Fyrirlestur með Jonathan Taplin á vegum Hvíta húsins á föstudag

vintagetelevision.jpg

Ég var á áhugaverðum fyrirlestri hjá Jonathan Taplin á föstudag sem Hvíta húsið auglýsingastofa stóð fyrir.   Taplin fjallaði um þær miklu breytingar sem heimurinn stendur frammi fyrir vegna útbreiðslu netsins. 

Það var orð sem hann notaði til að lýsa ástandinu í dag, sem mér þótti verulega skemmtilegt.  Interregnum.  Orðið þýðir tímabilið á milli þess sem kóngurinn fellur og nýtt (gjörbreytt) stjórnarfar tekur við.  Kannski svolítið eins og við erum að upplifa á Íslandi í stjórnmálunum. Það eru breytingar sem bíða okkar...sem við gerum okkar enga grein fyrir hverjar verða.  

Taplin notaði orðið til að lýsa stöðu fyrirtækja.  Það væri bókstaflega allt í umhverfinu að umbyltast með þeim tækniframförum sem netið hefur gefið af sér.  Hættan hér væri hins vegar að stjórnendur átti sig oft ekki á þeirri byltingu sem er handan við hornið.  Þeir halda að umhverfið þróist línulega, en gera sér illa grein fyrir þeim sóknarfærum fyrir nýja aðila að koma inn á markað vopnaða nýrri tækni.

Taplin gaf það í skyn að sjónvarpið væri að deyja sem miðill.  Því er ég ósammála og tölurnar líka.  Fólk í öllum aldurshópum er að horfa meira á sjónvarp. Líka yngsti hópurinn í hinum vestræna heimi.  Það sem er hins vegar að breytast er að fólk er að horfa á fleiri stöðvar svo áhorfið á hvern þátt er alltaf að minnka, en heildaráhorfið á sjónvarp er að aukast.  En Taplin hafði hins vegar rétt fyrir sér með að öllu sjónvarpsefni verði dreift um IP í náinni framtíð

Jákvæð þróun fyrir markaðsfólk því sjónvarpsauglýsingar hafa t.a.m. orðið margfalt ódýrari en flókið fyrir miðlana því hver miðill fær sífellt minna áhorf.

Fyrir almenning er þetta auðvitað frábært...meira úrval af afþreyingu en nokkurn tímann fyrr.  Sérstaklega fyrir þjóð eins og okkar sem vorum aldrei með sjónvarp á fimmtudögum og svo fór RÚV alltaf í frí í júlí!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband