Miðvikudagur, 1. september 2010
David Ogilvy um prentauglýsingar.
Sigur í samkeppni | Breytt 31.8.2010 kl. 23:18 | Slóð | Facebook
Þriðjudagur, 31. ágúst 2010
Grafísk framsetning á einni merkilegustu markaðsfræðigreininni
Mánudagur, 30. ágúst 2010
Þekking innan fyrirtækja og Markaðsrannsóknir
Fyrrum forstjóri Unilever sagði eitt sinn:
,,If we only knew what we know we would double our profits."
Mörg fyrirtæki sitja á miklu magni upplýsinga en nýta illa. Áskorunin fyrir 10-15 árum var að safna upplýsingunum - nú er ofgnótt upplýsinga og listin snýst því um túlkun og skilning.
Okkur skortir yfirleitt ekki frekari upplýsingar - heldur að nýta betur þær sem við höfum!
Laugardagur, 28. ágúst 2010
Frábært myndband um hvernig best er að hvetja starfsmenn
Fimmtudagur, 26. ágúst 2010
Markaðsfólk og góðverk = Sigur í samkeppni?
Í nýlegri rannsókn kom fram að það er lítil vitund á meðal almennings á góðverkum fyrirtækja. Mörg fyrirtæki styrkja hin ýmsu góðu málefni sem fáir vita af en því uppskera fyrirtæki ekki góðan hug frá almenningi fyrir vikið.
Þetta er slæmt því kannanir sýna að fólk er tilbúið að borga meira fyrir vörur og þjónustu frá samfélagslega ábyrgum fyrirtækjum.
Hvernig getur markaðsfólk bætt úr þessu? Besta leiðin er að tryggja að það sé tengin á milli þess sem fyrirtæki styrkir og staðfærslu þess á markaðinum. Með öðrum orðum að það sé samnefnari á milli ímyndarþátta fyrirtækisins í hugum fólks og málefnisins sem fyrirtækið styrkir. Þannig verður auðveldara fyrir fólk að þekkja aðgreiningu fyrirtækisins á markaðinum.
Við þetta eykst almenn vitund á staðfærslu fyrirtækisins eykst og það verður líklegra að fyrirtækið fái góðan hug frá fólki vegna þeirra góðu málefna sem það leggur lið.
Sigur í samkeppni | Breytt s.d. kl. 20:50 | Slóð | Facebook
Fimmtudagur, 26. ágúst 2010
Væntingar og frammistaða
Markaðsfólk er stöðugt að segja frá þeim loforðum sem vörur þeirra uppfylla. Oft er ýkt - en alltaf er sem flestu tjaldað til svo varan sé valin fram yfir samkeppnina.
Besta leiðin til að gera viðskiptavin ánægðan er að fara fram úr væntingum hans. Lofa minna, gera meira. Það er því mikill hvati fyrir fyrirtæki að halda svolitlu eftir og koma þannig á óvart!
Að lofa of litlu getur samt verið varasamt sömuleiðis. Ef loforð fyrirtækisins eru ekki nógu góð er ólíklegt að það fái einhverja viðskiptavini til sín!
Markaðsfólk er því svolítið á milli steins og sleggju, það verður að stilla loforðum í hóf en án þess að þau séu of veik. Á sama tíma þarf að skilja eftir smá svigrúm til að koma fólki á óvart með því að fara fram úr væntingum.
Föstudagur, 20. ágúst 2010
Vefborðar og Icelandair
Icelandair hóf í kvöld haust herferðina sína. Þó ég sé hlutdrægur, finnst mér þessi herferð ein sú flottasta frá okkur í langan tíma. Íslenska auglýsingastofan er að skora stórt í þetta skiptið.
Það verður ánægjulegt að fylgjast með viðbrögðunum næstum daga.
- - -
Það er ákveðin mýta í gangi um að vefborðar þurfi að vera tæknilega flóknir og hlaðnir upplýsingum. Fyrir námskeiðin okkar Kristjáns nú í haust erum við að keyra vefborða á MBL.IS sem, ólíkt flestum borðum á Íslandi, hafa aðeins að geyma eina mynd.
Allir geta haft skoðun á því hvort þeir séu fallegir - mér finnst þeir persónulega örlítið off ennþá, en nýir detta inn í næstu viku. Umferðin sem þeir hafa skapað inn á www.online.is er hins vegar meiri en mjög tæknilega flottir borðar sem við vorum virkilega ánægðir með í byrjun árs (skiluðu einnig vel).
Þetta kom okkur mjög skemmtilega á óvart.
Fyrirtæki sem þora ekki að fara vefborðaleiðina vegna kostnaðar við að búa til (tæknilega) glæsilega borða geta vel slakað á. Vefborðar sem hafa aðeins að geyma eina einfalda mynd - og því mun ódýrari í framleiðslu en flestar aðrar auglýsingar - geta skilað miklum árangri. Á móti kemur auðvitað að ein mynd ber ekki mikið af upplýsingum. Í flestum tilfellum ætti það þó að vera nóg til að ýta við fólki.
Sú staðreynd að 60% af þjóðinni fer á MBL.IS daglega, og næstum 90% vikulega - gerir staðsetningu borðanna auðvitað geysilega sterka.
Miðvikudagur, 18. ágúst 2010
Ókeypis frábær bókakafli um branding frá Landor
Eftir að hafa lesið tvær bækur eftir Allen Adamson hef ég fylgst aðeins með Landor auglýsingastofunni. Stofan er með frábært blogg og helling af fróðleik á heimasíðunni sinni.
Þar er einnig að finna þennan frábæra bókakafla um Mörkun/Branding
http://www.landor.com/pdfs/k9/EssentialsBranding_9August10.pdf
Miðvikudagur, 18. ágúst 2010
Námskeið í markaðssetningu á netinu að hefjast
Nú erum við Kristján að byrja aftur með námskeiðin í Markaðssetningu á netinu.
Námskeiðin framundan eru mun viðameiri en þau sem við keyrðum á í byrjun árs. Þau eru heilan dag en jafnframt er mjög mikið innifalið - eins og aðgangur að Clara, Frettabref.is, bókin Markaðssetning á netinu og klst. ráðgjöf frá Nordic eMarketing.
Það sem er innifalið er - en allar nánari upplýsingar eru á www.online.is
- Heils dags námskeið í Markaðssetningu á netinu (Vefborðar, Leitarvélar, Samfélagsmiðlar, Sala, Tölvupóstar, Birtingarfræði ofl.
- Bókin Markaðssetning á netinu
- Námskeiðsgögn sem þátttakendur geta glósað á
- Vaktarinn frá Clara Frír kynningaraðgangur í 6 vikur
- Frettabref.is - Frír kynningaraðgangur að tölvupóstkerfinu í mánuð
- Kaffi og matur
- Erlendur og innlendir gestafyrirlesarar
- Verkefni (valfrjálst) sem þátttakendur geta fengið heim og fyrirlesarar fara yfir og gefa umsögn
- Klukkustunda ráðgjöf frá Nordic eMarketing að loknu námskeiði
Verð er 41.000 kr, flest stéttar- og verkalýðsfélög niðurgreiða amk. helming námskeiðsgjaldsins. Nánari upplýsingar um námskeiðið er á www.online.is.
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 23:19 | Slóð | Facebook
Þriðjudagur, 3. ágúst 2010
Martin Sorrell - CEO WPP group - Viðtal við Charlie Rose - Allt markaðsfólk hefur hag af þessu viðtali...
Sigur í samkeppni | Breytt s.d. kl. 00:47 | Slóð | Facebook
Þriðjudagur, 27. júlí 2010
Tækifæri fyrir Bónus, Krónuna eða Hagkaup?
Undanfarið hef ég mikið talað um sögur, og mikilvægi sagna við mörkun.
Allt hefur áhrif á þá upplifun sem fólk hefur af vörumerkjum. Markaðsfólk verður því að hugsa fyrir öllum snertipunktum sem fyrirtækin eiga við viðskiptavini og passa að allir fletir séu að segja sömu söguna. Það á jafnt við heimasíðuna, auglýsingar, plastpokana, innréttingar og þjónustuna.
Þegar Kevin Keller var á Íslandi talaði hann um mismunandi tækifæri. Stundum sæi fólk plastpoka frá matvöruverslun og gæfi þeim 5 sekúndur af athygli. Auglýsing í sjónvarpi frá sömu verslun fengi kannski 30 sekúndur af athygli.
Markaðsfólk Bónus eða Krónunnar ætti því að hugsa um öll þessi tækifæri og passa að þau séu öll að segja sömu sögu. Þ.e.a.s. að öll tækifæri séu nýtt til að segja sögu fyrirtækisins. Hagkaup, Bónus og Krónan gætu sem dæmi notað plastpokana sem allir taka heim frá þeim til þess að koma sögunni á framfæri. Þessir pokar fara ótrúlega víða, allar verslanirnar merkja þá í dag...en allar með vörumerkinu. Mun snjallar væri að pakka vörumerkinu inn í einhverja sögu (hlaðna tilfinningum)...svo plastpokarnir treysti núverandi stöðu eða búi til nýjar tengingar í hugum fólks við vörumerkið.
Öll fyrirtæki hafa ótal mörg ónýtt tækifæri til þess að koma sögunni sinni á framfæri. Oft kostar það ekkert aukalega...það þarf eingöngu að hugsa hlutina sem er núþegar verið að gera upp á nýtt.
Sigur í samkeppni | Breytt s.d. kl. 23:41 | Slóð | Facebook
Mánudagur, 26. júlí 2010
Bill Crosby um markaðsfærslu
,,I don't know the key to success but the key to failure is trying to please everyone"
// Bill Crosby
Föstudagur, 23. júlí 2010
Hvaða fyrirtæki kom með fyrsta videotækið? En PC tölvuna?
Þegar fólk er spurt hvaða fyrirtæki kom með fyrsta videotækið eða tölvuna segja flestir Sony eða JVC í tilfelli videotækja. Flestir segja hins vegar IBM í tilfelli einkatölvunnar.
Það var hins vegar fyrirtækið Ampex sem kom með fyrsta videotækið og MITS (Micro Instrumentation and Telemetry Systems) sem kom með tölvuna.
Að vera fyrstur með nýja hugmynd þarf því ekki að vera mikils virði ef fyrirtækin sem eiga hugmyndirnar geta ekki komið þeim almennilega á markað.
Markaðsstjórarnir gegna þar lykil hlutverki - markaðsstefnan þarf að virka. STP og rétt blanda af P-unum fjórum.
Sigur í samkeppni | Breytt s.d. kl. 21:58 | Slóð | Facebook
Föstudagur, 23. júlí 2010
Johnnie Walker - Sögur vörumerkja
Ég hef áður bloggað um mikilvægi þess að pakka vörumerkjum inn í sögur. Ef markaðsstjórar ætla ná árangri þurfa þeir nefnilega að höfða bæði til hjartans og heilans.
Vert markaðsstofa birti þetta myndband á blogginu sínu nýlega en ég má til með að dreifa því hér líka. Johnnie Walker hefur í þessu myndbandi komið sögu fyrirtækisins á framfæri á mjög áhugaverðan og skemmtilegan hátt.
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 08:47 | Slóð | Facebook
Miðvikudagur, 21. júlí 2010
Peter Drucker og Frederick Webster um hvað við Markaðsstjórarnir eigum að vera gera
Sigur í samkeppni | Breytt s.d. kl. 00:09 | Slóð | Facebook
Þriðjudagur, 20. júlí 2010
Fyrirtæki græða mikið á að byggja upp sterk vörumerki!
Fyrirtæki hafa mikinn ábata af því að byggja upp vörumerkin sín svo þau verði sterk. Rannsóknum ber saman um að helstu ábatar fyrirtækja af sterkum vörumerkjum séu:
- Fólk telur vörur betri frá slíkum fyrirtækjum
- Tryggð viðskiptavina við vörumerkin verða meiri
- Ekki eins mikil áhrif þegar krísur skella á eða gagnvart nýjum útspilum samkeppninnar
- Hærri framlegð
- Meiri áhrif á sölu þegar verð er lækkað, minni þegar verð er hækkað
- Meiri áhugi hjá fyrirtækjum eða stofunum á samstarfi eða að aðstoða
- Fólk tekur frekar eftir auglýsingum og öðrum markaðssamskiptum frá þeim
Sigur í samkeppni | Breytt s.d. kl. 18:40 | Slóð | Facebook
Mánudagur, 19. júlí 2010
Sögur eru lykillinn að því að sigra!
Með réttri mörkun getum við gert eitthvað sem er hversdagslegt og venjulegt að einhverju stærra og meira.
Hjörtur hjá Scope orðaði þetta mjög vel:
,,Lítil þúfa segir manni ekki mikið ein og sér, en ef henni fylgir saga um ástir og morð þess er undir henni hvílir, getur þessi sama þúfa haft furðu mikil áhrif á þann sem hjá henni stendur."
Fimmtudagur, 15. júlí 2010
Netklúbbar mun verðmætari fyrir fyrirtæki en Facebook og Twitter
Miðvikudagur, 14. júlí 2010
Google veit hversu áhrifamikil(l) þú ert á Facebook!
Google ætlar sér stóra hluti í auglýsingamálum samfélagsmiðlanna. Þeir eru nú búnir að fá einkaleyfi á algrímu sem reiknar út hversu mikils virði einstaklingar eru á samfélagsmiðlunum. Það er að segja, þeir eru komnir með tækni sem metur hversu mikil áhrif hver einstaklingur á Facebook (sem dæmi) hefur á þá sem eru á vinalistanum (og vinalistum vina þeirra).
Ef þeim tekst að selja áreiti sem er beint eingöngu að þeim sem hafa mestu áhrifin, getur virðið verið gríðarlegt fyrir fyrirtæki sem eru að reyna dreifa efni og upplýsingum.. Hugmyndafræðin er svipuð og PAGE RANK, sem Google notar við einkunnargjöf á heimasíðum.
Ég læt fylgja mjög áhugaverða grein um þetta úr Business Week :
,,Imagine there was one number that could sum up how influential you are. It would take into account all manner of things, from how many people you know to how frequently you talk with them to how strongly they value your opinion. Your score could be compared with that of pretty much anyone in the world.
Maybe it'll be called your Google number. Google has a patent pending on technology for ranking the most influential people on social networking siteslike MySpace and Facebook. In a creative twist, Google is applying the same approach to social networks it has used to dominate the online search business. If this works, it may finally make ads on social networks relevant--and profitable.
Google declined to discuss its idea with BusinessWeek. But it is based on the same principle as PageRank, Google's algorithm for determining which Web sites appear in a list of search results. The new technology could track not just how many friends you have on Facebook but how many friends your friends have. Well-connected chums make you particularly influential. The tracking system also would follow how frequently people post things on each other's sites. It could even rate how successful somebody is in getting friends to read a news story or watch a video clip, according to people familiar with the patent filing. "[Google] search displays Web pages with the highest influence--it makes complete sense for them to extend this to online communities and people," says Jeremiah Owyang, an analyst at Forrester Research
How would this improve advertising on social networks? Say there's a group of basketball fans who spend a lot of time checking out each other's pages. Their profiles probably indicate that they enjoy the sport. In addition, some might sign up for a Kobe Bryant fan group or leave remarks on each others' pages about recent games they played or watched. Using today's standard advertising methods, a company such as Nike would pay Google to place a display ad on a fan's page or show a "sponsored link" when somebody searches for basketball-related news. With influence-tracking, Google could follow this group of fans' shared interests more closely, see which other fan communities they interact with, and--most important--learn which members get the most attention when they update profiles or post pictures.
The added information would let Nike both sharpen and expand its targeting while allowing Google to charge a premium for its ad services. If Nike wanted to advertise a new basketball shoe, for example, it could work with Google to plop an interactive free-throw game only on the profile pages of the community influencers, knowing the game would be likely to draw the most attention in these locations. And because the new technique ranks links among groups, Google could also target the ads to broader communities. "I would pay a premium to get a particular video in front of someone who [shares] with others, and an even bigger premium for a lot of people who would share," says Ian Schafer, CEO of online ad firm Deep Focus, whose clients include Sean Jean and Universal Music Group.
Influence-ranking is no academic exercise for Google. So far the search giant has failed to earn much profit from social networking ventures. In 2006, Google promised to pay News Corp.'s MySpace $900 million over three years for the right to put ads on the site. Google executives have expressed disappointment in that project, which is shaving 1.5% off Google's gross margins, according to Jeffrey Lindsay, an analyst at Sanford C. Bernstein. In its patent filing, Google acknowledged that some of its old approaches didn't work. With the new techniques, says Deep Focus' Schafer, "Google could be the Google of social media."
Internet Markaðsmál | Breytt s.d. kl. 21:11 | Slóð | Facebook