Bloggfærslur mánaðarins, júní 2007

Töff ný Icelandair auglýsingaherferð í London

Ég er virkilega ánægður með nýja herferð sem við erum að keyra í London þessa dagana.  Skilaboðin ná að covera gríðarlega margt og eru birtingar mjög targeteraðar.  Auglýsingar byggðar á þessu sama concepti eru að birtast núna á mjög mörgum platformum í London.

 

gg copy


6 ár og 6 mánuðir í háskóla að baki!

Þegar þetta er skrifað sit ég úti undir sólhlíf, á local pöbbnum okkar í London, með ískalda Stellu að bíða eftir borgara.  Það er örugglega 25 stiga hiti hérna en smá rigning.  Ég heyri rigninguna í kringum mig án þess að verða var við annað en hitann.  Sumarið hérna er frábært, meira að segja í rigningu!

Dalai Lama talar um að leit okkar að lífshamingju snúist um að ná hugarró. Að vera sátt, áhyggjulaus sem skilar sér í hamingju.  Hugarró er nákvæmlega orðið sem best lýsir því hvernig mér líður akkúrat núna.  Algjör hugarró!

Í janúar 2001 sast ég á skólabekk og nam Markaðs og Útflutningsfræði við HÍ.  Ekki fullt nám heldur með vinnu hjá Íslenska Útvarpsfélaginu, sem varð Norðurljós sem aftur varð 365 (reyndar enn seinna 365 ljósvakamiðlar og 365 prentmiðlar :) )! 

Þar starfaði ég sem útvarpsmaður og markaðsmaður.  Markaðsmálin þar heilluðu mig uppúr skónum en mér þótti aldrei eins gaman að vera í loftinu.  Ég var engu að síður með þætti á helling af útvarpsstöðvum, alveg frá hörðum danstónlistarþáttum á Mono 87.7, þar sem beat-skiptingar réðu ríkjum, yfir í Rólegt og rómantískt á Létt 96,7 þar sem væmnin réð ríkjum.  Mér þótti Rólegt og rómantískt skemmtilegur þáttur að stjórna, ekki allt fastmótað og því hafði maður töluvert frelsi.  Var t.d. með miðil hjá mér eitt kvöld í viku sem mér þótti ákaflega skemmtilegt.  Seinna var ég reyndar líka með þátt á Útvarpi Sögu um Frjálshyggju þar sem ég og Friðbjörn Orri vinur minn töluðum í tæpa 2 klukkutíma án þess að spila eitt einasta lag en það er sennilega eina dagskrárgerðin sem ég gæti hugsað mér aftur.  Ekkert talað um veðrið, óskalagasímann, hvað klukkan var né annað sem yfirleitt fylgir þessum hefðbundnu útvarpsstörfum.  Við höfðum næstum því tvær klukkustundir til að koma frelsinu, eitthvað sem við báðir börðumst (og berjumst) fyrir, inní hug Íslendinga.  Ótrúlega skemmtilegt og gert af einlægri ástríðu enda hvorugir að fá greitt fyrir.

Þegar ég kláraði Markaðs og útflutningsfræðina fann ég þörf fyrir að halda áfram og hafði reyndar áður einsett mér að fara í MBA nám áður en skólagöngunni lyki. 

Strax að Endurmenntun lokinni hélt ég til Kanada og kláraði þar BA Honours gráðu í hagfræði við Acadia University.

Af hverju er ég að telja allt þetta upp?  Jú því í dag lauk ég MBA náminu sem ég hef lagt stund á síðan ég kláraði hagfræðina. 

Í dag, 6 árum og 6 mánuðum seinna er ég að ljúka skólagöngunni minni.  Það er alveg stór skrítið að horfa um öxl á næstum því 7 ár í háskóla, hvað þetta hefur liðið hratt, verið ótrúlega erfitt á köflum og hvað ég er allt önnur manneskja en byrjaði að læra fyrir tæplega 7 árum! 

Blóð, sviti og tár en í dag er það uppskeran....allar gráðurnar eru komnar í hús!

Í dag er ég stoltur og ótrúlega sáttur.  Í dag er lífið er gott!


Auðvelt að græða á hlutabréfakaupum á Íslandi?

TradingFloor3Það er talað um að það taki 7 mínútur fyrir USA hlutabréfamarkaði að meðtaka nýjar upplýsingar um skráð fyrirtæki.  Þ.e.a.s. nýjar upplýsingar um fyrirtækið eru gefnar út, 7 mínútum seinna hefur hlutabréfaverð fyrirtækisins aðlagað sig og endurspeglar þessar nýju upplýsingar.

Á Íslandi tala menn um að það taki viku til 10 daga!

Erfitt að "beat the market"?


Drykkirnir

drinkFyrirtæki í dag eru alltaf að gleyma sér í meðalmennsku sem gerir það að verkum að vörur þeirra hverfa eins fljótt og þær koma.  Til að komast í umræðuna  verða fyrirtæki að gera eitthvað öðruvísi, fá fólk til að tala...wow factorinn eins og Seth Godin boðar taumlaust. 

Fyrirtæki í Singapore hefur svo sannarlega tekist það...þetta er snilld. 

"Out of the Box, a Singapore company, have launched a range of canned drinks called Anything(carbonated) and Whatever (non-carbonated).  The names derived from the typically non-plused, indecisive (and possibly sulkily adolescent) answer the creators often got when they asked their friends what they would like to drink.  Each range comes in 6 different flavours but none of the cans are marked so if you buy a can you just have to take the risk and hope you get a flavour you like.  It might be a novelty item but we like the mischievousness.  Apparently it's been a big hit with the Singpore teen market." 


Verður áhugamálið þitt bannað næst?

Í ljósi banni við reykingum á veitingastöðum er áhugavert að minnast orða Martins Niemöller.  Reykingar núna, feitur matur næst..., en hvað kemur á eftir því? 

Fjallaklifur eða önnur iðja sem þú stundar?

 

Martin Niemöller Priest about Hitler

First they came for the Communists, but I was not a Communist so I did not speak out. Then they came for the Socialists and the Trade Unionists, but I was neither, so I did not speak out. Then they came for the Jews, but I was not a Jew so I did not speak out. And when they came for me, there was no one left to speak out for me.  // http://www.us-israel.org/jsource/Holocaust/Niemoller_quote.html 

Suður Afríka

Fyrir nokkrum árum starfaði ég við sjálfboðastörf í Suður Afríku.  Þar starfaði ég í súpueldhúsi fyrir útigangsfólk sem kom í morgun og hádegismat til okkar.

Samhliða vinnunni vann ég að hagrannsóknum, ferðaðist mikið og talaði við mikið af fólki.

100_0730

Þessa mynd tók ég á flakki um miðbæ Höfðaborgar.  Hér eru nokkrir krakkar sem sáust reglulega í súpueldhúsinu.  Það var þvottadagur, stelpurnar voru að þrífa fötin þeirra á bílaplani uppúr drulluvatni en á meðan voru strákarnir að láta poka með lími í ganga á milli.  Allir út úr heiminum af vímu.  Daglegt brauð hjá heimilislausum sem báru fyrir sig að þau gerðu þetta til að halda á sér hita.  Frekar slöpp rök í 26-27 stiga hita!

Flestir krakkanna áttu enga foreldra, höfðu verið misnotaðir bak og fyrir og sennilega yfir 60-70% með AIDS!

100_0734

Í þessu tré geymdi hópurinn að ofan alla munina sína.  Gengin passa trén fyrir hvort annað en hver hópur á yfirleitt eitt tré sem teppi, föt ofl eru geymd í.  Maður fattar þetta ekki fyrr en maður fer að athuga, nærri öll trén þarna í kring voru með einhverjum kössum fötum og munum sem engin vogaði sér að snerta.

Vinnan opnaði fyrir manni mjög sorglegt hlutskipti margra í heiminum.


Orri bloggar:

Friðbjörn Orri  www.fridbjornorri.is bloggar í dag:

 Þeir eru margir sem halda þessu fram samtímis:

Það er ósanngjarnt að velja til starfs óhæfan karl þegar hæf kona sótti einnig um. Þess vegna viljum við kynjakvóta þar sem mögulegt er að velja óhæfari konu fram yfir hæfan karl.

 


Minningar frá síðasta ári

Í fyrra fór ég í rúmlega mánuð í bakpokaferðalag um Asíu.  Þá sótti ég heim Indland, Rússland, Kína og Tæland. 

PICT0521

 

IMGP1710

 Bilað útsýni úr virki á ferðalagi um Indland.  

IMGP1766

Bókstaflega annar heimur.  Tekin á flakki um Indland.

 PICT0653

Fallegasta mannvirki á jörðinni.  Ég ásamt Vikas vini mínum fyrir framan Taj Mahal.

 

PICT0679

 Bílstjórinn okkar í road tripinu um Indland. Hann skildi ekki orð í ensku, gamall hermaður og ferlega skemmtilegur.  Þurftum að stoppa nokkrum sinnum í kirkjum svo hann gæti beðið.  Að sjálfsögðu fórum við alltaf með honum.

PICT0934

 Að gefa tígrisdýrsunga pela í Tælandi.

PICT0421

 Á Rauða Torginu í Rússlandi...erfitt að vera einn að ferðast, enginn til að halda á myndavélinni!

PICT1002

Inni í Forboðnu borginni í Kína.


Hrakfallasaga úr flugi

b777chsoFlug sögur eru alltaf skemmtilegar.  Eitt sinn var stór og roskinn maður að fljúga á business class.  Hann þurfti að fara á salernið og stendur því upp, röltir fremst í vélina og opnar hurðina án þess að horfa fram fyrir sig, heldur horfir aftur í vélina á fullan business classa.  Það stakk hann aðeins hvað margir voru að horfa á hann þegar hann tók í hurðarhúninn og tók fyrsta skrefið inn.  Þegar önnur löppin var komin inná salernið heyrðist óp en inni sat ung kona að gera þarfir sínar sem hafði greinilega ekki læst hurðinni nógu vel.

 

Manninum brá svo þegar hann sá hvernig var að hann stökk aftur en hafði tekið skrefið á milli lappa stúlkunnar þegar hann fór inn og var því kræktur í buxurnar hennar.  Þegar hann bakkaði fram tosaði hann hana því af skálinni og fram á gang!  Greyið konan datt því af skálinni á gólfið og lá hálf nakinn með lappirnar út í loftið fremst í stórri 767 vél með augu allra á business class á sér.

 

Þessi er sönn! Ekki bara af því hún er góð J


Föstudagur (eiginlega laugardagur samt)

HI_logoÉg er bókstaflega búinn að taka einn geisladisk ástfóstri undanfarið sem gerist nú ekki oft.  Ibiza the sunset session en ég fann hann um daginn þegar ég var að drepa tíma á Heathrow á leið til Íslands.  Þrír diskar (sá þriðji bestur) af chillout tónlist.  Ég get ekki gefið nokkrum disk betri meðmæli!  Hann á ekkert skylt við Ibiza danstónlist þrátt fyrir þetta nafn, aftur eðal afslöppunartónlist!

 

Í kvöld kom ég til Íslands til að fara í lokapróf á miðvikudaginn næsta.  Skóli í fyrramálið, mánudag og próf miðvikudag.  Þjóðarbókhlaðan verður því mitt heimili næstu daga en þetta er síðasta prófið sem ég þarf að standast til að koma MBA gráðunni í höfn. 

Ég man þegar ég byrjaði í Hagfræðináminu í Kanada og horfði á árin framundan í náminu og miklaði þau fyrir mér.  Árin hurfu og gráðan var komin áður en ég vissi af.  Mér líður eins núna, þessi ár hafa bókstaflega horfið!

Búið að vera ótrúlega mikið flakk á mér á milli Íslands og London undanfarið en því fer nú að ljúka þegar námið er búið.  Ég hlakka mikið til að fara geta eytt helgum og frítíma í að spóka mig um í London en borgina bókstaflega elska ég.  Ég er svo sammála Samuel Johnson rithöfundi þegar hann sagði:

“When a man is tired of London, he is tired of life; for there is in London all that life can afford.”


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband