnframt er mjög mikið innifalið - eins og aðgangur að Clara, Frettabref.is, bókin Markaðssetning á netinu og klst. ráðgjöf frá Nordic eMarketing.

Það sem er innifalið er - en allar nánari upplýsingar eru á www.online.is

  • Heils dags námskeið í Markaðssetningu á netinu (Vefborðar, Leitarvélar, Samfélagsmiðlar, Sala, Tölvupóstar, Birtingarfræði ofl.  
  • Bókin Markaðssetning á netinu
  • Námskeiðsgögn sem þátttakendur geta glósað á
  • Vaktarinn frá Clara – Frír kynningaraðgangur í 6 vikur
  • Frettabref.is - Frír kynningaraðgangur að tölvupóstkerfinu í mánuð
  • Kaffi og matur
  • Erlendur og innlendir gestafyrirlesarar  
  • Verkefni (valfrjálst) sem þátttakendur geta fengið heim og fyrirlesarar fara yfir og gefa umsögn
  • Klukkustunda ráðgjöf frá Nordic eMarketing að loknu námskeiði

Verð er 41.000 kr, flest stéttar- og verkalýðsfélög niðurgreiða amk. helming námskeiðsgjaldsins.  Nánari upplýsingar um námskeiðið er á www.online.is. 


Martin Sorrell - CEO WPP group - Viðtal við Charlie Rose - Allt markaðsfólk hefur hag af þessu viðtali...


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband