Leitarvélarnar eru að skila íslenskum fyrirtækjum marga milljarða á ári!

Grein eftir mig úr Viðskiptablaði Morgunblaðsins á fimmtudaginn síðasta

Íslendingar byrja á því að googla þegar þeir leitaað upplýsingum um vöru og þjónustu.  Íbókinni Markaðssetning á netinu er nýleg könnun sem sýnir að 66% af íslendingum(óháð aldri) fara fyrst á leitarvélarnar við upplýsingaleitina, 55% beint áheimasíður fyrirtækja en hefðbundnari leiðir koma svo töluvert neðar.  Samkvæmt rannsóknum Nielsen treysta svo 70%af net notendum ráðum frá ókunnugum á netinu. En það sem þetta ókunnuga fólk erað segja er oft að birtast ofarlega í leitarniðurstöðum.  Það er því ljóst að mjög margir mynda sérsína fyrstu skoðun á fyrirtækjum með því að googla.  En þá er það spurningin hvað kemur upp ef leitaðer eftir vöruflokknum sem þitt fyrirtæki starfar í?  Er það fyrsta sem kemur upp kannski blogg fráeinhverjum út í bæ sem endurspeglar þjónustu fyrirtækisins illa?  Eða kemur fyrirtækið þitt kannski ekkert upp,en samkeppnin gerir það?

Það eru mikil tækifæri á leitarvélunum fyriríslensk fyrirtæki.  Þrátt fyrir nálægðinaá íslenska markaðinum eru leitarvélarnar á netinu ekkert síður mikilvægar héren erlendis eins og tölurnar að ofan sína. Mjög fá íslensk fyrirtæki eru hins vegar að spá í hversu sýnileg þau eruen þær geta haft mikil áhrif á kaupákvörðun viðskiptavina. Ef fyrirtæki horfasvo út fyrir landsteinana er markaðurinn á netinu 1,7 milljarður manna og allirfrá ríkari hluta heimsins.  Ótrúlegustulausnir geta því fundið markað á netinu sem væri ómögulegt annars.  Inga María, bókasafnsfræðingur á Ísafirði erbesta dæmið.  Hún er með vefsíðuna www.dressupgames.com sem er tenglasíða ádúkkulísuleiki á netinu.  Hún færi hátt í10 milljónir heimsókna á mánuði frá fólki út um allan heim, flesta í gegnumGoogle.  Henni hefur tekist að verðamiðstöð dúkkulísuleikja á netinu.  Meðþví að birta auglýsingar á síðunni frá Google AdWords hefur hún miklar tekjuren í fyrra er áætlað að hún hafi borgað skatta af nærri 100 milljónum króna.  Það myndi lítið þýða að opna dúkkulísuversluneða starfssemi í Kringlunni eða á Laugarveginum, en á netinu, með nálægð viðallan heiminn, er markhópur síðunnar fleiri milljón dúkkulísuunnenda út umallan heim. 

Leitarvélarnar eru ekki eins flóknar og oftvirðist vera.  Í stuttu máli eru þærstöðugt að senda út svokallaðar kóngulær sem vafra á milli vefsíðna og safnagögnum, flokka og setja í gagnagrunn.  Þettaer svo þær geti metið sem best hvort þín vefsíða hafi að geyma besta svarið viðákveðnum leitarfyrirspurnum fólks.  Þaðer ekki hægt að leika á leitarvélarnar en það er hægt að hjálpa þeim að skiljaefnið sem er á vef fyrirtækisins. Fyrst þarf að passa að leitarvélarnar séu að skrásetja(e. Index) allar síður vefs fyrirtækisins. Leitarvélarnar sjá nefnilega enga forsíðu á vefjum, allar síður eruskrásettar stakar.  Ef leitarvélarnar eruað finna allar síður vefsins eru næstu skref tvö.  Fyrst þarf að passa að allur texti sé ásíðunni sjálfri (ekki fastur í myndum) og passa að hafa leitarorðin sem þú viltfinnast undir (t.d. ,,Markaðssetning á netinu“) í m.a.:

·        Titli síðunnar
 Í META skýringartexta hverrar síðu
 Í texta á vefnum sjálfum
 Í fyrirsögnum á texta á síðum
Í skýringartexta (alt tag) viðmyndir á síðu
Í nafni vefslóðar

Þegar búið er að huga að innri þáttunum þarfað huga að þeim ytri.  Sá þáttur snýst umtengla inn á vef fyrirtækisins.  Þvífleiri tenglar sem eru inn á vef fyrirtækisins því meira vægi gefaleitarvélarnar vefnum.  Rök leitarvélannaeru að því fleiri sem benda á síðuna þína, því betri hlýtur hún að vera.  Það er hins vegar ekki nóg að hafa baratengil, heldur verður textinn í tenglinum að geyma leitarorðin sem fyrirtækiðvill finnast undir.  Ef ,,markaðssetningá netinu“ eru leitarorðin sem fyrirtækið vill finnast undir, þarf að passa aðþær síður sem eru með tengil yfir á síðu fyrirtækisins séu með textann,,markaðssetning á netinu“ í tenglinum (textanum sem smella þarf á).

Því ofar sem fyrirtæki er því betra þar semflestir smella á efstu þrjár leitarniðurstöðurnar. Á Íslandi eru hins vegarflest leitarorð galopin og því mikið tækifæri fyrir fyrirtæki að ná stöðustrax, áður en markaðsfólk vaknar og slagurinn um leitarorðin á Íslandi verðurharðari.  Hér er því mjög ódýr leið fyriríslensk fyrirtæki að sækja nýja viðskiptavini!

Guðmundur Arnar Guðmundsson, Markaðsstjóri


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband