...og svo post-moderniski töffaraskapurinn! (samt retro)


Noregur rokkar í tónlist...svalt!


Hinar og þessa pælingar

Það er oft sem bloggið verður svona "white board" fyrir skemmtilegar pælingar (lesist sem ruslakista) sem verða á vegi manns. Hér kemur eitt og annað í engu samhengi!

#1

Íslenski fyrirtækja-kúlturinn litast svolítið af þessu held ég (flatur strúktur og "allir jafnir" stemning) Í Snorra-Eddu,  frá því um 1220, segir orðrétt: ,,Víst trúi ég því að þessi konungur sé góður en hitt vitum við að konungar eru misjafnir, sumir góðir aðrir vondir og því er best að hafa engan konung”.

#2

Það er talað um það að bankarnir séu með eignir sem eru 10x þjóðarframleiðsla (12.000 milljarðar).  Þetta er rétt, en Kaupþing sem dæmi er með bankaleyfi í 8 löndum.  Þar af leiðandi eru 8 mismunandi Seðlabankar sem verja hann og því á þessi tala kannski illa við í umræðunni um hvað Seðlabankinn stendur illa að vígi gagnvart bönkunum.

#3

Það er talað um að skuldir íslenska þjóðarbúsins sé 120% af landsframleiðslu. Sem er auðvitað frekar æpandi tala. Í nýjasta hefti Peningamála er önnur uppgjörsaðferð notuð til að meta stöðuna.  Markaðsvirði fjármunaeigna er notað en ekki bókfært virði en þá er skuldastaðan aðeins 27% af landsframleiðslu (staðan tekin á Q3 2007)!  Nýja uppgjörið er í fullu samræmi við staðla Alþjóðagjaldeyrissjóðsins en það er vandasamara að meta og hefur því ekki verið birt fyrr!


...hugsað heim.

 

Þó þú langförull legðir,
sérhvert land undir fót,
bera hugur og hjarta,
samt þíns heimalands mót.


(Vesturfarinn og skáldið Stephan G. Stephansson.)


Að flytja til Íslands

Ég hef gengið frá samning við nýjan vinnustað.

Ég hef störf þar 6. Júní á Íslandi. 

Þá mæti ég til vinnu hjá Eimskip með titilinn Director of Corporate Branding.

 


Grein í Markaði Fréttablaðsins í dag

Ég á grein í Markaðinum í dag sem ber yfirskriftina: Hvaða týpa er fyrirtækið þitt?

Hún er í greinasafninu hér til vinstri (búinn að laga linka á eldri greinar).

 

ps. tókst að eyða út tenglalistanum mínum á síðunni en þarf að setja hann inn aftur.  Ég var ekki að afneita vinum með þessu move-i :)

 


Icelandair : Skemmtileg herferð fyrir Íslendinga í UK

tilbod
Fólk getur valið á milli þess að fá gjafabréf á Pylsu og Kók á Bæjarins beztu eða Kjamma og kók á BSÍ ef það bókar miða með Icelandair næstu daga í UK :)

The World is Flat


Ogilvy ... snillingur


Ef þú getur sannað yfirnátturulega hæfileika eru milljón dollarar þínir!

Engin hefur komist nálægt því ennþá...fyndið:

http://www.randi.org/joom/challenge-info-2.html


Strategy - Where are you going?

Alice in Wonderland came to a fork in the road, where shemet the Cheshire Cat.“Which road should I take?” asked Alice.“Well that depends on where you are going,” replied theCheshire cat helpfully.“Oh I don’t really know” said Alice, to which the Cheshire Cat replied “then it doesn’t really matter which road you take.”                                     Source: Lewis Carol “Alice in Wonderland”

Smá samantekt á hagvísum...

 

 Jafnvægis...Núverandi 
Hagvöxtur

3%

3,8% (2007)

Til langs tíma ákvarðast hagvöxtur af undirliggjandi framleiðni fjármagns og vexti og hæfni vinnuaflsins
Atvinnuleysi

3%

1,9% (Q4 ´07)Til langs tíma ákvarðast atvinnuleysi af stofnanalegum þáttum eins og atvinnuleysisbótakerfi og sveigjanleika vinnumarkaðar
Raunvextir

4-5%

 Til langs tíma ákvarðast raunvextir af undirliggjandi framleiðni fjármagns og sparnaðarhneigð almennings
Gengi

130

153,4 (31 March)

 
Verðbólgumarkmið

2,5% +/-1,5%

8,70%

 

Áhlaup?

Þetta er hættuleg blaðamennska ef hún er ekki sönn.  Sunday Times er virt blað sem varla færi að bulla með svona fréttir....gæti þetta verið satt?

Þetta gæti hæglega sett af stað áhlaup á þessa reikninga og bankana en þeir skipa mikilvægan sess í fjármögnun þeirra.  Auðvitað halda bankarnir öðru fram, þeir hafa allt að tapa ef fólk trúir þessu því þá verður hjörðin hrædd og hleypur öll í sömu átt...og klassískt áhlaup verður til!


mbl.is Síðasta vika besta vika Kaupþings í Bretlandi frá upphafi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað mikið af kostnaðarverði iPod verður eftir í Kína?

Þegar iPod er seldur í USA fyrir 299 dollara eru aðeins 4 dollarar sem verða eftir í Kína, 166 dollarar verða eftir í USA og restin fer annað.  Sama pattern má segja um mjög margar evrópskar og bandarískar vörur!

Economist p:48 March 1st 2008


Tæknin flýtir þróun svolítið....

Að ná 10 milljón notendum tók...

Telephone took 40 years

Television took 18 years

PC took 15

WWW took only 5

 


Írak í 5 ár...Routers

http://iraq.reuters.com/


DREP fyndið!!!


Ég var sammála því að taka harkalega á Írak...

Þetta er ekki vinsælt viðhorf.  Ég er sammála því samt að USA hafa staðið illa að málum.  Notað staðreyndir sem ekki stóðust til að selja það í byrjun, orðið uppvís að atburðum sem eru einmitt þeir sem við viljum bæla niður í heiminum með stjórnarskipti í landi eins og Írak (pyntingar) og annað sem mætti svo sem telja til.

Ástæðan fyrir því að ég er á því að rétt var að taka harkalega á landinu var að það var engin annar kostur betri.  Hefði verið betra fyrir okkur að halda úti viðskiptabanni sem gerði ekkert nema svelta þjóðina? Hefði verið betra að virða að vettugi klárleg brot Saddams á ályktun U.N. um að hann yrði rasskeltur ef hann færi ekki að þeim skilmálum sem honum voru settir?

Stríð í þeirri mynd sem var var hugsanlega ekki rétta lausnin...en ef ekki, hver hefði þá verið það?

Hvað eigum við þjóðir í vestri að gera með allar þessar bjargir til aflögu svo ,,failed states" eins og Írak komist úr ánauð í bjargálnir?  Mér finnst við ekki eiga að bíða...því fórnarkostnaðurinn er hár.  Með Saddam, nauðganir, pyntingar, ekkert tjáningarfrelsi og harðræði af verstu gerð...og það sem skiptir mestu máli...ekkert ljós framundan því ekkert væri útlit fyrir að nokkuð muni breytast....fólk hefur nákvæmlega enga von.

Þrátt fyrir öll mistökin í þeirri aðgerð sem fór af stað...er ljós á hinum endanum á göngunum.  Það gæti alveg tekið 5-10 ár að koma jafnvægi á með lýðræði og frelsi...en hefðu við ekkert gert....er hætt við að ástandið héldist óbreytt í áratugi þar sem stjórnarkyndillinn myndi ganga í erfðir.

Ég þekki fáa sem eru meðfylgjandi stríði, en engin hefur ennþá komið með betri lausn sem hefði verið hægt að hoppa á í stöðunni.  Hvað finnst ykkur?

...og undirliggjandi að þessari skoðun:

Því meðan til er böl sem bætt þú gast,
og barist var á meðan hjá þú sast,
er ólán heimsins einnig þér að kenna!

 


Markaðsstarf á samdráttartímum...

Á grein í Markaði Fréttablaðsins í dag um markaðsmál á samdráttartímum

Það er eðlilegt að vextir séu háir...

Verðbólga er mjög há á Íslandi um þessar mundir og því er ógjörningur að lækka vexti.

Verðbólga verður þegar fjöldi peninga eykst hraðar en aukning á vörum.  M.ö.o. fleiri peningar elta jafn margar vörur...þá þarf verðið á vörunum að hækka svo jafnvægi náist. (mjög einföld skýring).

Vextir eru verðið á peningum og stýrivextir Seðlabankans hafa áhrif á alla aðra vexti á Íslandi (eða öll önnur verð á peningum). 

FED í USA fór næstum því í 20% vexti á tímabili og var lengi vel með vexti í kringum 10%.  Þetta er því ekkert einsdæmi þegar verið er að koma hagkerfum í jafnvægi úr mikilli verðbólguþennslu.

 

 

640px-Federal_Funds_Rate_%28effective%29_svg

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband