Þriðjudagur, 26. maí 2009
Halldór Laxness var með "branding" á hreinu!
"Ágætir menn kveðja sér hljóðs í blöðunum aftur og aftur og segja: okkur vantar landkynningu. Orsökin er þá venjulega sú að einhver blaðamaður úti í heimi hefur logið upp ósögum um landið. .....
Hátterni okkar einsog það birtist í daglegustu atriðum lífs og starfs er landkynning okkar ekki skrumauglýsingar um landið til dreifingar utanlands. Gagnvart útlendingum eru veitingahús og gististaðir fyrst og fremst opinberar landkynningarstofnanir. Gestgjafinn á hótelinu á Þingvöllum, þeim helga stað vorum, er fyrsti landkynnir Íslands, gistihús þess staðar landkynningarstofa númer eitt.
Þegar við berum á borð fyrir siðaða útlendinga dósamjólk, makarín, vatnssósa kartöflur og exportkaffi, þá erum við að kynna landið. Göturnar í Reykjavík eru íslensk landkynning. Það er alveg sama hversu miklu skrumi er dreift til útlendinga frá landkynningarstassjónum hér innanlands, göturnar batna ekki fyrir því; þessar götur eru ekki sambærilegar við neitt í heiminum nema ófærðina á austurvígstöðvunum."
Föstudagur, 23. janúar 2009
Markaðsstarf í kreppu
,,...Viðskiptavinir, starfsmenn og fjárfestar munu minnast þess hvernig þú komst fram við þá þegar tímarnir voru erfiðir, þegar þeir þurftu aðstoð, þegar örlítill stuðningur skipti öllu máli. Engin man eitthvað sérstaklega eftir því hvernig þú komst fram við þá á meðan allt var í blússandi uppsveiflu.
Seth Godin
Föstudagur, 23. janúar 2009
Greinasafnið
Búinn að uppfæra greinasafnið sem er aðgengilegt hér til vinstri.
Fimmtudagur, 22. janúar 2009
Tvær góðar
,,Without changing our patterns of thought, we will not be able to solve the problems we created with our current patterns of thought
Albert Einstein
"The more things you try to become, the more you lose focus, the more difficult it is to differentiate your product. Mark Twain said it best, 'I cannot give you a formula for success, but I can give you a formula for failure, which is: Try to please everybody.'"
Jack Trout
Mánudagur, 8. september 2008
Marketing
A lady, sitting next to Raymond Loewy at dinner,
struck up a conversation.
Why, she asked did you put two Xs in Exxon?
Why ask? he asked
Because, she said, I couldnt help noticing?
Well, he responded, that's the answer.
- Source: Alan Fletcher, The Art Of Looking Sideways
Þriðjudagur, 5. ágúst 2008
Don Quixote og ímynduðu óvinirnir
Just then they came in sight of thirty or forty windmills that rise from that plain. And no sooner did Don Quixote see them that he said to his squire, "Fortune is guiding our affairs better than we ourselves could have wished. Do you see over yonder, friend Sancho, thirty or forty hulking giants? I intend to do battle with them and slay them. With their spoils we shall begin to be rich for this is a righteous war and the removal of so foul a brood from off the face of the earth is a service God will bless."
"What giants?" asked Sancho Panza.
"Those you see over there," replied his master, "with their long arms. Some of them have arms well nigh two leagues in length."
"Take care, sir," cried Sancho. "Those over there are not giants but windmills. Those things that seem to be their arms are sails which, when they are whirled around by the wind, turn the millstone."
Laugardagur, 19. júlí 2008
Markaðurinn: Konur eru mikilvægasti markhópurinn
Ég átti grein í síðasta Markaði Fréttablaðsins:
Konur eru mikilvægasti markhópurinn
Í nýlegri grein fullyrti The Economist
að konur stjórnuðu 80
prósentum af öllum kaupákvörðunum
í heiminum. Þetta á eflaust
ekkert síður við á Íslandi.
Sem dæmi sjá nærri 83 prósent
af íslenskum konum (25-55 ára)
um nær öll matarinnkaup heimilisins
samkvæmt neyslukönnun
Gallup (NLG). Samt segja
YouGov-rannsóknir erlendis að
tveir þriðju hlutar kvenna finni
engin tengsl við auglýsingar sem
beint er að þeim. Enn fremur
segir helmingur kvenna að auglýsendur
láti þeim oft hreinlega
líða illa með hvernig auglýsingunum
til þeirra er háttað.
Ef konur taka ákvarðanir um
svona stóran hluta af öllum kaupum
skiptir auðvitað miklu máli
fyrir fyrirtæki að gera sér grein
fyrir því hvernig þessi hópur
hagar lífi sínu, en falla ekki í
þá gryfju að elta steríóímynd af
honum. Flestar auglýsingastofur
á Íslandi predika að konur á
aldrinum 25 til 55 ára sjái um
kaup á nærri öllum neysluvörum
heimilisins og að á þessu aldursskeiði
byrji fólk að stofna heimili,
koma sér upp fjölskyldu og
hefja vinnuferil. Því sé þetta án
efa langmikilvægasti markhópurinn
fyrir líklega flestar tegundir
neysluvara. En hvernig er
þessi hópur íslenskra kvenna á
aldrinum 25 til 55 ára? Hvað
segja rannsóknirnar (stuðst við
NLG og Hagstofu)?
Helmingi fleiri konur á Íslandi
en karlar stunda meistaranám
og töluvert fleiri konur
eru í doktorsnámi en karlar. Atvinnuþátttaka
kvenna er með því
hæsta í heiminum, en rúmlega
85 prósent af þessum konum
eru þátttakendur í atvinnulífinu.
Tæplega 4 prósent af þessum
hóp eru atvinnurekendur á Íslandi
(miðað við 5 prósent karlmanna
á sama aldri). 21 prósent
af hópnum er sammála eða mjög
sammála fullyrðingunni Ég geri
allt fyrir starfsframann miðað
við 23 prósent karlmanna á sama
aldri. Enn fremur segjast jafnmargar
konur og karlar (23 prósent)
vinnu vera áfanga á framabrautinni
fremur en bara vinna.
Það líkar jafn mörgum konum
og körlum ábyrgð fremur en að
vera sagt fyrir verkum. Konur
innan hópsins nota netið jafn
mikið og karlmenn og 71 prósent
af hópnum hefur verslað á
netinu. Nær allar eru jafn opnar
fyrir nýrri tækni og karlar og
tæplega helmingur hópsins reynir
að fylgjast með nýjustu tækninýjungum.
90 prósent af þeim
setja samverustundir með fjölskyldunni
efst í forgangsröðina
en það er aðeins 3 prósentustigum
hærra en meðal karla á sama
aldri. 65 prósentum finnst spennandi
breytingar í lífinu mikilvægar
svo lífið verði ekki leiðinlegt,
48 prósent hafa gaman af
því að taka áhættu og 41 prósent
kunna vel við mikinn hraða.
En hvað með kauphegðun hópsins?
Tæplega 90 prósentum af
hópnum finnst það þess virði að
borga meira fyrir gæðavöru. 62
prósent eru til í að borga meira
fyrir umhverfisvænar vörur en
70 prósent forðast að kaupa vörur
sem eru skaðlegar umhverfinu.
76 prósent af hópnum kaupir
oft eitthvað án þess að gera
verðsamanburð og 56 prósent af
þeim reyna að fylgja tískunni.
Hópurinn er mjög tryggur vörumerkjum
sem hann treystir en
62 prósent kaupa sjaldan eða
aldrei nýjar vörutegundir þegar
þau sjá þær. Fjórðungur hópsins
hefur sjaldan tíma til að elda mat
og rúmlega 40 prósentum finnst
alltaf gaman að versla.
Aðaláhugamál hópsins eru í
réttri röð: uppeldismál, ferðir
erlendis, ferðir innanlands, næring/
hollusta og útivist. 56 prósent
af þeim stundar reglulega
líkamsrækt.
Það er því nokkuð ljóst að
konur eru mjög langt frá þeirri
steríóímynd að hópurinn vilji
helst sem minnst sækja fram
á vinnumarkaðinum og tileinka
sér tækninýjungar. Það breytir
því þó ekki að þær hafa eflaust
flestar fleiri keilum að halda á
lofti í lífinu en karlmenn á sama
aldri. Heimilið og uppeldismál
eru meira á þeirra herðum en
það breytir því ekki að þær eru
að mennta sig meira, hafa sama
metnað og taka virkan þátt í atvinnulífinu.
Rétt eins og þegar
manneskja talar við okkur alveg
úr takt við sjálfsmynd okkar (t.d.
talar niður til okkar eða af skilningsleysi)
viljum við ekkert með
þá manneskju hafa. Það sama
á við um vörumerki þegar þau
tala við fólk á sama hátt.
David Ogilvy sagði eitt sinn:
Viðskiptavinurinn er ekki hálfviti.
Hann er konan þín! Ekki
gera lítið úr vitsmunum hennar.
Hópurinn bregst við hugmyndum
sem spara þeim tíma og svarar
þörfum þeirra. Með því að
tala í röngum tón eru engar líkur
á því að einhver árangur náist.
Sala gæti aukist í dag á vörum
sem eru auglýstar með taktlausum
skilaboðum en trúfesta (e.
commitment) gagnvart þeim
verður engin. Án trúfestu skiptir
hópurinn fljótt yfir í aðrar vörur
um leið og færi gefst.
Föstudagur, 11. júlí 2008
...og í dag er maður þrjátíu ára!
...og í dag er maður kominn á fertugsaldurinn! :/
Mánudagur, 30. júní 2008
Sumar á Íslandi
Sumarið er tíminn eins og Bubbi söng, sérstaklega ef maður býr á Íslandi.
Núna eru öll tækifæri sem gefast notuð til að fara út úr bænum! Búinn að fjárfesta í jeppa svo nú eru fjölskyldunni allir vegir færir!
Hef verið að basla við að koma í Grænlandsmyndunum inn hérna en þær liggja reyndar inná Facebookinu mínu.
Bætti einnig við fleygum orðum í Málsnilld hér til hliðar. Hef hent í skrá málsnilld sem hefur orðið á vegi manns, aðallega til að eiga á lager fyrir skrif svo safnið er frekar kaótískt. Engu að síður hef ég gert það aðgengilegt á blogginu hér til hliðar.
Annars er stefnan á nokkrar útlandaferðir líka. Langar að ná einni nótt í Færeyjum í sumar, vonumst til að geta heimsótt Gunna og Eir í Danmörku í júlí en svo erum við Ragna að fara til Kenya í 1-2 nætur og svo til Zanzibar (lítil eyja fyrir utan Tanzaníu) í september.
Laugardagur, 14. júní 2008
Skjótt skipast veður í lofti.
Ég flutti til Íslands fyrr en áætlað var en það var U beygja í vinnumálum.
Icelandair fékk mig til að vera áfram hjá sér til að sinna markaðsstarfi utan Íslands...svo ég yfirgaf ekki flugfélagið eftir allt saman. Mikill ólgusjór er í kringum Eimskip þessa dagana sem sér varla fyrir endan á. Margir hafa bent á hversu heppinn ég vaeri að hafa endað annarsstaðar.. en ég held þeir standi þetta af sér. Eina spurningin er hvernig fyrirtæki Eimskip á eftir að vera þegar öll kurl eru komin til grafar. Öflugt fyrirtæki for sure en langt fra þvi ad vera tad sama og það sem eg skrifadi undir samning hja.
Ég flutti til Rögnu Klöru tegar eg kom heim og búum við fjölskyldan í Ársölum 1 í Kópavogi...örstutt að hlaupa yfir í Salalaugina. Töluvert öðruvísi líf en í miðborg London...á Íslandi, með lítinn typpaling sem oft kallar mig pabba! Ég hugsa að ég eigi aldrei eftir að vilja flytja frá Íslandi aftur...held að Íslendingar geri sér ekki grein fyrir því hvað þetta er frábært landað búa á! Ég amk sakna ekki underground-lestanna, að þurfa allsstaðar að bíða í röð og vera stöðugt settur í sambandi við Indland þegar maður reynir að fá síma-þjónustu hjá eitthvað af fyrirtækjunum í London!
...átti grein í síðasta Markaði Fréttablaðsins
...og bjallan var að hringja og ég er farinn í dagsferð til Grænlands....blogga um þad a morgun og skelli myndum inn. (myndir komnar inná facebookið mitt)
Miðvikudagur, 21. maí 2008
Lífið...
Frábær helgi á Íslandi að baki.
Fór með frúnni í Leikhús að sjá Alveg brilljant skilnaður á laugardagskvöldið og svo á uppáhalds veitingastaðinn minn í Reykjavík, Sjávarkjallarann. Hann bara klikkar ekki. Þaðan var haldið í miðbæjar-teiti, kíkt á EGO...og endað á Apótekinu í smá tíma fyrir heimför. Frábært kvöld.
Ég flyt heim 5 Júní, svo þeir eru nú ekki margir dagarnir eftir í London en hugurinn er alveg farinn heim.
Stína frænka ásamt Guðbjörgu eru í heimsókn hjá mér en fara í kvöld, þá kemur bróðir minn og Kristjana og verða fram á laugardag...en sjálfur fer ég til Íslands á föstudagskvöld og kem til baka í næstu. Nóg að gera og mikill gestagangur á lokasprettinum.
Skrítið að hugsa til þess að það séu bara 11 vinnudagar eftir!