Bloggfærslur mánaðarins, maí 2007

TED - ideas that spread

ted_talks_1Nú geta allir með netaðgang horft og hlusta á marga af mestu hugsuðum samtímans.

www.ted.com

Algjör snilld!


Baugur Group

Íslendingar gera sér held ég alveg grein fyrir því að Baugur group er orðið stórt fyrirtæki erlendis.  En ég held samt að þeir geri sér ekki almennilega grein fyrir því hversu rosalega stórt það er orðið.

 
Untitled-1 copy
 

Sem dæmi er ekkert retail fyrirtæki í UK með fleiri outlet en Baugur.

Samtals á Baugur hvorki meira né minna en 2973 verlanir í Bretlandi!

Taflan hér að ofan sýnir hvernig skiptingin er á milli verslunartegunda:


Róleg tónlist eykur sölu!

Harley-Davidson-VRSCDVörumerki standa alltaf fyrir ákveðin karakter.  Lit, lúkk, lífsstíl ofl.  Þegar þau eru auglýst er gríðarlega mikilvægt að höfðað sé til allra skilningsvita í takt við karakter vörumerkisins.  Það verður að vera hip og kúl lag þegar Diesel vörumerkið auglýsir en klassískt þegar Lækjarbrekka gerir það.  Það er öllum augljóst af hverju.

 

Harley Davidson mótorhjólaframleiðandi er t.a.m. með einkaleyfi á vélarhlóðinu sem kemur frá motorhjólunum þeirra!  Benz bílaframleiðandinn (og fleiri reyndar) eyða milljónum á hverju ári í að finna rétta hljóðið þegar hurðunum á bílunum þeirra er skellt og margir fá einkaleyfi þegar "rétta" hljóðið er fundið.  Í bíl eins og Benz (og í raun hvaða vörumerki sem er) skiptir það auðvitað gríðarlega miklu máli að allt hljóð sem kemur frá bílnum sé í takt við þann karakter/gæði sem vörumerkið stendur fyrir.  Singapore flugfélagið hefur t.d. sína eigin lykt af handþurrkum, ákveðna tónlist í vélunum sínum, búninga, liti og ráða starfsfólk eftir því.  Konur mega ekki vera í sambandi og bara ein stærð af búningum eru í boði, passar ekki í hann þá vinnur þú ekki hjá þeim. Þó þeir gangi of langt í þessu að flestra mati stuðla allir þessir snertifletir kúnnans við vörumerkið að því að skapa einhverja heildarupplifun sem nota bene er ALLTAF eins.  Þú veist alltaf að hverju þú gengur.

 

Það er meira að segja til “nýja bíla lykt”!  Það er að segja, ilmvatn sem framleiðendur sprauta á innréttingarnar á nýjum bílum sem gefur þessa frábæru lykt er öllum finnst innan í nýjum bílum.  Hún endist yfirleitt í 6 vikur eða svo og gefur stoltum eiganda ákveðna upplifun.

 

Öll framsækin fyrirtæki og öflug vita að það verður að örva öll skilningsvitin í viðskiptum við neytendur.  Allt sem skynfærin okkar geta numið þegar við eigum viðskipti við fyrirtæki hefur áhrif á heildarupplifunina.

 

Í nýlegu The Economist (April 28) var talað um mikilvægi hljóðs í viðskiptum og hversu mikil áhrif þau geta haft á neytendur.  BAA sem á flugvelli í UK hefur gert tilraunir með tónlist á Glasgow flugvelli.  Fyrirtækið prófaði nýlega í 6 vikur að keyra umhverfishljóð með fuglasöngi og sjávarhljóðum á flugvellinum.  Með því að mæla verslun með þessari umhverfistónlist og svo þeirri tónlist sem var venjulega komst BAA að því að sala fór upp um 10% þegar afslappandi umhverfistónlistin var í gangi!

 

Það er þekkt að matsölustaðir geta stytt þann tíma sem fólk situr og borðar með því að spila hraða tónlist og róleg tónlist hefur öfug áhrif. Kannanir hafa einnig sýnt að róleg tónlist lætur fólk eyða meiri tíma í verslunum og bein orsakatengsl hafa verið fundin við aukin viðskipti þegar tónlistin er rólegri (meira afslappandi).

 

Eftir að hafa farið frekar víða og þá í tískuvöruverslanir í mörgum löndum hef ég tekið eftir því að allar reyna að vera með einhverskonar danstónlist í gangi til að vera hip og kúl.  Þetta er alveg alrangt og getur skv. rannsóknum komið niður á tekjunum þeirra.  Verslun sem veltir 100 milljónum getur orðið af 10 milljónum á ári með vitlausann geisladisk í gærjunum!  Það þarf ekki að vera stílbrot að vera með rólegri tónlist, bara finna réttu tónlistina sem passar karakternum.

 

Hver segir að markaðsfólk geti ekki haft áhrif á neyslu?!

 - - -  

Er annars á Faro flugvelli í Portugal á leið til London, svo verður ferðinni heitið til Íslands í kvöld. 

 

Miðlar og auglýsingatekjur

Margir kollegar mínir hafa kvartað yfir því að íslenskar auglýsingastofur og markaðsstjórar hafi ekki hugmynd um hvernig eigi að nota netið sem miðil.  Auglýsingamarkaðurinn í Englandi er sennilega einn sá þroskaðasti í heiminum og hér skiptir netið miklu máli og verður mikilvægari og mikilvægari miðill með hverjum mánuðinum sem líður.

Ég hef verið að velta þessu fyrir mér, sú átt sem Bretland er að fara í í net auglýsingum á bara ekki við á Íslandi.  Google, affiliate marketing o.s.frv.  Íslands markaður er svo litill að það er óþarfi...hvað stendur þá eftir á netinu?  Hendi einn færslu hér fljótlega með ýmsu sem ég hef verið að spá í en annað en presencinn á netinu, upplýsingagjöf og gátt til að eiga samskipti við viðskiptavinina þína finnst mér netið ekki eiga mjög marga sterka punkta á Íslandi...og þó.

Hvernig skiptast auglýsingatekjur á miðla í UK síðustu ár? Kemur eitthvað á óvart?

ad rev

 Dagblöð, tímarit hafa lækkað mikið Útvarp sömuleiðis eitthvað aðeins.  Ég er reyndar á því að útvarp sé dauður auglýsingamiðill innan nokkra ára.  Þegar netið verður komið út um allt og FM957 keppir við Capital Radio í UK og Kiss í US eiga ekki allir eftir að hætta að hlusta á FM957, bara mjög margir.  Minni og dreifðari hlustun, minni auglýsingatekjur, minna hægt að skapa og gera.

Útvarp er nefnilega bara að spila lög, það er ekkert content að verða til þar sem er áhugavert.  Í dag skiptir content ÖLLU máli!  Á FM957 er það t.d. bara einn þáttur, Zúber þar sem verið er að búa eitthvað til..en samt er meiri tónlist í honum en tal. 

Dagblöð eru líka að missa marks og reyndar tímarit líka, lestrartölur fyrir bæði eru að dala og auglýsingatekjurnar fylgja með. 

- - -


Föstudagsblogg

Ég er á Algarve í Portugal þegar þetta er skrifað.  Veðrið frábært en ástæðan fyrir veru minni hér er vinna svo dagskráin er frekar þétt, fer til Íslands á sunnudaginn og svo London aftur á miðvikudaginn.

 

Hingað hef ég komið einu sinni áður fyrir mörgum árum.  Þá með leiguflugvél með úrvali útsýn ef ég man rétt.  Þá lenti ég, á leiðinni heim, í versta flugi sem ég hef nokkurn tímann lent í.  Sat í öftustu röð í vélinni (spænsk flugfélag) og því ekki hægt að halla sætunum aftur.  Í kringum mig voru allt krakkar sem voru til skiptis grátandi, öskrandi eða annað þvíumlíkt sem myndaði gríðarlega mikinn hávaða.  Þetta tvennt hefði verið alveg nóg í góða kvörtun, það sem bætti hins vegar gráu ofan á svart er að 2 amk af krökkunum voru veikir í maganum og ráku við alla leiðina svo það var bókstaflega ÓLÍFT í vélinni!

 

Hræðilegasta flugreynsla sem ég hef lent í!

 

Á mánudaginn síðasta kláraði ég Markaðsfræði II, Service Leadership áfanga í MBA náminu.  Mjög áhugaverður og hagnýtur...mæli með bókinni eftir Svöfu Service Leadership sem er kennd í honum.  Fanta góð!

 

Nú er bara einn áfangi í MBA gráðuna, Fjármál Fyrirtækja.  Er að sækja tíma á Íslandi á mánudagskvöldum næstu vikur...en lokaprófið í honum er í byrjun Júní en þá byrjar maður að taka sumarfrí.

 

Það sem er komið:

 
  • Dagsferð til Grænlands
  • Hestaferð með Íshestum
  • Business class til Suður Afríku (sennilega áfram þaðan Norður yfir landamærin)
  • Business class til Tælands (sennilega áfram þar til amk Kambótíu)
 

Skemmtilegt sumar framundan!


Ungt fólk í dag

Ég lauk nýlega við lokaritgerð fyrir Meistaranámið sem ég legg stund á við HÍ.  Ritgerðin tók á ungu fólki: neyslu, lífsstíl ofl. Útgangspunkturinn var að búa til heilsteypta mynd af markhópnum 16 til 25 ára fyrir markaðsstjóra sem eru að reyna fanga hugi þeirra.

Af hverju valdi ég þennan hóp?

16-25 ára hópurinn er gríðarlega mikilvægur því hann hefur áhrif á kaup langt umfram eigin neyslu og kaupgetu.  Í raun trendsetter fyrir bæði yngra fólk og eldra.  Það eru nefnilega tvö mjög sterk trend í gangi í heiminum.  Fyrst er það Kids grow old younger og hitt er Adults stay younger longer. 

Með öðrum orðum vilja krakkar verða fullorðnir fyrr.  Á sama tíma vilja þeir sem eldri eru sífellt vera ungir lengur og haga neyslu sinni að miklu leyti eftir þessum kjarnaaldri.

Virgin Mobile, Nike, Timberland og MTV hafa öll hagað markaðsstarfi sínu fyrir þennan hóp en náð geysilegum árangri hjá bæði yngri og eldri einstaklingum.  Margir markaðsstjórar halda að með því að fókusera á t.d. þennan hóp að þeir útiloki alla aðra.  Það er auðvitað al rangt, ekki bara vegna þessarra trenda heldur einnig vegna þess að þó karakter einkenni brandsins og markaðsstarf sé sniðið að þessum hópi eru auðvitað allir hópar mögulegir viðskiptavinir.   

,,One Size fits nobody" in particular sagði Henry Ford, en það er einmitt kjarninn.  Varan verður alveg litlaus og þóknast í raun engum ef hún hefur ekki með mjög skilgreindan markhóp og karakter.  Með öðrum orðum, hún verður að standa fyrir eitthvað...einhver gildi einhverja tilfinningu.

Nóg um það, en ég gerði mjög mikið af rannsóknum á þessum hóp fyrir ritgerðarskrifin og ætla birta öðru hverju áhugaverðar niðurstöður úr þeim hér á næstunni.

Hér er að finna MSN og Blog notkun hópsins.  Magnað hvað þessi tvo samskipta/tjáningarform hafa náð sterkt til hópsins. Af hverju eru ekki fleiri íslensk fyrirtæki að búa til MSN-broskalla sem eru fyndnir og fólk sendir á milli, af hverju eru ekki fleiri fyrirtæki að búa til sniðugar virar herferðir sem byggja á því að fólk bloggi um leik eða eitthvað álíka?  Hér eru fullt af tækifærum sem engin hefur nýtt sér ennþá á Íslandi.

 

msn-blogg


Besta þróunaraðstoðin? Frjáls viðskipti!

,,If developing world governments reduced import tariffs and increased international trade, their poorest citizens would benefit directly.
The World Bank estimates that if all countries were tariff-free, income around the globe would increase by $832 billion as a result of increased trade in all goods.
Most of these gains ($539 billion) would flow to developing countries."
South Africa's Free Market Foundation

Johan Norberg um framfarir heimsins...

19991101_poverty2_rkg_059Mankind has passed some significant milestones recently, which symbolise a changing world:

- During the second half of last year, China´s merchandise exports exceeded America´s.

- In the first three months this year, Toyota became the world´s biggest carmaker, pushing General Motors down to second place, after 76 years in first place.

- Last year, the emerging economies´ share of world GDP was bigger than the developed countries´ share.

- The World Bank recently estimated that the number of people in extreme poverty dropped below one billion.

- For the first time ever, the urban population worldwide is bigger than the rural.

- For the first time, more people worldwide work in the service sector than in agriculture (the biggest employer the last 10,000 years).


Meira um þjónustubresti

supermarket-1Matvöruverslun í USA sem gaf sig út fyrir að vera ávalt með ferska ávexti lenti í því að fastakúnni verslar þar epli til að nota í veislu seinna um kvöldið.  Hann kemst hins vegar að því þegar heim er komið að eplin eru ónýt.  Kúnninn strunsar niðrí búð aftur og talar við fyrsta starfsmanninn sem hann sér.  Starfsmaðurinn hafði nýlokið við rifrildi við kærustuna sína og lét það heldur betur bitna á viðskiptavininum sem fékk eplin ekki bætt fyrr en eftir langt rifrildi.

 

Atvikið komst í verslunarstjórann eftir að kúnninn hafði rokið út en þessu var fylgt eftir.  Eftir aðeins 24 klst vissu 64 manns af atvikinu!

 

Segjum að helmingurinn hafi verið viðskiptavinir verslunarinnar (eða keðjunnar) og hver versli fyrir u.þ.b. 20þ kr á mánuði.  Verslunin varð með þessu af rúmlega 7,5 milljónum króna í tekjur á ári!


Nýtt blog heimili

P1010002Nú er ég búinn að skipta um umhverfi. 

Á næstu dögum mun ég flytja það sem mér þykir áhugaverðast af gamla vettvangi mínum á netinu hingað svo færslurnar verða blanda af nýjum og eldri áhugaverðum rannsóknum og vangaveltum.

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband