Mánudagur, 25. október 2010
Íslenskur sjónvarpsþáttur um markaðsmál - Alkemistinn, nýjasti þáttur!
Alkemistinn 20OKT10 from Vidar Gardarsson on Vimeo.
Föstudagur, 15. október 2010
Einar frá Umferðarstofu að tala um hræðsluauglýsingar í sjónvarpsþættinum Alkemistinn
Alkemistinn 06OKT10 from Vidar Gardarsson on Vimeo.
Miðvikudagur, 13. október 2010
NHS - anti-reykingar
Þriðjudagur, 12. október 2010
Ryanair er skólabókadæmi um challenger brand!
Sigur í samkeppni | Breytt 26.9.2010 kl. 23:02 | Slóð | Facebook
Þriðjudagur, 12. október 2010
Bækur eru ekki að deyja - en verða á öðru formi. Verður framtíðin svona?
The Future of the Book. from IDEO on Vimeo.
Mánudagur, 11. október 2010
22 Lögmál markaðarins - ein af betri markaðsfræðibókunum eftir Al Ries og Jack Trout
- Nr 1--Lögmálið um forystuna: Betra að vera fyrstur en bestur
- Nr 2--Lögmálið um sviðið: Ef þú ert ekki fyrstur á einhverju sviði, búðu þá til nýtt svið þar sem þú ert fyrstur.
- Nr 3--Lögmálið um hugann: Betra að vera það fyrsta sem kemur upp í hugann en að vera fyrstur á markaðstorginu
- Nr 4--Lögmálið um skynjun: Markaðssetning er ekki barátta um varning heldur skynjun
- Nr 5--Lögmálið um athygli: Öflugasta hugtakið í markaðssetningu er að eiga orð sem kemur upp í huga hins hugsanlega kaupanda
- Nr 6--Lögmálið um sérstöðu: Tvö fyrirtæki geta ekki átt sama orðið sem kemur upp í huga hugsanlegs kaupanda
- Nr 7--Lögmálið um röðun: Mismunandi markaðsstefna eftir því hvar þú ert í röðinni í huga neytandans
- Nr 8--Lögmálið um tvískiptingu: Þegar fram í sækir verður baráttan ávallt á milli tveggja fyrirtækja
- Nr 9--Lögmálið um hið gagnstæða: Til þess að ná sterkri stöðu gegn leiðtoga á að bjóða kost sem er andstæðan við aðal kost hans
- Nr 10-- Lögmálið um skiptingu: Með tímanum munu öll svið skiptast upp í undirsvið, t.d. tölvur, tónlist, bílar, gosdrykkir
- Nr 11og 12--Lögmálið um yfirsýn og útþenslu: Áhrifa markaðssetningar gætir yfir langt tímabil og oft fer ekki saman skammtíma- og langtíma sjónarmið, t.d. afslættir ýmis konar.
- Nr. 13-Lögmálið um fórnina: Það er hægt að fórna þrennu: vörulínu, markhóp og breytingumMörg dæmi sanna að fyrirtæki sem reyna að vera allt fyrir alla fari illa
- Nr 14--Lögmálið um eiginleika: Sá eiginleiki sem skiptir neytendur mestu oft upptekinn af leiðtoga. Finna annan eiginleika og gera að sínum eða andstöðuna við eiginleika andstæðingsins,
- Nr 15--Lögmálið um hreinskilni: Þegar þú viðurkennir veika hlið þá færðu jákvætt viðmót frá hugsanlegum neytendum
- Nr 16 og 17--Lögmálið um hið einstaka og ófyrirséða: Þær aðgerðir sem skila virkilegum árangri eru ávallt óvæntar
- Nr 18--Lögmálið um velgengni: Sjálfsöryggi er versti óvinur velgengninnar því þá er hætta á að viðkomandi telji sínar þarfir vera þarfir markaðarins
- Nr 19--Lögmálið um mistök: Skipuleggjum okkur upp á nýtt og björgum málunum. Ekki leiðin því ef okkur mistekst þá eigum við að viðurkenna það og draga okkur til baka
- Nr 20--Lögmálið um gífurlegar breytingar: Oft spá fjölmiðlar gífurlegum breytingum á einhverju sviði og gera of mikið úr afleiðinum þeirra
- Nr 21--Lögmálið um (tísku)sveiflu: Oft ruglast fyrirtæki á sveiflu og þjóðfélagslegri breytingu þ.e.a.s. stefnu og fara flatt á því, t.d. Cabbage kids og önnur leikföng
- Nr 22--Lögmálið um fjármagn: Engin hugmynd sama hversu góð hún er verður aldrei að veruleika nema nægjanlegt fjármagn sé til staðar. Það kostar peninga að berjast um hlutdeild af huga neytenda og halda honum
Föstudagur, 8. október 2010
Hvað er það sem hvetur starfsfólk mest áfram?
Samkvæmt rannsóknum í USA er þetta röðunin á því sem hvetur starfsfólk mest áfram. Aftari talan er það sem yfirmenn héldu að skipti starfsfólk mestu máli samkvæmt sömu rannsókn.
Fimmtudagur, 7. október 2010
Óánægðir viðskiptavinir, hefur þitt fyrirtæki efni á þeim?
Miðvikudagur, 6. október 2010
Aðeins einn dagur í einn snjallasta samfélagsmiðla markaðsmann Breta + ein gömul og fyndin!
Þriðjudagur, 5. október 2010
Þórhallur og Friðrik markaðsfræðikennarar frá HÍ í Alkemistanum
Alkemistinn 29SEP10 from Vidar Gardarsson on Vimeo.
Mánudagur, 4. október 2010
Nýr mjög góður fyrirlestur frá Seth Godin !
Seth er mjög skemmtilegur fyrirlesari - og reyndar rándýr líka. Menn hafa reynt að fá hann til Íslands en verðmiðinn er í kringum 130-140.000 dollara!
Í fyrirlestrinum talar hann um hluti sem eru brotnir í þjónustu fyrirtækja en fyrirtækin gera sér oft ekki grein fyrir því. Frábær fyrirlestur sem fær mann aðeins til að hugsa.
Seth Godin at Gel 2006 from Gel Conference on Vimeo.
Föstudagur, 1. október 2010
ÍMARK: Samfélagsmiðla snillingur á leið til Íslands!
Fimmtudagur, 30. september 2010
Hvernig getur þú tryggt að hugmyndirnar þínar verði ekki skotnar niður á ,,fundinum"?
Miðvikudagur, 29. september 2010
Netið og Markaðsstjórar
Þriðjudagur, 28. september 2010
Ert þú ein(n) af þeim markaðsstjórum sem er að drukkna í vinnu?
Hér eru nokkur ráð til að ráða ,,við overload"
- Settu þér skýr markmið og gerðu aðgerðaráætlun með tímalínu
- Blockaðu" tíma í dagbókinni þinni á hverjum degi til að sinna mikilvægum verkefnum
- Skipuleggðu verkefnin þín í ,,verð að gera", ,,ætti að gera", ,,gott að gera"
- Miðlaðu verkefnum til annarra. Listin er að gera það snemma, hafa verklýsinguna mjög skýra, og fylgstu með gangi mála snemma svo þú getir komið verkefnum í réttan farveg strax ef þörf.
- Kláraðu eitt verkefni í einu - ekki hoppa úr einu verkefni í annað
- Það er mun skilvirkara að svara símtölum, tölvupóstum og sinna venjubundnum verkum á ákveðnum fyrirfram ákveðnum tíma. Að svara og ráðast í allt strax um leið og þau berast getur verið mikill tímaþjófur
- Hafðu færri og skilvirkari fundi. Oft er óþarfi að sitja allan fundinn, nóg að sitja bara þann hluta er varðar þig (eða fólkið þitt)
- Óskipulag á skrifborðinu og tölvunni getur verið mikill tímaþjófur - rannsóknir hafa sýnt að óskipulag geti haft af fólki um 30 mín á hverum degi
- Því betur sem þú getur sýnt fram á að þú og starfsmennirnir þínir séu að nota tímann sinn og bjargir vel, er líklegra að vel sé tekið í að fjölga starfsfólki eða björgum.
Sigur í samkeppni | Breytt s.d. kl. 08:11 | Slóð | Facebook
Mánudagur, 27. september 2010
ÍMARK með fund um Inspired by Iceland á þriðjudag - og 2 útlendinga í Október!
Mánudagur, 27. september 2010
Markaðssetning á netinu / Vefborðar
Í dag er næsta námskeið í Markaðssetningu á netinu hjá mér og Kristjáni. Það hefur verið gaman að fylgjast með árangri margra sem hafa sótt námskeiðin hjá okkur. Sumir hafa náð undraverðum árangri á Google aðrir búnir að kúvenda hvernig þeir nota vefborða og aðrir farnir að mæla vefinn sinn mun betur og með því auka sölu.
Á námskeiðinu í dag koma Gunnar frá Vaktarinn.is og Garðar frá Frettabref.is og verða með stuttar kynningar. Mjög áhugavert að heyra hvernig og hvaða árangri þeirra kúnnar hafa verið að ná með lausnirnar.
Í síðustu viku voru þrjú ný námskeið sett í sölu, tvö í okt (7 og 21) og eitt í nóvember. Við breyttum einnig fyrirkomulaginu örlítið. Námskeiðin voru stytt örlítið svo þau séu eitt kvöld eftir vinnu á virkum degi en við það gátum við lækkað verðið örlítið.
Allar nánari upplýsingar um námskeiðin er inn á www.online.is
- - -
Við höfum verið í mikilli tilraunastarfsemi með vefborðana sem við keyrum fyrir námskeiðin okkar. Frá því 19 ágúst höfum við skipt 15 sinnum um borða, en með stöðugum uppfærslum náum við að koma í veg fyrir ,,ware-out" og höldum heimsóknum á síðuna okkar stöðugum. Um leið og heimsóknir byrja að dala skellum við nýjum inn en svo höfum við prófað okkur áfram með skilaboð/creatie líka.
Einnig höfum við farið eftir 10 best practice reglunum úr bókinni Markaðssetning á netinu með miklum árangri. Allir borðar frá okkur eru ein gif mynd sem hjálpar okkur að ná tveimur markmiðum
1. Skilaboðin eru öllum ljós strax. Það þarf ekkert að bíða eða sjá nokkrar flettingar til að ná skilaboðunum.
2. iPhone og iPad notendur sjá ekki flash borða. Þeir sjá hins vegar borðann okkar því hann er mjög létt .gif mynd.
Á næstu dögum fer ég betur í gegnum þetta ásamt því að sýna mælingarnar okkar
Föstudagur, 24. september 2010
Hvernig mælir þú árangur markaðsstarfsins í þínu fyrirtæki.
Í júlí gerði Deloitte könnun í Bretlandi í samstarfið við CIM á því hvernig markaðsstjórar eru að meta árangur vinnu sinnar.
Niðurstaðan sýnir hlutfall markaðsstjóra sem notar neðangreinda mælikvarða
- Customer Satisfaction = 70%
- Rate of customer acquisition = 60%
- Traditional media activity = 57%
- Customer Value and Profitability = 57%
- Cusomer retention = 54%
- KPI set for each initiative = 7%
- Consistent core strategic metric = 10%
Markaðsrannsóknir og mælingar | Breytt 23.9.2010 kl. 19:41 | Slóð | Facebook