Meira um þjónustubresti

supermarket-1Matvöruverslun í USA sem gaf sig út fyrir að vera ávalt með ferska ávexti lenti í því að fastakúnni verslar þar epli til að nota í veislu seinna um kvöldið.  Hann kemst hins vegar að því þegar heim er komið að eplin eru ónýt.  Kúnninn strunsar niðrí búð aftur og talar við fyrsta starfsmanninn sem hann sér.  Starfsmaðurinn hafði nýlokið við rifrildi við kærustuna sína og lét það heldur betur bitna á viðskiptavininum sem fékk eplin ekki bætt fyrr en eftir langt rifrildi.

 

Atvikið komst í verslunarstjórann eftir að kúnninn hafði rokið út en þessu var fylgt eftir.  Eftir aðeins 24 klst vissu 64 manns af atvikinu!

 

Segjum að helmingurinn hafi verið viðskiptavinir verslunarinnar (eða keðjunnar) og hver versli fyrir u.þ.b. 20þ kr á mánuði.  Verslunin varð með þessu af rúmlega 7,5 milljónum króna í tekjur á ári!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband