Bloggfærslur mánaðarins, júní 2007
Föstudagur, 8. júní 2007
Bjartsýni
ég held að umferðarljósin
séu skotin í mér
af því þau eru alltaf að blikka mig.
ég held að bráðum stytti upp
af því nú er farið að rigna.
ég held að síldin komi bráðum aftur
af því búið er að gera samninga um sölu á henni.
ég held að gjaldheimtan láti mig í friði
af því ég elska friðin.
ég held að bráðum verði allt í lagi
af því nú er allt í ólagi.
ég held að bráðum hefjist lífið
af því nú er allt svo dauðlegt.
Ólafur Haukur Símonarson
Miðvikudagur, 6. júní 2007
Fólk verður að algjörum nöglum þegar samið er í gegnum tölvupóst
Það var skemmtileg grein í Markaðinum í dag eftir Aðalstein Leifsson um samningaviðræður í gegnum netið. Samskipti í gegnum ópersónulega miðla gera samskiptin nefnilega mjög ólíkt því sem á sér stað þegar þau eru persónuleg.
Hvað segir Alli?
Fólk er 8 sinnum líklegra til að missa þolinmæðina eða vera dónalegt í e-mail samskiptum en persónulegum.
Deilur magnast því auðvelt er að mislesa hinn aðilann
Mun líklegra er að fólk taki áhættu, beiti hótunum, lokatilboðum eða hörðum kröfum í gegnum tölvupóst en þegar talað er beint við hinn aðilann
Líkur á að samstarf náist eykst ef aðilar hafa hisst fyrir tölvupóst samskipti
Kannanir hafa ennfremur sýnt að það er mun líklegra að samningaviðræður beri árangur ef símtal á sér stað áður en farið er í tölvupóstinn.
Tækifæri er samt í fjarlægðinni í sumum tilfellum. Eins og t.d. þegar samið er við forstjóra stórfyrirtækis því félagslegur munur sést ekki eins vel.
Þeir sem eigar undir högg að sækja á fundum standa sterkar að vígi í tölvupósti
Þeir sem hafa lægri formlega stöðu innan hópsins leggja meira til málanna í tölvupóst umræðum
Konur eru líklegri til að setja fram fyrstu tillögur í samningaviðræðum með tölvupósti en á fundum.
Þriðjudagur, 5. júní 2007
Er náttúran hliðhollari kvenfólki?
Mánudagur, 4. júní 2007
Microsoft Surface
JAX segir frá nýju Microsoft producti á blogginu sínu í dag
http://www.microsoft.com/surface/
Framtíðin?