Nova Scotia, Frelsið og John Maynard Keynes

Ég lærði hagfræði í Wolfville Nova Scotia, háskólinn heitir Acadia University http://www.acadiau.ca. Þar skipti ég um deild eftir fyrstu önn, fór úr viðskiptafræði í hagfræði.  Það var eiginlega þessi spurning, af hverju sum lönd eru rík en önnur fátæk sem vakti áhuga minn á hagfræðinni.  Síðan þá hef ég verið alveg heillaður af þriðja heims löndum og ferðast víða í Asíu og Afríku.  

Hagfræðin kenndi mér einnig hvað frelsið er mikilvægt, einkaframtakið skilar alltaf betri niðurstöðu en ríkisafskipti.  Nú talar fólk illa um hugmyndafræði frelsisins vegna bankahrunsins en þá er yfirleitt verið að hengja bakara fyrir smið.  Svo frelsið virki, þarf að vera lítið reglugerðarverk en öflugt. Þ.e.a.s. fáar reglur en þær sem eru þurfa að lúta miklu eftirliti svo ekki sé hægt að misnota frelsið.  Ísland féll á þessu síðarnefnda.

Ég sannfærðist um að Milton Friedman hafi haft rétt fyrir sér en John Maynard Keynes ekki.

John Maynard Keynes á hins vegar margar fleygar setningar sem hann lét flakka á ferlinum sínum.

Hér eru tvær sem ég held mikið uppá. 

,,It is better to be roughly right than precisely wrong."

Einu sinni var hann gagnrýndur fyrir að skipta um skoðun, þá sagði hann:

,,Þegar ég kemst yfir nýjar upplýsingar sem breyta afstöðu minni skipti ég um skoðun, hvað gerir þú?" 

 

Svo má ég einnig til með að mæla með Taste of Nova Scotia dögum á Grand Hótel um helgina.  Þar er hægt að fá risa humar frá Nova Scotia og vín frá héraðinu.  Þetta eru himneskar veitingar sem ég hvet alla til að prófa! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Gott morgunblogg. Með svona byrjun, verður dagurinn örugglega góður. Takk!

Sigurður Þorsteinsson, 11.6.2010 kl. 09:01

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband