Föstudagur (eiginlega laugardagur samt)

HI_logoÉg er bókstaflega búinn að taka einn geisladisk ástfóstri undanfarið sem gerist nú ekki oft.  Ibiza the sunset session en ég fann hann um daginn þegar ég var að drepa tíma á Heathrow á leið til Íslands.  Þrír diskar (sá þriðji bestur) af chillout tónlist.  Ég get ekki gefið nokkrum disk betri meðmæli!  Hann á ekkert skylt við Ibiza danstónlist þrátt fyrir þetta nafn, aftur eðal afslöppunartónlist!

 

Í kvöld kom ég til Íslands til að fara í lokapróf á miðvikudaginn næsta.  Skóli í fyrramálið, mánudag og próf miðvikudag.  Þjóðarbókhlaðan verður því mitt heimili næstu daga en þetta er síðasta prófið sem ég þarf að standast til að koma MBA gráðunni í höfn. 

Ég man þegar ég byrjaði í Hagfræðináminu í Kanada og horfði á árin framundan í náminu og miklaði þau fyrir mér.  Árin hurfu og gráðan var komin áður en ég vissi af.  Mér líður eins núna, þessi ár hafa bókstaflega horfið!

Búið að vera ótrúlega mikið flakk á mér á milli Íslands og London undanfarið en því fer nú að ljúka þegar námið er búið.  Ég hlakka mikið til að fara geta eytt helgum og frítíma í að spóka mig um í London en borgina bókstaflega elska ég.  Ég er svo sammála Samuel Johnson rithöfundi þegar hann sagði:

“When a man is tired of London, he is tired of life; for there is in London all that life can afford.”


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gæti ekki verið meira sammála þér með þennan disk - er ekki enn búin að hafa mig út í það að láta reyna almennilega á disk nr 1 og 2 þ.s. nr 3 situr sem fastast í mínum græjum daginn út og inn - og líka úti í bíl :)
Gangi þér vel að læra - og btw er búin að henda inn myndunum frá London - u know the passw ;)

erladögg (IP-tala skráð) 9.6.2007 kl. 17:49

2 identicon

Myndirnar eru að rokka :)

Diskur 1 og 2 eru ekki eins öflugir og númer 3...en það eru nokkur lög á þeim báðum.  Audio Deluxe og Gorecki á Disk 1 sem dæmi hafa verið á repeat hjá mér.

Annars er það dagur #2 í lestri ! :-/

Gummi (IP-tala skráð) 10.6.2007 kl. 11:26

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband