Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2007

"Hryðjuverk ekki mesta ógnin lengur heldur efnalítið fólk"

Frá VISIR.IS :

Hryðjuverk eru ekki lengur það sem bandaríski hagfræðingar óttast mest í augnablikinu. Þeir telja efnalitla einstaklinga með litla greiðslugetu sem lenda í vanskilum með afborganir af lánum sínum geta skaðað efnahagslífið meira.

Efnalítið fólk er oft rót hryðjuverka

De Soto, hagfræðingur, segir: “Oliver Twist comes to town; he is poor, has a TV set and he is able to sees how you live. As compared to how he lives he is going to be very angry so either you show him a capitalist route to do it and integrate him or he is going to find another ideology. The fact that today there is no more Kremlin, which is organizing a revolt, doesn’t mean he is not going to find another capital. When these things happen, people are unhappy and rebel against the system, they will find another locus of power very very quickly.”

Datt þér líka í hug Al-Qaeda?


Ný íbúð í London og lífið gott!

Stundum virðist eins og allt gangi upp hjá manni.  Síðasta vika var nákvæmlega þannig vika. 

Ég er búinn að finna íbúð fyrir mig að leigja sem ég er búinn að negla og fæ afhenta um miðjan Sept.  Hún er í sama húsi og ég bý í, tveggja herbergja og mjög flott.   Þessi leiga í London er samt algjört madness.  200þ á mánuði fyrir alls ekki svo stóra íbúð þó aðstaðan sé rosalega góð.  Hellingur af börum og veitingastöðum í kring, matvöruverslun og vínbúð á fystu hæð, móttaka á fystu hæð sem er opin allan sólahringin(með fatahreinsun ofl), mjög flott gym í sama húsi (innangengt frá íbúðinni) með sundlaug, nuddstofu, sólbaðsstofu, klippistofu ofl.  Blokkin er ný,  hverfið sömuleiðis en annar endin á húsinu er alveg við Thames.  Í raun fullkominn staður til að búa  á að mínu viti svo ég er mjög ánægður.

Er annars á Íslandi.  Kom á miðvikudagskvöldið og fer á mánudaginn aftur.  Það er bank holiday í UK á mánudag og því ekki vinna fyrr en á þriðjudag.  Mánudagurinn verður samt ekki mikill frídagur þar sem dagurinn er undirlagður fundum þar til ég fer í flug.  Gæti reyndar verið að ég myndi fljúga á þriðjudagsmorgun til að geta hitt alla sem ég vil, en maður sér til.

Fór út að borða með góðum vinum á Sjávarkjallarann á föstudagskvöld og svo á B5, alveg brilljant kvöld.  Í gær var það grillveisla með fjölskyldunni.  Frábær helgi!

 


Hugleiðingar um krónuna

vefkrona

Íslendingar finna blessuðu krónunni allt til foráttu sem eðlilegt er á tímum eins og nú.  En á sama tíma gleyma þeir kostum hennar.  Ég ætla ekki að tíunda gallana heldur að minnast á eitt sem gleymist og aðra vangaveltu.

 
  1. Að vera með krónu, ekki Evru, gerir okkur kleift að stjórna eigin vöxtum og gjaldmiðillinn sveiflast í takt við markaðsaðstæður á Íslandi. Sögulegt dæmi: Nýfundnaland er hluti af Kanada og notar sama gjaldmiðil og vaxtastefnu.  Fiskimiðin hrynja á Nýfundnalandi en á meðan finnst olía í Alberta í Kanada og önnur svæði eru í uppsveiflu.  Vaxta stefna kanadíska seðlabankans eru háir vextir til að koma í veg fyrir þenslu og gjaldmiðillinn helst sterkur.  Nýfundnaland þarf lága vexti og veikan gjaldmiðil til að örva hagkerfið þar.  Þar sem peningamálastefna Kanada er þvert á þarfir Nýfundnalands eykst atvinnuleysi á Nýfundnalandi og helst hátt, hagkerfið spíralar niður og festist í mjög sæmri stöðu.  Eitthvað sem hefði eflaust ekki gerst, amk ekki eins stórkostlega og raun bar vitni hefðu þeir haft eigin stjórn á peningamálum.  Þetta getur gerst fyrir Ísland innan ESB sem Evruland.  Við erum mun fljótari að aðlagast upp og niðursveiflum sem er öllum til góða.  Uppsveifla er jákvæð, þá eiga allir nægan pening en fyrirtækin kvarta yfir starfsfólkinu sem við eigum ekki að hafa áhyggjur af. Niðursveifla er hins vegar alltaf neikvæð, þá er fólkið atvinnulaust, engin á pening og öllum líður illa.  Niðursveiflurnar verða vægari með krónu því án krónu vill ESB að atvinnuleysi á Íslandi sé leyst með að við flytjum til annarra Evrópulandi og sækjum störfin þar sem þau eru.  Hver vill það?
 
  1. Vangaveltan gengur út á það að fyrirtæki í UK búa við mjög stöðugt peningamálaumhverfi ef svo má segja.  Verðbólga sveiflast ekki mikið,  og ekki sveiflast gjaldmiðillinn mjög við stærstu viðskiptaþjóðir þess. Það sama er ekki hægt að segja um íslensk fyrirtæki sem þurfa sífellt að vera á tánum, sífellt að vera straumlínulaga reksturinn og vera búin miklum sveiflum í ytra umhverfinu sem hefur bein áhrif á reksturinn.  Ég myndi færa rök fyrir því að fyrirtæki sem starfa við slíkar aðstæður verði miklu dýnamískari og eigi miklu auðveldara með að umbylta sér vegna breytinga á mjög skömmum tíma en bresku fyrirtækin.  Þetta styrkir fyrirtæki.  Þeir sem vinna við svona aðstæður hljóta að verða miklu betri stjórnendur og fyrirtækin hæfari til að takast á við breytingar.
 

Við vitum líka öll að það eina sem fyrirtæki allsstaðar geta tekið fyrir víst er að þau eiga eftir að breytast gríðarlega næstu árin.  Ný tækni, aukin samkeppni og alþjóðavæðing hafa ásamt fleiru áhrif þar á.  Það er því margt sem þetta mikla jó-jó hagkerfi á Íslandi kennir okkur sem aðrir læra kannski ekki eins auðveldlega.  Þessa þekkingu getum við Íslendingar svo notað til að ráðast inná stabíla erlenda markaði og umbylt fyrirtækjum og snúið við á örskömmum tíma.

- - -

 

Annars er gott veður í London og lífið gott.  Er að fá góða gesti í heimsókn annaðkvöld sem verða þar til á Sunnudaginn en það er búið að plana skemmtilega helgi í kringum það sem verður gaman.


Prince í gærkvöldi, tónleikar og eftirpartý með honum!

princeLélegur bloggari?  Já frekar en það er líka búið að vera mikill hasar undanfarið.

 

Var í 7 daga á Tenerife með góðum ferðafélaga.  Frábær ferð í alla staði.  Ekkert skoðað, eiginlega ekkert verslað...allur tíminn fór í að liggja annaðhvort á ströndinni eða við sundlaugarbakkann.  Drukkinn bjór, farið snemma að sofa og sofið út.  Ferðafélaginn er hins vegar horfinn á braut jafn snöggt og hann kom sem er frekar erfitt.

 

Ég er annars búinn að fara á tvenna tónleika undanfarið.  Scissor Sisters fyrir rúmlega viku, var í VIP boxi með bar, leður sofa og örfáum sætum með besta útsýnið í höllinni.  Brilljant að fara svona á tónleika.  Bandið er ekkert spes en þetta var engu að síður upplifun og þræl gaman.

 

Fór reyndar á útgáfutónleika með Garðari Cortes líka nýlega, það var þrælgaman líka...en hinir eiginlegu tónleikar númer 2 voru í gærkvöldi.

 

Prince í O2 Arena.  Vá, þvílíkur concert.  Ekki frá því að hann hafi toppað U2 tónleikana sem ég fór á.  Það var hins vegar eftirpartýið sem toppaði allt.  300 manns í pínulitlum klúbbi...Prince að spila og í raun bara djamma með bandinu sínu og maður var nærri sviðinu heldur en maður er á tónleika á NASA eða Players!  Gaurinn er rosalegur, var greinilega í gítarstuði og tók hvert sóloið á fætur öðru, stjórnaði hljómsveitinni eins og herforingi og gerði alla gjörsamlega bilaða þarna inni.

 

Beverly Knight hitaði upp fyrir hann í eftirpartýinu en hún kom mikið á óvart og er kominn í mikið uppáhald eftir þetta.  Þvílíkur talent.  Það er reyndar búið að bjóða mér aftur á Prince næsta laugardag en kappinn er með 21 tónleika í röð í London, æfði 150 lög fyrir tónleikana og engir tveir eiga að vera eins...hlakkar mikið til!

 

Af öðru þá er BBC að taka upp bíómynd um Oliver Twist á Fitzroy Sq. Þar sem skrifstofur Icelandair eru í London.  Torgið er friðað og hefur lítið breyst í sennilega 200 ár eða meir.  Það er því alltaf verið að kvikmynda eitthvað þar sem er gaman að fylgjast með.

 

Að lokum fór ég einnig á fótboltaleik með Westham nýlega, en þetta var fyrsti fótboltaleikurinn sem ég fer á.  Við erum að fara vinna aðeins með þeim og fórum á West ham vs Manchester City á laugardaginn síðasta sem var þrælgaman.  West ham tapaði 2-0 reyndar, en leikurinn þræl góður, vorum í þriggja rétta máltíð á leikvanginum á undan og í kóngasætum.  Ferlega gaman.  Vegna samstarfsins við West ham verður maður eflaust fastagestur á leikjum þarna á næstunni.  Veit ekkert um fótbolta...en auðvitað er West ham liðið mitt núna!

Annars er það Ísland á miðvikudagskvöldið í næstu, er að fá gesti um helgina og sumarið komið í London.  Heiður himinn og sólin skín.

 

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband