Ný íbúð í London og lífið gott!

Stundum virðist eins og allt gangi upp hjá manni.  Síðasta vika var nákvæmlega þannig vika. 

Ég er búinn að finna íbúð fyrir mig að leigja sem ég er búinn að negla og fæ afhenta um miðjan Sept.  Hún er í sama húsi og ég bý í, tveggja herbergja og mjög flott.   Þessi leiga í London er samt algjört madness.  200þ á mánuði fyrir alls ekki svo stóra íbúð þó aðstaðan sé rosalega góð.  Hellingur af börum og veitingastöðum í kring, matvöruverslun og vínbúð á fystu hæð, móttaka á fystu hæð sem er opin allan sólahringin(með fatahreinsun ofl), mjög flott gym í sama húsi (innangengt frá íbúðinni) með sundlaug, nuddstofu, sólbaðsstofu, klippistofu ofl.  Blokkin er ný,  hverfið sömuleiðis en annar endin á húsinu er alveg við Thames.  Í raun fullkominn staður til að búa  á að mínu viti svo ég er mjög ánægður.

Er annars á Íslandi.  Kom á miðvikudagskvöldið og fer á mánudaginn aftur.  Það er bank holiday í UK á mánudag og því ekki vinna fyrr en á þriðjudag.  Mánudagurinn verður samt ekki mikill frídagur þar sem dagurinn er undirlagður fundum þar til ég fer í flug.  Gæti reyndar verið að ég myndi fljúga á þriðjudagsmorgun til að geta hitt alla sem ég vil, en maður sér til.

Fór út að borða með góðum vinum á Sjávarkjallarann á föstudagskvöld og svo á B5, alveg brilljant kvöld.  Í gær var það grillveisla með fjölskyldunni.  Frábær helgi!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Felix G

Sjæse... 200 kall er slatti.  En mikil fríðindi.  Congratz

Felix G, 27.8.2007 kl. 15:26

2 Smámynd: MARKAÐSSETNING Á NETINU

Takk Takk

Þessi leiga er dauði en lífið er posh :)

MARKAÐSSETNING Á NETINU, 27.8.2007 kl. 21:05

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband