Færsluflokkur: Sigur í samkeppni

Bill Crosby um markaðsfærslu

 

,,I don't know the key to success but the key to failure is trying to please everyone"

 

// Bill Crosby


Hvaða fyrirtæki kom með fyrsta videotækið? En PC tölvuna?

Þegar fólk er spurt hvaða fyrirtæki kom með fyrsta videotækið eða tölvuna segja flestir Sony eða JVC í tilfelli videotækja.  Flestir segja hins vegar IBM í tilfelli einkatölvunnar.

Það var hins vegar fyrirtækið Ampex sem kom með fyrsta videotækið og MITS (Micro Instrumentation and Telemetry Systems) sem kom með tölvuna.

Að vera fyrstur með nýja hugmynd þarf því ekki að vera mikils virði ef fyrirtækin sem eiga hugmyndirnar geta ekki komið þeim almennilega á markað.  

Markaðsstjórarnir gegna þar lykil hlutverki - markaðsstefnan þarf að virka.  STP og rétt blanda af P-unum fjórum.  


Johnnie Walker - Sögur vörumerkja

Ég hef áður bloggað um mikilvægi þess að pakka vörumerkjum inn í sögur.  Ef markaðsstjórar ætla ná árangri þurfa þeir nefnilega að höfða bæði til hjartans og heilans.

Vert markaðsstofa birti þetta myndband á blogginu sínu nýlega en ég má til með að dreifa því hér líka.  Johnnie Walker hefur í þessu myndbandi komið sögu fyrirtækisins á framfæri á mjög áhugaverðan og skemmtilegan hátt.



Peter Drucker og Frederick Webster um hvað við Markaðsstjórarnir eigum að vera gera

img_15.gif
Markaðsstjórar á Íslandi eru mjög uppteknir af einu ,,P-i" = Promotion.  Þeir gleyma því hins vegar að á undan P-unum kemur markaðsstefnan  STP (Segmentation, Targeting, Positioning). Þar á eftir koma 4 P, en ekki aðeins 1 (promotion).  P-in eru Price, Place, Product, Promotion.  Promotional P-ið gerir lítið gagn ef STP og hin P-in eru ekki rétt stillt.
 
Ég held mikið uppá þessar tilvitnanir í Webster og Drucker: 
 
Frederick E. Webster:
,, At the corporate level, marketing managers have a critical role to play as advocates for the customers and for a set of values and beliefs that put the customers first in the firm's decision making, and to communicate the value proposition as part of that culture throughout the organization, both internally and in its multiple relationships and alliances" 
 
 
Peter F . Drucker:
,,Marketing is so basic that it cannot be considered a separate function (i.e. a separate skill or work) within the business, on par with other such manufacturing or personnel.  Marketing requires separate work and a distinct group of activities.  But it is, first, a central dimension of the entire business.  It is the whole business seen from the point of view of its final result, that is, from the customer’s point of view”.



Fyrirtæki græða mikið á að byggja upp sterk vörumerki!

Fyrirtæki hafa mikinn ábata af því að byggja upp vörumerkin sín svo þau verði sterk.  Rannsóknum ber saman um að helstu ábatar fyrirtækja af sterkum vörumerkjum séu: 

  • Fólk telur vörur betri frá slíkum fyrirtækjum
  • Tryggð viðskiptavina við vörumerkin verða meiri 
  • Ekki eins mikil áhrif þegar krísur skella á eða gagnvart nýjum útspilum samkeppninnar
  • Hærri framlegð
  • Meiri áhrif á sölu þegar verð er lækkað, minni þegar verð er hækkað
  • Meiri áhugi hjá fyrirtækjum eða stofunum á samstarfi eða að aðstoða
  • Fólk tekur frekar eftir auglýsingum og öðrum markaðssamskiptum frá þeim
 
Það er því til mikils að vinna fyrir fyrirtæki sem móta markaðsstefnu sem staðsetur það á einstakan og jafnframt viðeigandi hátt fyrir markhópinn.

 

 

 


Vörumerki geta látið samlokuna smakkast betur!

untitled10_1007828.png

Google spáir í fasteigna- og bílasölu / námskeið í Markaðssetningu á netinu

Google byrjaði fyrir ári að spá fyrir um fasteigna og bílasölu með leitargögnunum sínum.  Þeir komust að því að leitum fjölgaði þegar sala á bílum almennt jókst.  Leitunum fyrst en stuttu síðar sölum.

Google er á því að þetta sé mun betri leið til að spá fyrir um sölu í framtíðinni en hefðbundnar söluspár sem horfa eingöngu á eldri fyrirliggjandi gögn!

- - -

Skráning á heilsdags námskeiðið okkar þann 19. júlí í Markaðssetningu á netinu gengur vel.  Tækifærin á netinu eru geysilega mikil og geta öll fyrirtæki náð árangir með auglýsingum þar.  Ennþá eru sæti laus - hér eru allar upplýsingar.


Það skiptir meira máli hvernig við segjum hlutina en hvað við segjum!

Í sjónvarpskappræðum Nixons og Kennedy varð það ljóst að hvernig við segjum hlutina, skiptir meira máli en hvað við segjum.  Kjósendur sem hlustuðu á kappræðurnar þeirra 1960 í útvarpi fannst Nixon vera með bestu rökin.  Þeir sem horfðu á þær í sjónvarpinu sögðu hins vegar í könnunum að Kennedy væri með þau.

Þetta árið, var það sjónvarpið sem réð úrslitunum!

Markaðsfólk þarf að hafa þetta í huga.  Að höfða til tilfinninga skiptir miklu máli í markaðsstarfi - þar sem umgjörðin og tónninn í skipaboðum getur skipt meira máli en skipaboðin sjálf!

 

AdMap Júní 2010 


Ný íslensk könnun - hvaða samskiptamiðlum treysta Íslendingar?

 

untitled17.png

 Sjá nánar á http://mmr.is/frettir/birtar-nieurstoeeur/142-orespor-skiptir-auglysendur-mestu-mali 

 

 


Skipta nöfn máli við sigur í samkeppni?

Í einni rannsókn var fólki sýndar myndir af tveimur stúlkum og í framhaldi spurt hvor stúlkan væri fallegri.  Nöfn stúlknanna voru ekki gefin upp.

50% sögðu að stúlkan á mynd A væri fallegust, og 50% að stúlkan á mynd B væri það.

Þegar fólk var hins vegar spurt með nöfnum stúlknanna á myndunum breyttust svörin.  Önnur hét Kristín en hin Geirþrúður.  Nú sögðu 80% að stúlkan á Mynd A (Kristín) væri fallegust, en aðeins 20% að stúlkan á Mynd B væri fallegust (Geirþrúður).

Svo það er ljóst að nöfn geta haft mikil áhrif! 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband