Tækifæri fyrir Bónus, Krónuna eða Hagkaup?

Undanfarið hef ég mikið talað um sögur, og mikilvægi sagna við mörkun.

Allt hefur áhrif á þá upplifun sem fólk hefur af vörumerkjum.  Markaðsfólk verður því að hugsa fyrir öllum snertipunktum sem fyrirtækin eiga við viðskiptavini og passa að allir fletir séu að segja sömu söguna.  Það á jafnt við heimasíðuna, auglýsingar, plastpokana, innréttingar og þjónustuna.

Þegar Kevin Keller var á Íslandi talaði hann um mismunandi tækifæri.  Stundum sæi fólk plastpoka frá matvöruverslun og gæfi þeim 5 sekúndur af athygli.  Auglýsing í sjónvarpi frá sömu verslun fengi kannski 30 sekúndur af athygli.

Markaðsfólk Bónus eða Krónunnar ætti því að hugsa um öll þessi tækifæri og passa að þau séu öll að segja sömu sögu.  Þ.e.a.s. að öll tækifæri séu nýtt til að segja sögu fyrirtækisins.  Hagkaup, Bónus og Krónan gætu sem dæmi notað plastpokana sem allir taka heim frá þeim til þess að koma sögunni á framfæri.  Þessir pokar fara ótrúlega víða, allar verslanirnar merkja þá í dag...en allar með vörumerkinu.  Mun snjallar væri að pakka vörumerkinu inn í einhverja sögu (hlaðna tilfinningum)...svo plastpokarnir treysti núverandi stöðu eða búi til nýjar tengingar í hugum fólks við vörumerkið.  

Öll fyrirtæki hafa ótal mörg ónýtt tækifæri til þess að koma sögunni sinni á framfæri.  Oft kostar það ekkert aukalega...það þarf eingöngu að hugsa hlutina sem er núþegar verið að gera upp á nýtt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband