Bloggfærslur mánaðarins, maí 2007

Seth Godin er skemmtilegur

Hann segir á blogginu sínu í dag:

Maybe the reason it seems that price is all your customers care about is...

... that you haven't given them anything else to care about.


Erfitt að heita Guðmundur í London

Þar sem ég starfa í London og heiti því óþjála nafni Guðmundur er ég sífellt að fá útgáfur af nafninum mínu sem hvarflaði aldrei að mér að væru til

Í dag fékk ég

"Hi Goodman, please contact me on the number below to discuss this matter in more detail."

Ég fékk Gunmundur um daginn. Gudmonday, Goomand, Gumand og Gunmund eru líka öll vinsæl.

Skemmtilegasta útgáfan er hins vegar Goodmonday sem ég fékk fyrir 4 vikum!

 


Húmor og sumarið

daft_punk_discovery_frontÉg hitti nokkra kollega í dag en þá rifjaðist upp fyrir mér skemmtileg saga sem einn af þeim sagði mér í London fyrir nokkrum mánuðum.

Vinur félagar míns hafði verið á þvælingi í London og þurft svona svakalega að nota salerni.  Þörfin var svo mikil að hann endaði á því að hlaupa á næsta almenning til að losa.  Þessi vinur hans er haldin afar furðulegri áráttu, hann þarf alltaf að ber hátta sig til þess að geta sest á klósett.  Hann sem sagt fór úr öllum fötunum, settu þau á snaga á klósett hurðinni og settist svo til að klára sín mál. 

Þegar hann var rétt byrjaður sá hann hendi koma fyrir ofan klósett hurðina og taka öll fötin.  Hann sat sem sagt gjörsamlega alsber, einn, á almennings salerni í London!

Þar þurfti hann að kalla á hjálp í nokkra klukkutíma þar til einhver minskunnsamur Lundúnarbúi hringi á lögregluna sem kom honum til hjálpar.

Í annað skiptið þegar ég heyrði þessa sögu bókstaflega grét ég af hlátri, sennilega ennþá meir en við fyrstu hlustun.

- - -

Af öðru er ég á leið til Íslands um helgina til að sækja afmæli hjá Stebba Sig vini mínum á laugardagskvöldið, fara í skólann á mánudagskvöldið og svo á Hótel Heklu á þriðjudag og miðvikudag en London fimmtudag.

Helgina þar á eftir fer ég einnig til Íslands og verð fram á fimmtudag sömuleiðis en klára á Íslandi þá síðasta MBA áfangan minn og vonandi útskrifast síðar í sumar.

Þann 16 júní er það svo Daft Punk tónleikar í Hyde Park.  Miðar á bæði Justin Timberlake og Damien Rice eru komnir í hús en báðir concertar verða sóttir í Danmörku helgina þar á eftir...þar á eftir tekur við róleg helgi en svo er það heimsókn til Jóa vinar míns í Boston sem ég hlakka mikið til.

Sumargleðin er því rétt að byrja og ferðalögin hrynja inn!

 

 


Ég fyrirlít rasisma!

Íslendingar eru fáranlega miklir rasistar.  Flestum finnst Íslendingar af einhverju leyti standa öðrum þjóðernum framar, sérstaklega löndum sem hafa verið frekar föst í fátækt og gengið illa (þróunarlöndin sem dæmi).

Það er mjög merkilegt af mörgum ástæðum. 

Svo ég reifi nú aðeins nokkrar, þá kom fyrsti landnámsmaðurinn til Íslands 874, Íslendingar eru því allir innflytjendur sjálfir en einangruðust vegna legu landsins. 

Það tók Ísland þúsund ár að verða 100.000.  Það var árið 1924/1925 sem við urðum 100.000, en það var á sama tíma að í fyrsta skiptið það voru fleiri steinhús á Íslandi en torfbæir!  Það er engin tilviljun að við urðum ekki fleiri fyrr en svona seint, óþrifnaður og fleira sem má tengja við fátækt og ólifnað má telja til sem ástæðu.  

Við bókstaflega komum úr moldarkofunum rétt fyrir miðja tuttugustu öldina!  Mjög fátítt var að fólk menntaði sig og samgöngur voru gríðarlega erfiðar en þjóðarframleiðsla landsins var rétt fyrir upphaf tuttugustu aldarinnar svipuð og í Congo í dag.  Ungbarnadauði var mun hærri en í Congo og krakkar um 13 ára aldur urðu full færir vinnumenn en flestir byrjuðu að vinna mun fyrr.

Krakkar byrjuðu að vinna ungir ekki því foreldrar voru vondir, heldur af því aukatekjurnar voru nauðsynlegar til að eiga ofan í sig og á.  Af hverju gagnrýnum við önnur lönd fyrir það sama?

 

mannfjöldi
 

Sér enginn vitfirringuna að við, af öllum þjóðum, sem erum svona nýupplýst og nýkomin inní siðmenninguna (bókstaflega) séu með svona attitude gagnvart útlendingum?

Ísland er Raufarhöfn alheimsins (eins og Ingjaldur Hannibalsson prófessor sagði eitt sinn við mig) og við eigum að taka öllum þjóðernum opnum örmum því af þeim getum við mikið lært!

torf fjoldi

Danmörk í júní

driceAllir hafa heyrt söguna um manninn sem dó í lestinni í New York og lá þar látinn í viku áður en hann var færður.  Sennilega hafa jafn margir heyrt söguna af ungu stelpunni sem var myrt fyrir framan blokk í París með fjölmarga íbúa úti glugga án þess nokkur gerði neitt.  Allir hugsuðu, það hlýtur einhver annar að gera eitthvað...en þar sem allir gerðu það gerði enginn neitt.  Stórborgar-mentalití í hnotskurn.  Maður er aldrei umkringdur jafn mikið af fólki en getur samt sem áður fundið fyrir einmannaleika sem verður varla toppaður.

Stórborgir þar sem milljónir manna búa á sama stað geta nefnilega verið alveg ótrúlega ópersónulegar.  Sem fæddur og uppalinn á Íslandi finnst mér þetta stórmerkilegt og tek þetta reglulega út með augnaráðskönnuninni.  Hún gengur sem sagt út á það að reyna ná augn-sambandi við einhverja, sérstaklega í underground-lestunum, og brosa þegar augnsambandi er náð.  Eitthvað sem Íslendingar upplifa mörgum sinnum á hverjum degi og allir sem búa í sveitahéruðum um alla Evrópu þekkja vel.

Í stórborgum er þessu ekki háttað svo.  Í dag fékk ég nokkrar útgáfur af svörum.  Ein sem leit upp og svo strax undan eins og ég væri einhver ógæfumaður.  Önnur sem hreinlega horfði á allt í kringum hausinn á mér en aldrei í augun og margir sem kíktu í augun og settu svo upp svip.  Þetta er alveg ótrúlega fyndið hvað fólk er passasamt að láta ekki ná tengingu við sig á þennan hátt.

Auðvitað er einhver ástæða fyrir því.  Það er allt í fólki hérna sem er langt frá því að vera eðlilegt.  Sakna þess samt að ganga framhjá fólki, ná augnsambandi og fá kannski smá bros.  Lítill og ómerkilegur hlutur sem örugglega enginn spáir í...en maðu saknar svo hér í London.

- - -

Í annað og mun skemmtilegra, ég keypti mér miða til Kaupmannahafnar í dag til að fara á tónleika Damien Rice með Erlu Dögg vinkonu minni.  Það verður farið út 23. júní og mikil tilhlökkun hérna megin.  Rólegir tónleikar örugglega en í topp félagsskap!  Ég var síðast í Danmörku 6 ára gamall og helsta minning er hræðslu gráturinn í draugahluta vaxmyndasafnsins!   Kaupmannahöfn á hins vegar að vera snilld svo ég hlakka mikið til.


Ungt fólk #2

YouthZone_chars_01Það hafa aldrei verið fleiri leiðir fyrir ungt fólk til að vera í sambandi við hvert annað.  Unga fólkið er bókstaflega alltaf í sambandi við vini sína.  Rannsóknir MTV hafa sýnt að því líður eins og það hafi verið yfirgefið (e. Withdrawal syndrome) ef það fær ekki textaskilaboð á að minnsta kosti tveggja klukkustunda fresti.  Þetta er áhugavert því fleiri rannsóknir hafa sýnt fram á að ungu fólki í dag hefur aldrei fundist það eins úr tengslum við samfélagið og nú.  IPodar og farsímar hafa sem dæmi ýtt undir að það einangri sig (MTV, 2006:2).  Þrátt fyrir að vera múraðri en allar fyrri kynslóðir hafa rannsóknir MTV sýnt fram á að þeim hafi aldrei liðið verr. Í Bretlandi hefur einn af hverjum tíu sem tilheyra kynslóðinni einhvern tímann hugleitt að svipta sig lífi.  Hægt er að leiða líkur að því að þrýstingi samfélagsins sé um að kenna.  Þar sem allir eru svo vel stæðir verða allir að eiga alla flottustu munina.  Þættir eins og American Idol hafa enn fremur ýtt undir þá trú unga fólksins að allt sé hægt og auðvelt að gera allt (MTV, 2006:1).  


Unga fólkið í dag menntar sig sem aldrei fyrr og aldrei hefur nokkur kynslóð ferðast jafn oft og víða um heiminn.  Nú er það bekkjarfélaginn sem er með hæstu einkunnirnar sem er mesti töffarinn, ekki aðalvillingurinn líkt og fyrir rúmum áratug.  Rannsóknir Nike og Pepsi hafa einnig sýnt fram á það að það ber ekki virðingu fyrir fullkomnun.  Fullkomnun er ekki til í þess augum og lítur það því frekar upp til fólks sem hefur auðsýnilega einhverja galla.  Fyrirmyndir þeirra eru ekki opinberar persónur eða stjórnmálamenn heldur fræga fólkið sem fjölmiðlar hafa búið til og halda áberandi.  Stjörnur sem hafa mikið þurft að hafa fyrir því að ná þeim árangri sem þær hafa náð eru þær sem mest er litið upp til.  Það skiptir unga fólkið einnig miklu máli að stjörnurnar gefi af sér og láti sig málefni heimsins varða.  Oprah og Angelina Joile eru góð dæmi um þetta þar sem þær hafa beitt sér fyrir málefnum þriðja heimsins og njóta ómældrar virðingar hjá kynslóðinni fyrir vikið. 


Speki

 darwin

 “You need a detailed script to improvise”

Ingrid Begman Swedish film director (Service Leadership, Svafa p:221)

“It is not the strongest of the species that survive, nor the most intelligent, but the one most responsive to change.” 

Charles Darwin Radio Ink bls 26 7. feb 2006


 

 

World Class í Rússlandi

Þegar ég var að ferðast um Rússland í fyrra sá ég logo fyrir líkamsræktarstöð sem var mjög kunnuglegt.

PICT0428

ADMAP: Svörun við netauglýsingum

2007-05-16T205638Z_01_NOOTR_RTRIDSP_2_TECH-MEDIA-GOOGLE-SEX-DCÞað er verulega áhugaverð grein í nýjasta ADMAP (How users respond to Internet advertising) um það hvernig við bregðumst við net auglýsingum (bannerum).  Ef þú sérð banner auglýsingu sem þig langar að bregðast við hvað gerir þú?  Flestir myndu strax svara því til að þeir myndu smella á bannerinn en rannsóknir sýna að flestir eru ekki að gera það.

 

59% - fara á leitarvél og leita uppí vöru/þjónustu

29% - fara beint inná vefsvæði fyrirtækisins

26% - smella á bannerinn.

 

Mér þykja þetta áhugaverðar niðurstöður.  Ef netherferð er sett af stað (banner) verður í rauninni líka að verja miklum fjármunum í leitarvélar til að grípa þá viðskiptavini sem sjá auglýsinguna þegar þeir bregðast við henni.  Þannig þarf að borga tvisvar fyrir sama kúnnann, einu sinni fyrir bannerinn og einu sinni fyrir leitarvélina.  Fjöldi smella á bannerinn gefa þannig verri mynd af árangri auglýsingarinnar en raunin er .

 

Til að bæta gráu ofan á svart hefur fólk einnig tilhneigingu til að leita að mjög almennum orðum þegar farið er inná leitarvél eftir að hafa séð banner auglýsingu.  T.d. leitað að “MP3 spilurum” þegar auglýsing fyrir nýja Creative MP3 spilarann verður fyrir skynfærum viðskiptavinar.


Heimurinn batnandi fer

piesmallÉg er mikill skoðanabróðir Björn Lomborgs.

Hann er tölfræðingur sem fór að skoða bestu fáanlegar tölur um stöðu heimsins og komst að því að heimurinn batnandi fer...öfugt við það sem má halda af umræðunni

T.d. færir hann rök fyrir því að í stíðinu við Global Warming sé resource-um heimsins virkilega illa varið.

Sjá video:

http://www.hoover.org/publications/uk/2996211.html


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband