Ert þú ein(n) af þeim markaðsstjórum sem er að drukkna í vinnu?

Hér eru nokkur ráð til að ráða ,,við overload" 

 

  1. Settu þér skýr markmið og gerðu aðgerðaráætlun með tímalínu
  2. Blockaðu" tíma í dagbókinni þinni á hverjum degi til að sinna mikilvægum verkefnum
  3. Skipuleggðu verkefnin þín í ,,verð að gera", ,,ætti að gera", ,,gott að gera"
  4. Miðlaðu verkefnum til annarra.  Listin er að gera það snemma, hafa verklýsinguna mjög skýra, og fylgstu með gangi mála snemma svo þú getir komið verkefnum  í réttan farveg strax ef þörf.
  5. Kláraðu eitt verkefni í einu - ekki hoppa úr einu verkefni í annað
  6. Það er mun skilvirkara að svara símtölum, tölvupóstum og sinna  venjubundnum verkum á ákveðnum fyrirfram ákveðnum tíma.  Að svara og ráðast í allt strax um leið og þau berast getur verið mikill tímaþjófur
  7. Hafðu færri og skilvirkari fundi.  Oft er óþarfi að sitja allan fundinn, nóg að sitja bara þann hluta er varðar þig (eða fólkið þitt)
  8. Óskipulag á skrifborðinu og tölvunni getur verið mikill tímaþjófur - rannsóknir hafa sýnt að óskipulag geti haft af fólki um 30 mín á hverum degi
  9. Því betur sem þú getur sýnt fram á að þú og starfsmennirnir þínir séu að nota tímann sinn og bjargir vel, er líklegra að vel sé tekið í að fjölga starfsfólki eða björgum. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband