Bloggfærslur mánaðarins, maí 2007

Hafa ritstjórnarstefnur blaða áhrif á virkni auglýsinga?

Auglýsendur á Íslandi taka oft ákvarðanir um að auglýsa ekki í ákveðnum miðlum (slúðurblöðum sem dæmi) ef ritstjórnarstefnan þar er þeim ekki að skapi. Þeir telja að trúverðugleiki auglýsinganna þeirra sé lakari í slíkum miðlum en öðrum.
Er auglýsingin þín trúverðugri í National Enquirer en People?


Í rannsókn Valentine Appel Editorial Environment and Advertising Effectiveness sem birtist í Journal of Advertising Reseach des 2000 komst höfundur að því að trúverðugleiki sé ekki minni í slíkum blöðum á meðal lesenda þeirra. Með öðrum orðum, ritstjórnarstefna blaðsins hefur engin áhrif á viðhorf lesenda þess á auglýsta vöru.


Í stuttu máli, á meðal lesenda National Enquirer nýtur auglýsing sama trúverðugleika og í People. Þeir sem lesa hins vegar ekki National Enquirer höfðu ekki sömu trú á auglýsingunni í rannsókninni. Það skiptir auglýsendur auðvitað litlu því þeir sjá ekki auglýsinguna í miðlinum hvort eð er, þar sem þeir lesa aldrei blaðið.


Ef við heimfærum yfir á Ísland eru engar vísbendingar sem benda til þess að GK vörumerkið eigi eitthvað síður heima í DV en Blaðinu. Í báðum miðlum nær auglýsingin sömu hughrifum á meðal lesenda miðlanna. Dekkun þeirra og snertiverð er þá það sem eftir stendur.


Geta auglýsingar haft áhrif á virkni vöru?

Í Journal of Marketing Research fyrir nokkrum árum var gerð könnun á orkudrykkjum og áhrif af neyslu þeirra. Neysla orkudrykkja hefur líkamleg áhrif, eykur blóðþrýsting. Það er því auðvelt að kanna hversu vel neysla þerra hefur áhrif á neytendur.Í stuttu máli voru nokkrir hópar, hluti fékk orkudrykk með virkum efnum (líkt og Bomba og Magic) aðrir drykk með engum virkum efnum. Öllum hópum var sagt að þeir væru að drekka orkudrykki.

Blóðþrýstingurinn hjá þeim sem drukku drykkinn með engum "orkuefnum" jókst jafn mikið og hjá þeim sem drukku orkudrykk í raun og veru. Ef hóparnir trúðu því að orkudrykkir myndu auka blóðsþrýstinginn, sama hvort þeir drukku orkudrykk eða drykk sem var með engum virku "orkuefnum", þá jókst blóðþrýstingurinn hjá þeim.Með orðum orðum, markaðsherferðir geta haft áhrif á eiginleika vöru!


Á maður ekki að delja of lengi við hlutina?

Magnað hvernig við tökum oft ákvarðanir. Á sekúndubrotum veit maður oft hvora leiðina maður vill fara en það er ómögulegt að skýra útaf hverju maður er svona viss. Þegar við stöndum frammi fyrir einhverri vöru eða kynnumst einhverjum nýjum þá oft vitum við hreinlega strax hvort okkur líkar við einstaklinginn eða vöruna.

Þegar maður var í skóla vissi maður sem dæmi strax hvort manni líkaði við kennara eða ekki. Það tók ekki heila önn, ár eða marga tíma með honum. Af hverju er ég að pæla í þessu? Ég var að byrja á bók, Blink, sem er frá sama höfundi og The Tipping Point sem er alveg frábær.

Það hefur verið gerð rannsókn á þessu, sem talað er um í Blink, þar sem nemendur fengu þrjú 10 sec. videomyndbönd af kennurum með engu hljóði. Enginn af nemendunum átti erfitt með að gera upp hug sinn varðandi kennarann, hversu góðir eða slæmir þeir voru. Þegar myndböndin voru stytt í 5 sec. hafði það engin áhrif, útkoman var sú sama. Meira að segja þegar myndböndin voru stytt niður í 2 sec. voru niðurstöðurnar ótrúlega líkar!

Þegar sömu kennarar voru metnir af nemendum sem höfðu setið heila önn með þeim voru niðurstöðurnar þær sömu! Það er hreint ótrúlega magnað hvað undirmeðvitundin okkar er öflug! Samt er það viðtekin venja hjá okkur að við eigum aldrei að dæma bók af umbúðunum, hugsa áður en við tökum ákvarðanir...safna eins miklu upplýsingum áður en við förum af stað og svo framvegis!

Mér finnst þetta áhugavert sérstaklega með tilliti til spjalls sem ég heyrði af við Björgólf. Einn sem ég kannast við spjallaði við hann og fór að spyrja hvernig hann færi að því að ná svona miklum árangri í fjárfestingum sínum. Björgólfur svaraði því til að hann dveldi ekki of lengi við hlutina og væri ekki að velta þeim of mikið fyrir sér. ,,Það borgar sig ekki að eyða of miklum tíma í ákvarðanir, það er miklu öflugra að láta bara vaða ef maður hefur góða tilfinningu fyrir þeim.”

Ég er búinn að vera 6 ár í háskóla þar sem ég hef verið formataður á því að stoppa, gefa sér góðan tíma og velta hlutunum nógu vel fyrir sér með öllum tiltækum upplýsingum áður en vaðið er af stað. Eftir 6 ár er ég samt ennþá frekar ör og veð frekar fljótt í hlutina...ætti ég þá nokkuð að breyta því?

Þjónusta-Þjónustubrestur

madAtPhoneÞað er geysilega mikilvægt fyrir fyrirtæki að veita góða þjónustu og ekki síður að bregðast við þjónustubresti af fullum krafti, hratt og örugglega.

Ef tölurnar eru skoðaðar:

Allir sem kvarta segja að jafnaði 10 manns frá því

Fyrir hvern sem kvartar eru að jafnaði 26 sem ekki kvarta

Á bak við hverja kvörtun eru því 270 manns sem hafa lent í eða heyrt af slæmri þjónustu fyrirtækisins.

Ef ímyndum okkur að 5 kvartanir berist í hverri viku, eru 5400 manns sem verða fyrir barðinu á slæmri þjónustu eða heyra af slæmri þjónustu fyrirtækisins í hverjum mánuði

5400 manns er ótrúlega há tala, tala nú ekki um á ársgrundvelli x12!

Það er hins vegar ljós í mykrinu að þau fyrirtæki sem bregðast hratt og vel við þjónustubresti ná oft að snúa þeim sem verða fyrir slæmri þjónustu hratt.  Service Recovery Paradox skýrir þetta en þegar fólk verður fyrir barðinu á slæmri þjónustu sem er leyst á aðdáunarverðan hátt verða þeir kúnnar oft ennþá tryggari viðskiptavinir en áður og deila auðvitað jákvæðu reynslu sinni á fyrirtækinu með fólkinu í kringum sig.

Ekki er síður mikilvægt að það tekur að jafnaði 6 mánuði frá því að þjónusta fer að dala þar til neytendur breyta kauphegðun sinni!

- - -

Annars sit ég við próflestur, næst síðasta prófið á morgun en svo er MBA gráðan í höfn.  Það er ekki laust við að það hlakki í manni við tilhugsunina að þetta sé að verða búið.


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband