Færsluflokkur: Markaðsmál
Þriðjudagur, 23. nóvember 2010
Simmi og Jói eru flottir markaðsmenn!
Simmi og Jói voru nýlega valdir markaðsmenn ársins af Ímark. Það eru margar ástæður fyrir því af hverju þeir eiga titilinn skilið.
Joe Pine, sem er á leið til Íslands 3. des á vegum Ímark, færir rök fyrir því að eina leiðin til að aðgreina sig í dag sé með upplifunum. Vöru úrvalið í öllum vöruflokkum er orðið það mikið að eiginleikar eru ekki lengur nóg. Allir geta afritað eiginleika vara. Það er hins vegar erfiðara að afrita upplifunina. iPod er t.d. ekki besti MP3 spilarinn, það eru til aðrir sem eru ódýrari og með fleiri eiginleikum. Samt vilja allir Apple iPad. Engin vill heldur spilara sem er ,,eiginlega alveg eins" og iPad, þó hann sé jafnvel aðeins ódýrari - þá er hann fake!
Simmi og Jói hafa byggt upp veitingastað sem selur mjög staðlaða vöru, hamborgara, en þeir pakka henni inn í upplifun sem er einstök og fólki að skapi.
Í fyrsta lagi er öll hönnun á staðnum glæsileg og öll í sama stíl (allt frá matseðli til innréttinga).
Í öðru lagi eru þeir frægir og mjög oft á staðnum ef maður snæðir á Hamborgarafabrikkunni sem gerir það svolítið ,,öðruvísi" að fara þangað.
Í þriðja lagi er maturinn frábær og settur fram á svolítið öðruvísi hátt
Með þessu þrennu hefur þeim tekist að búa til veitingastað sem selur staðlaða vöru sem er einstök í umbúðunum sem þeir matreiða hana í. Það getur engin kóperað Hamborgarafabrikkuna - því hún er einstök!
Ég er mjög ánægður með að þessir félagar mínir hrepptu verðlaunin í ár. Þeir hafa búið til flotta vöru sem fólki líkar við. Þeir hafa ennfremur kynnt hana geysilega vel.
Simmi og Jói eru vel að titlinum komnir!
Markaðsmál | Breytt 24.11.2010 kl. 21:14 | Slóð | Facebook
Fimmtudagur, 26. ágúst 2010
Markaðsfólk og góðverk = Sigur í samkeppni?
Í nýlegri rannsókn kom fram að það er lítil vitund á meðal almennings á góðverkum fyrirtækja. Mörg fyrirtæki styrkja hin ýmsu góðu málefni sem fáir vita af en því uppskera fyrirtæki ekki góðan hug frá almenningi fyrir vikið.
Þetta er slæmt því kannanir sýna að fólk er tilbúið að borga meira fyrir vörur og þjónustu frá samfélagslega ábyrgum fyrirtækjum.
Hvernig getur markaðsfólk bætt úr þessu? Besta leiðin er að tryggja að það sé tengin á milli þess sem fyrirtæki styrkir og staðfærslu þess á markaðinum. Með öðrum orðum að það sé samnefnari á milli ímyndarþátta fyrirtækisins í hugum fólks og málefnisins sem fyrirtækið styrkir. Þannig verður auðveldara fyrir fólk að þekkja aðgreiningu fyrirtækisins á markaðinum.
Við þetta eykst almenn vitund á staðfærslu fyrirtækisins eykst og það verður líklegra að fyrirtækið fái góðan hug frá fólki vegna þeirra góðu málefna sem það leggur lið.
Markaðsmál | Breytt s.d. kl. 20:50 | Slóð | Facebook
Miðvikudagur, 21. júlí 2010
Peter Drucker og Frederick Webster um hvað við Markaðsstjórarnir eigum að vera gera
Markaðsmál | Breytt s.d. kl. 00:09 | Slóð | Facebook
Þriðjudagur, 20. júlí 2010
Fyrirtæki græða mikið á að byggja upp sterk vörumerki!
Fyrirtæki hafa mikinn ábata af því að byggja upp vörumerkin sín svo þau verði sterk. Rannsóknum ber saman um að helstu ábatar fyrirtækja af sterkum vörumerkjum séu:
- Fólk telur vörur betri frá slíkum fyrirtækjum
- Tryggð viðskiptavina við vörumerkin verða meiri
- Ekki eins mikil áhrif þegar krísur skella á eða gagnvart nýjum útspilum samkeppninnar
- Hærri framlegð
- Meiri áhrif á sölu þegar verð er lækkað, minni þegar verð er hækkað
- Meiri áhugi hjá fyrirtækjum eða stofunum á samstarfi eða að aðstoða
- Fólk tekur frekar eftir auglýsingum og öðrum markaðssamskiptum frá þeim
Markaðsmál | Breytt s.d. kl. 18:40 | Slóð | Facebook
Laugardagur, 10. júlí 2010
Vörumerki geta látið samlokuna smakkast betur!
Markaðsmál | Slóð | Facebook
Þriðjudagur, 8. júní 2010
Ný íslensk könnun - hvaða samskiptamiðlum treysta Íslendingar?
Markaðsmál | Breytt s.d. kl. 17:32 | Slóð | Facebook
Mánudagur, 7. júní 2010
Skipta nöfn máli við sigur í samkeppni?
Í einni rannsókn var fólki sýndar myndir af tveimur stúlkum og í framhaldi spurt hvor stúlkan væri fallegri. Nöfn stúlknanna voru ekki gefin upp.
50% sögðu að stúlkan á mynd A væri fallegust, og 50% að stúlkan á mynd B væri það.
Þegar fólk var hins vegar spurt með nöfnum stúlknanna á myndunum breyttust svörin. Önnur hét Kristín en hin Geirþrúður. Nú sögðu 80% að stúlkan á Mynd A (Kristín) væri fallegust, en aðeins 20% að stúlkan á Mynd B væri fallegust (Geirþrúður).
Svo það er ljóst að nöfn geta haft mikil áhrif!
Markaðsmál | Slóð | Facebook
Sunnudagur, 6. júní 2010
Fyrirlestur með Jonathan Taplin á vegum Hvíta húsins á föstudag
Ég var á áhugaverðum fyrirlestri hjá Jonathan Taplin á föstudag sem Hvíta húsið auglýsingastofa stóð fyrir. Taplin fjallaði um þær miklu breytingar sem heimurinn stendur frammi fyrir vegna útbreiðslu netsins.
Það var orð sem hann notaði til að lýsa ástandinu í dag, sem mér þótti verulega skemmtilegt. Interregnum. Orðið þýðir tímabilið á milli þess sem kóngurinn fellur og nýtt (gjörbreytt) stjórnarfar tekur við. Kannski svolítið eins og við erum að upplifa á Íslandi í stjórnmálunum. Það eru breytingar sem bíða okkar...sem við gerum okkar enga grein fyrir hverjar verða.
Taplin notaði orðið til að lýsa stöðu fyrirtækja. Það væri bókstaflega allt í umhverfinu að umbyltast með þeim tækniframförum sem netið hefur gefið af sér. Hættan hér væri hins vegar að stjórnendur átti sig oft ekki á þeirri byltingu sem er handan við hornið. Þeir halda að umhverfið þróist línulega, en gera sér illa grein fyrir þeim sóknarfærum fyrir nýja aðila að koma inn á markað vopnaða nýrri tækni.
Taplin gaf það í skyn að sjónvarpið væri að deyja sem miðill. Því er ég ósammála og tölurnar líka. Fólk í öllum aldurshópum er að horfa meira á sjónvarp. Líka yngsti hópurinn í hinum vestræna heimi. Það sem er hins vegar að breytast er að fólk er að horfa á fleiri stöðvar svo áhorfið á hvern þátt er alltaf að minnka, en heildaráhorfið á sjónvarp er að aukast. En Taplin hafði hins vegar rétt fyrir sér með að öllu sjónvarpsefni verði dreift um IP í náinni framtíð
Jákvæð þróun fyrir markaðsfólk því sjónvarpsauglýsingar hafa t.a.m. orðið margfalt ódýrari en flókið fyrir miðlana því hver miðill fær sífellt minna áhorf.
Fyrir almenning er þetta auðvitað frábært...meira úrval af afþreyingu en nokkurn tímann fyrr. Sérstaklega fyrir þjóð eins og okkar sem vorum aldrei með sjónvarp á fimmtudögum og svo fór RÚV alltaf í frí í júlí!
Markaðsmál | Slóð | Facebook
Föstudagur, 4. júní 2010
Af hverju horfa viðskiptavinir þínir alltaf eingöngu á verðið?
,,Maybe the reason it seems that price is all your customers care about is...
... that you haven't given them anything else to care about."
Seth Godin
Markaðsmál | Slóð | Facebook
Miðvikudagur, 2. júní 2010
Hvers vegna þarftu að auglýsa vöru sem er að seljast vel?
Hr. Wrigley (tyggjógaurinn) var einu sinni spurðu af vini sínum í lest:
Hvers vegna þarftu að auglýsa tyggjóið þitt svona mikið sem hefur yfirburða markaðshlutdeild? Wrigley svaraði þá: Hver hratt fer þessi lest sem við erum í? Vinurinn svaraði: Svona 130 km hraða. Þá svaraði Wrigley: Hvað heldur þú að myndi gerast ef við létum vélstjórana hætta að kynda vélina?
Úr Sigur í samkeppni
Markaðsmál | Slóð | Facebook