Hvaða fyrirtæki kom með fyrsta videotækið? En PC tölvuna?

Þegar fólk er spurt hvaða fyrirtæki kom með fyrsta videotækið eða tölvuna segja flestir Sony eða JVC í tilfelli videotækja.  Flestir segja hins vegar IBM í tilfelli einkatölvunnar.

Það var hins vegar fyrirtækið Ampex sem kom með fyrsta videotækið og MITS (Micro Instrumentation and Telemetry Systems) sem kom með tölvuna.

Að vera fyrstur með nýja hugmynd þarf því ekki að vera mikils virði ef fyrirtækin sem eiga hugmyndirnar geta ekki komið þeim almennilega á markað.  

Markaðsstjórarnir gegna þar lykil hlutverki - markaðsstefnan þarf að virka.  STP og rétt blanda af P-unum fjórum.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arnór Bogason

Ampex réði ríkjum í útsendingarbransanum í aldarfjórðung svo þótt hinn almenni neytandi kannist ekki við merkið þarf það ekki að þýða að það hafi ekki notið velgengni.

Svo er það líklega örlítil alhæfing að segja að MITS hafi komið með fyrstu tölvuna. Það var kannski fyrsta heimilistölvan en áður höfðu tölvur vissulega verið notaðar í fyrirtækjaumhverfi.

Arnór Bogason, 23.7.2010 kl. 22:07

2 Smámynd: MARKAÐSSETNING Á NETINU

Sælir og takk fyrir commentið.

Réttmæt gagnrýni þar sem ég hefði sennilega geta verið skýrari.

Átti við einkatölvuna/heimilistölvuna í tilfelli MITS.

Einnig átti ég við að Ampex tókst ekki (þrátt fyrir að vera fyrstir) til að ná fótfestu með videotæki.

gg

MARKAÐSSETNING Á NETINU, 26.7.2010 kl. 14:12

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband