London á sunnudegi

Magnað að búa í London og vera svo alltaf umkringdur einhverju “íslensku”.  Vinir mínir hér eru allir íslenskir.  Mjög margir af þeim sem ég vinn með eru íslendingar...og svo er maður alltaf á einhverjum íslenskum eventum.

Fór á Garðar Cortes tónleika í Barbican í London á miðvikudaginn sem var alveg brilljant.  Diddú söng með honum en ég er nú svolítið á því að hún hafi skotið honum ref fyrir rass.  En bæði voru þrusu góð.

Mamma og pabbi fóru svo í gær, en þegar þau fóru lauk í raun Operation koma sér fyrir í nýju íbúðinni....en dagurinn í dag fer í að flytja draslið hans Viðars yfir sem er nú þegar byrjað.

Man einhver eftir Ross í Friends þegar hann var að flytja???  “TIP-IT, TIP-IT , TIIIIPPPPP-IT !!!” .... það er minn veruleiki í dag!!!! Stigagangarnir hérna eru ALLTOF þröngir!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Supriya Sunneva Kolandavelu

heheheh.. Friends eru náttla snilld!! ;) vona ganga flutningarnir vel.. ég kíki á þig einhverntíma þegar ég er við hestaheilsu... ehmm! :)

Knús

Supriya Sunneva Kolandavelu, 1.10.2007 kl. 16:49

2 Smámynd: Eva Þorsteinsdóttir

Til hamingju með flutningana!

Eva Þorsteinsdóttir, 1.10.2007 kl. 17:25

3 identicon

Gummi, gangarnir hér eru alveg góðir ....eg á bara "aðeins" of leiðinlega hluti til flutnings. TIP-IT, TIP-IT dæmið var maganð ....atti svo vel við þarna.

Hvað lærðum við samt á þessum flutning? jú við erum ekki svo góðir verkfræðingar en þá jákvæða að við erum samt betri verkfræðingar núna en fyrir fluning :)

Viddi (IP-tala skráð) 9.10.2007 kl. 23:24

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband