Færsluflokkur: Bloggar
Föstudagur, 10. september 2010
Michael Porter um Sigur í samkeppni með aðgreindum vörumerkjum
Föstudagur, 3. september 2010
Word of mouth er mikilvægt

Þriðjudagur, 31. ágúst 2010
Grafísk framsetning á einni merkilegustu markaðsfræðigreininni
Mánudagur, 30. ágúst 2010
Þekking innan fyrirtækja og Markaðsrannsóknir
Fyrrum forstjóri Unilever sagði eitt sinn:
,,If we only knew what we know we would double our profits."
Mörg fyrirtæki sitja á miklu magni upplýsinga en nýta illa. Áskorunin fyrir 10-15 árum var að safna upplýsingunum - nú er ofgnótt upplýsinga og listin snýst því um túlkun og skilning.
Okkur skortir yfirleitt ekki frekari upplýsingar - heldur að nýta betur þær sem við höfum!
Föstudagur, 20. ágúst 2010
Vefborðar og Icelandair
Icelandair hóf í kvöld haust herferðina sína. Þó ég sé hlutdrægur, finnst mér þessi herferð ein sú flottasta frá okkur í langan tíma. Íslenska auglýsingastofan er að skora stórt í þetta skiptið.
Það verður ánægjulegt að fylgjast með viðbrögðunum næstum daga.
- - -
Það er ákveðin mýta í gangi um að vefborðar þurfi að vera tæknilega flóknir og hlaðnir upplýsingum. Fyrir námskeiðin okkar Kristjáns nú í haust erum við að keyra vefborða á MBL.IS sem, ólíkt flestum borðum á Íslandi, hafa aðeins að geyma eina mynd.
Allir geta haft skoðun á því hvort þeir séu fallegir - mér finnst þeir persónulega örlítið off ennþá, en nýir detta inn í næstu viku. Umferðin sem þeir hafa skapað inn á www.online.is er hins vegar meiri en mjög tæknilega flottir borðar sem við vorum virkilega ánægðir með í byrjun árs (skiluðu einnig vel).
Þetta kom okkur mjög skemmtilega á óvart.
Fyrirtæki sem þora ekki að fara vefborðaleiðina vegna kostnaðar við að búa til (tæknilega) glæsilega borða geta vel slakað á. Vefborðar sem hafa aðeins að geyma eina einfalda mynd - og því mun ódýrari í framleiðslu en flestar aðrar auglýsingar - geta skilað miklum árangri. Á móti kemur auðvitað að ein mynd ber ekki mikið af upplýsingum. Í flestum tilfellum ætti það þó að vera nóg til að ýta við fólki.
Sú staðreynd að 60% af þjóðinni fer á MBL.IS daglega, og næstum 90% vikulega - gerir staðsetningu borðanna auðvitað geysilega sterka.
Mánudagur, 19. júlí 2010
Sögur eru lykillinn að því að sigra!
Með réttri mörkun getum við gert eitthvað sem er hversdagslegt og venjulegt að einhverju stærra og meira.
Hjörtur hjá Scope orðaði þetta mjög vel:
,,Lítil þúfa segir manni ekki mikið ein og sér, en ef henni fylgir saga um ástir og morð þess er undir henni hvílir, getur þessi sama þúfa haft furðu mikil áhrif á þann sem hjá henni stendur."
Fimmtudagur, 15. júlí 2010
Netklúbbar mun verðmætari fyrir fyrirtæki en Facebook og Twitter

Þriðjudagur, 13. júlí 2010
Árangur með tölvupóstum
Í nýrri könnun kom í ljós að það skipti mjög miklu máli hvort fréttabréf fyrirtækja væru send í nafni fyrirtækisins eða í nafni tengils viðkomandi hjá fyrirtækinu.
Þegar netklúbbspóstar voru sendir í nafni tengla fyrirtækjanna var opnunarhlutfall að meðaltali 64%, og smellihlutfall 21%. Á móti var opnunarhlutfall á póstum í nafni fyrirtækjanna sjálfra með 21% opnunarhlutfall og 2% smellihlutall.
Könnunin sýnir mikilvægi FROM: dálksins í tölvupóstum sem er það fyrsta sem hugsa verður um að sé í lagi.
Fimmtudagur, 24. júní 2010
Heilsdagsnámskeið í markaðssetningu á netinu 19 júlí
Sjá nánari upplýsingar um námskeiðið Markaðssetning á netinu II hér:
http://www.online.is/wp-content/uploads/2010/01/namskeid_19juli2010.pdf