Færsluflokkur: Vísindi og fræði

Nova Scotia, Frelsið og John Maynard Keynes

Ég lærði hagfræði í Wolfville Nova Scotia, háskólinn heitir Acadia University http://www.acadiau.ca. Þar skipti ég um deild eftir fyrstu önn, fór úr viðskiptafræði í hagfræði.  Það var eiginlega þessi spurning, af hverju sum lönd eru rík en önnur fátæk sem vakti áhuga minn á hagfræðinni.  Síðan þá hef ég verið alveg heillaður af þriðja heims löndum og ferðast víða í Asíu og Afríku.  

Hagfræðin kenndi mér einnig hvað frelsið er mikilvægt, einkaframtakið skilar alltaf betri niðurstöðu en ríkisafskipti.  Nú talar fólk illa um hugmyndafræði frelsisins vegna bankahrunsins en þá er yfirleitt verið að hengja bakara fyrir smið.  Svo frelsið virki, þarf að vera lítið reglugerðarverk en öflugt. Þ.e.a.s. fáar reglur en þær sem eru þurfa að lúta miklu eftirliti svo ekki sé hægt að misnota frelsið.  Ísland féll á þessu síðarnefnda.

Ég sannfærðist um að Milton Friedman hafi haft rétt fyrir sér en John Maynard Keynes ekki.

John Maynard Keynes á hins vegar margar fleygar setningar sem hann lét flakka á ferlinum sínum.

Hér eru tvær sem ég held mikið uppá. 

,,It is better to be roughly right than precisely wrong."

Einu sinni var hann gagnrýndur fyrir að skipta um skoðun, þá sagði hann:

,,Þegar ég kemst yfir nýjar upplýsingar sem breyta afstöðu minni skipti ég um skoðun, hvað gerir þú?" 

 

Svo má ég einnig til með að mæla með Taste of Nova Scotia dögum á Grand Hótel um helgina.  Þar er hægt að fá risa humar frá Nova Scotia og vín frá héraðinu.  Þetta eru himneskar veitingar sem ég hvet alla til að prófa! 


Skipta nöfn máli við sigur í samkeppni?

Í einni rannsókn var fólki sýndar myndir af tveimur stúlkum og í framhaldi spurt hvor stúlkan væri fallegri.  Nöfn stúlknanna voru ekki gefin upp.

50% sögðu að stúlkan á mynd A væri fallegust, og 50% að stúlkan á mynd B væri það.

Þegar fólk var hins vegar spurt með nöfnum stúlknanna á myndunum breyttust svörin.  Önnur hét Kristín en hin Geirþrúður.  Nú sögðu 80% að stúlkan á Mynd A (Kristín) væri fallegust, en aðeins 20% að stúlkan á Mynd B væri fallegust (Geirþrúður).

Svo það er ljóst að nöfn geta haft mikil áhrif! 


Fyrirlestur með Jonathan Taplin á vegum Hvíta húsins á föstudag

vintagetelevision.jpg

Ég var á áhugaverðum fyrirlestri hjá Jonathan Taplin á föstudag sem Hvíta húsið auglýsingastofa stóð fyrir.   Taplin fjallaði um þær miklu breytingar sem heimurinn stendur frammi fyrir vegna útbreiðslu netsins. 

Það var orð sem hann notaði til að lýsa ástandinu í dag, sem mér þótti verulega skemmtilegt.  Interregnum.  Orðið þýðir tímabilið á milli þess sem kóngurinn fellur og nýtt (gjörbreytt) stjórnarfar tekur við.  Kannski svolítið eins og við erum að upplifa á Íslandi í stjórnmálunum. Það eru breytingar sem bíða okkar...sem við gerum okkar enga grein fyrir hverjar verða.  

Taplin notaði orðið til að lýsa stöðu fyrirtækja.  Það væri bókstaflega allt í umhverfinu að umbyltast með þeim tækniframförum sem netið hefur gefið af sér.  Hættan hér væri hins vegar að stjórnendur átti sig oft ekki á þeirri byltingu sem er handan við hornið.  Þeir halda að umhverfið þróist línulega, en gera sér illa grein fyrir þeim sóknarfærum fyrir nýja aðila að koma inn á markað vopnaða nýrri tækni.

Taplin gaf það í skyn að sjónvarpið væri að deyja sem miðill.  Því er ég ósammála og tölurnar líka.  Fólk í öllum aldurshópum er að horfa meira á sjónvarp. Líka yngsti hópurinn í hinum vestræna heimi.  Það sem er hins vegar að breytast er að fólk er að horfa á fleiri stöðvar svo áhorfið á hvern þátt er alltaf að minnka, en heildaráhorfið á sjónvarp er að aukast.  En Taplin hafði hins vegar rétt fyrir sér með að öllu sjónvarpsefni verði dreift um IP í náinni framtíð

Jákvæð þróun fyrir markaðsfólk því sjónvarpsauglýsingar hafa t.a.m. orðið margfalt ódýrari en flókið fyrir miðlana því hver miðill fær sífellt minna áhorf.

Fyrir almenning er þetta auðvitað frábært...meira úrval af afþreyingu en nokkurn tímann fyrr.  Sérstaklega fyrir þjóð eins og okkar sem vorum aldrei með sjónvarp á fimmtudögum og svo fór RÚV alltaf í frí í júlí!

 


Markaðsfólk - Tilfinningar eru málið!

 

Fyrirtæki sem vilja ná árangri með vörumerkin sín þurfa að höfðatil tilfinninga.  Eiginleikar vara er of takmarkandi aðgreining.  Meðþví að kynna eingöngu áþreifanlega eiginleika getur samkeppnin svo auðveldlegaafritað þá og boðið það sama.  Samkeppnisstaðan verður þannig að engu. 

 

Rannsóknir hafa ennfremur sýnt að tilfinningar ráða yfirleitt förvið ákvarðanatöku fólks. 

 

Eiginleikar eru alltaf að þróast, sem gerir það erfitt fyrirfyrirtæki að hengja sig á þá.  Nike hefur t.d. þróað skó allt frá AirJordan yfir í Nike+.  Ef fyrirtæki setti allt sitt á áþreifanlegaeiginleika skóna í hvert skipti, myndi Nike missa sérstöðu um leið ogsamkeppnin færi að bjóða skó með sömu eiginleikum.  Leiðarljós Nike erþví Authentic Athletic Performance en sú setning á að endurspeglast íöllu þeirra starfi.   

 

Slagorð í nýrri herferð Hilton hótelanna höfðar til fólks á þennanhátt: ,,Travel should be more than just A to B. Travel Should Take YouPlaces™" Að gista á hótelunum þeirra er ekki kynnt sem ,,besta rúmið"eða ,,stærsta baðið" ... heldur er höfðað til þeirra tilfinninga semtengjast ferðalögum. 

 

Einn markaðsmaður setti þetta í samhengi við cover hljómsveit ogsvo upprunalega bandið.  Fólk er tilbúið að borga margfalt hærra verðfyrir að heyra hljómsveitina sem samdi lögin spila þau.  Þegar coverbandið spilar, sem er jafnvel betur spilandi og með stórbrotna sviðsframkomu,er fólk ekki að fá það sama.  Sú tilfinning að sjá U2 á móti U2 coverbandi er bara ekki það sama. 

 

iPod er ennfremur ekki besti MP3 spilarinn á markaðinum.  Þaðeru til spilarar með meira minni, lengri batterí líftíma o.s.frv.  Enallir vilja samt iPod frá Apple...og ástæðan er auðvitað góð vara en ekki síðursú skilaboð sem við segjum heiminum með því að eiga iPod frá Apple.  Appleaðgreinir sig með hönnun og þeim lífsstíl sem vörurnar þeirra endurspegla ,,Creative machines for creative people" 

 

Það er hollt að horfa á þarfa pýramída Maslows hvað aðgreiningunavarðar.  Það borgar sig nefnilega að reyna staðsetja vöruna svo húnuppfylli þarfir sem efst í pýramídanum. Charles Revson hjá Revlon orðaði þaðvel þegar hann sagði:  ,,In our factory we make cosmetics. In the store wesell hope."

 

 
 
maslow
 

Þróun á net-noktun í UK


Sigur í samkeppni

  

4545-4001-175x247

Ég var nýlega að lesa aftur bókina Sigur í samkeppni eftir Boga Þór Siguroddsson.  Virkilega góður inngangur að markaðsfræðunum.  Eins og við tölum um í bókinni okkar Markaðssetning á netinu hefur í raun ekkert breyst með tilkomu netsins hvað varðar grunn þætti faglegs markaðsstarfs.  

Við þurfum að vita hvað viðskiptavinir okkar vilja, uppfylla þær þarfir og gera það á stöðugan hátt. 

Grunn kenningar eins og STP (Segmentation, Targeting, Promotion) og 4P (Price, Place, Product, Promotion) eiga enn alveg eins við í dag og áður en netið hefur haft áhrif á 4P-in (og reyndar einnig möguleika okkar í markaðshlutun með STP),  en ekki drepið nein P né STP.  

Í raun má fullyrða að án þess að huga að þessum grunn þáttum endi markaðsfólk á villigötum - en ég hugsa að fleiri vinni eftir STP og 4P á einn eða annan hátt án þess að kannski gera sér grein fyrir því.  Í öllum tilfellum má hins vegar ná meiri árangri með því að passa að öllum þáttum sé sinnt vel.

Ég hvet alla sem eru áhugasamir um fræðin, og hafa ekki lesið hana, að næla sér í eintak.  Það er ennþá hægt að fá hana í Eymundsson ofl. stöðum, en bókasöfnin eiga hana öll. 

 

 

 


Leitarvélarnar eru að skila íslenskum fyrirtækjum marga milljarða á ári!

Grein eftir mig úr Viðskiptablaði Morgunblaðsins á fimmtudaginn síðasta

Íslendingar byrja á því að googla þegar þeir leitaað upplýsingum um vöru og þjónustu.  Íbókinni Markaðssetning á netinu er nýleg könnun sem sýnir að 66% af íslendingum(óháð aldri) fara fyrst á leitarvélarnar við upplýsingaleitina, 55% beint áheimasíður fyrirtækja en hefðbundnari leiðir koma svo töluvert neðar.  Samkvæmt rannsóknum Nielsen treysta svo 70%af net notendum ráðum frá ókunnugum á netinu. En það sem þetta ókunnuga fólk erað segja er oft að birtast ofarlega í leitarniðurstöðum.  Það er því ljóst að mjög margir mynda sérsína fyrstu skoðun á fyrirtækjum með því að googla.  En þá er það spurningin hvað kemur upp ef leitaðer eftir vöruflokknum sem þitt fyrirtæki starfar í?  Er það fyrsta sem kemur upp kannski blogg fráeinhverjum út í bæ sem endurspeglar þjónustu fyrirtækisins illa?  Eða kemur fyrirtækið þitt kannski ekkert upp,en samkeppnin gerir það?

Það eru mikil tækifæri á leitarvélunum fyriríslensk fyrirtæki.  Þrátt fyrir nálægðinaá íslenska markaðinum eru leitarvélarnar á netinu ekkert síður mikilvægar héren erlendis eins og tölurnar að ofan sína. Mjög fá íslensk fyrirtæki eru hins vegar að spá í hversu sýnileg þau eruen þær geta haft mikil áhrif á kaupákvörðun viðskiptavina. Ef fyrirtæki horfasvo út fyrir landsteinana er markaðurinn á netinu 1,7 milljarður manna og allirfrá ríkari hluta heimsins.  Ótrúlegustulausnir geta því fundið markað á netinu sem væri ómögulegt annars.  Inga María, bókasafnsfræðingur á Ísafirði erbesta dæmið.  Hún er með vefsíðuna www.dressupgames.com sem er tenglasíða ádúkkulísuleiki á netinu.  Hún færi hátt í10 milljónir heimsókna á mánuði frá fólki út um allan heim, flesta í gegnumGoogle.  Henni hefur tekist að verðamiðstöð dúkkulísuleikja á netinu.  Meðþví að birta auglýsingar á síðunni frá Google AdWords hefur hún miklar tekjuren í fyrra er áætlað að hún hafi borgað skatta af nærri 100 milljónum króna.  Það myndi lítið þýða að opna dúkkulísuversluneða starfssemi í Kringlunni eða á Laugarveginum, en á netinu, með nálægð viðallan heiminn, er markhópur síðunnar fleiri milljón dúkkulísuunnenda út umallan heim. 

Leitarvélarnar eru ekki eins flóknar og oftvirðist vera.  Í stuttu máli eru þærstöðugt að senda út svokallaðar kóngulær sem vafra á milli vefsíðna og safnagögnum, flokka og setja í gagnagrunn.  Þettaer svo þær geti metið sem best hvort þín vefsíða hafi að geyma besta svarið viðákveðnum leitarfyrirspurnum fólks.  Þaðer ekki hægt að leika á leitarvélarnar en það er hægt að hjálpa þeim að skiljaefnið sem er á vef fyrirtækisins. Fyrst þarf að passa að leitarvélarnar séu að skrásetja(e. Index) allar síður vefs fyrirtækisins. Leitarvélarnar sjá nefnilega enga forsíðu á vefjum, allar síður eruskrásettar stakar.  Ef leitarvélarnar eruað finna allar síður vefsins eru næstu skref tvö.  Fyrst þarf að passa að allur texti sé ásíðunni sjálfri (ekki fastur í myndum) og passa að hafa leitarorðin sem þú viltfinnast undir (t.d. ,,Markaðssetning á netinu“) í m.a.:

·        Titli síðunnar
 Í META skýringartexta hverrar síðu
 Í texta á vefnum sjálfum
 Í fyrirsögnum á texta á síðum
Í skýringartexta (alt tag) viðmyndir á síðu
Í nafni vefslóðar

Þegar búið er að huga að innri þáttunum þarfað huga að þeim ytri.  Sá þáttur snýst umtengla inn á vef fyrirtækisins.  Þvífleiri tenglar sem eru inn á vef fyrirtækisins því meira vægi gefaleitarvélarnar vefnum.  Rök leitarvélannaeru að því fleiri sem benda á síðuna þína, því betri hlýtur hún að vera.  Það er hins vegar ekki nóg að hafa baratengil, heldur verður textinn í tenglinum að geyma leitarorðin sem fyrirtækiðvill finnast undir.  Ef ,,markaðssetningá netinu“ eru leitarorðin sem fyrirtækið vill finnast undir, þarf að passa aðþær síður sem eru með tengil yfir á síðu fyrirtækisins séu með textann,,markaðssetning á netinu“ í tenglinum (textanum sem smella þarf á).

Því ofar sem fyrirtæki er því betra þar semflestir smella á efstu þrjár leitarniðurstöðurnar. Á Íslandi eru hins vegarflest leitarorð galopin og því mikið tækifæri fyrir fyrirtæki að ná stöðustrax, áður en markaðsfólk vaknar og slagurinn um leitarorðin á Íslandi verðurharðari.  Hér er því mjög ódýr leið fyriríslensk fyrirtæki að sækja nýja viðskiptavini!

Guðmundur Arnar Guðmundsson, Markaðsstjóri


Ímark, Sjóvá og Kári Stefáns - stundum er best að þegja!

Á hádegisverðarfundi Ímark í dag sagði Sigurjón Markaðsstjóri Sjóvá skemmtilega litla dæmisögu sem er myndlíking fyrir það að stundum er best að þegja þegar fyrirtæki eru í krísu.

Sagan var á þann veg að lítill fugl var að fljúga frá Íslandi eitthvað austur yfir hafið í átt að meiri hlýju.  Fuglinn verður svo fyrir því óláni að hann flýgur beint í kúamykju.  Þar var hlýtt og fuglinum leið vel...en hann var fastur og byrjaði að tísta.  Þá kom örn og át fuglinn.  Af sögunni getum við dregið þann lærdóm að stundum, þegar við erum yfir haus í skít, er best að þegja!

Kári Stefánsson sagði svipaða sögu í Morgunblaðinu fyrr á árinu sem mér þótti frábær:

,,Einu sinni var guðsmaður á gangi úti í skógi að vetrarlagi.  Hann rakst á lítinn fugl sem lá á jörðinni, helkaldur og í þann veginn að deyja.  Hjartahlýja, sem er atvinnusjúkdómur guðsmanna hrjáði þennan ágæta mann að því marki að hann tók fuglinn upp til þess að reyna bjarga honum.  Hann leit í kringum sig og sá kúamykju sem var svo nýfallin að það rauk enn úr henni.  Guðsmaðurinn setti fuglinn ofan í mykjuna og hann vaknaði og fór að syngja.   En fuglinn var svo óheppinn að rétt hjá var refur sem heyrði sönginn, rauk til og át hann.  

Það má draga af sögu þessari þrenns konar lærdóm

#1 Sá sem setur þig ofan í skítinn er ekki endilega óvinur þinn

#2 Sá sem tekur þig upp úr honum er ekki endilega vinur þinn

#3 Þegar maður er ofan í skítnum, upp að eyrum, á maður ekki að syngja." 


Mark Twain - um hvernig við náum yfirburðum

Excelence can be obtained if you
...care more than other think is wise
...risk more than other think is safe
...dream more than others think is practical
...expect more than others think is possible

Glærur frá morgunverðarfundi Skýrr um markaðssetningu á netinu

Samfélagsmiðlar: Mesta bylting sem orðið hefur í markaðsmálum og menningu fyrirtækja fyrr og síðar  Andrés Jónsson, framkvæmdastjóri Góðra samskipta 
http://skyrr.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=c0b2c9cb-85cd-482e-ac8b-96c188b0d3c4

Virkjun krafta almennings við markaðssetningu Guðmundur Ragnar Einarsson, ráðgjafi í vefmarkaðssetningu hjá Skapalóni
http://skyrr.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=f63e28b9-4bb3-4e42-bb62-9a30eb65235c

Social Marketing á tímum náttúruhamfara Kjartan Sverrisson, eMarketing Manager hjá Icelandair
http://skyrr.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=3437c4f1-469f-4e6f-ae08-3394da53fbda
 
Auglýsingar á netinu: Hvað einkennir auglýsingaborða sem virka? Lee Roy Tipton, þróunarstjóri nýmiðlunar hjá Hvíta húsinu
http://skyrr.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=5ea8b4ed-704d-4f66-8e82-fb08cbe12fe7

Umhverfi vefjarins: Frá vefstjóra til notenda Óli Freyr Kristjánsson, ráðgjafi hjá Skýrr
http://skyrr.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=5506d08a-a440-41a1-8b5a-8e2d9a842542

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband