Færsluflokkur: Utanríkismál/alþjóðamál

Haíti fær styrki útaf markaðssamskiptunum.

Það hefur ekkert að gera með mannfallið, börnin sem eru illa farin né fólkið sem var jarðað lifandi hversu mikið hefur safnast fyrir Haíti.  Álíka atburðir hafa verið að gerast og gerst víða undanfarin ár án þess að vesturlönd hafi verið að leggja eitthvað eða mikið af mörkum. 

Munurinn? Gríðarlega mikil umfjöllun í fjölmiðlum, m.ö.o. markaðssamskipti!  Í USA söfnuðust $560 milljónir dollara á 17 dögum!

Samt mega góðgerðasamtök yfirleitt auglýsa mjög takmarkað!  Þetta er staðan þrátt fyrir að hver króna fjárfest í markaðssamskipti getur skilað margföldum styrkjum.  Í US er talað um að um 2% af GDP fari í góðgerðarmál.  Ef þessi tala myndi aukast í t.d. 3%?

David Ogilvy sagði eitt sinn "try launching a new brand of detergent with a war chest of less than $10,000,000."  Staðreyndin er sú að þau verkefni sem ná í gegn eru þau sem fá mikið af styrkjum.  Ef ekki skapast svona "moment" fyrir góðgerðarmál eins og Haíti verður að beita öðrum leiðum í verkfærakistu markaðsmanna! 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband