Starfsfólk á að geta verið á Facebook

"In a post at the Acidlabs blog, Stephen Collins points to the results of a recent survey that found a whopping 55 percent of Australian employers blocked workplace access to social networks like Facebook; the proportion is smaller elsewhere—20 percent in Britain, 12 percent in France and 10 percent in Germany—but still represents a huge number of companies.

"I'm firmly of the view that this is a foolish approach by business," says Collins, explaining that the policy insults employees by assuming they'll behave like irresponsible children. Instead, he proposes the implementation of sensible guidelines. "I'd suggest that it's very okay to use Facebook to stay in contact with industry peer groups at work," he notes as an example, "but demonstrably not okay to use Facebook to play zombie games or Scrabble at work."

Here are some of his recommendations:

  • Use employee feedback to write a policy that sets clear parameters and consequences.
  • Teach employees how social networks operate, and how to make the most of their business potential.
  • Encourage them to engage in ways that will enhance innovation at your company."

Allen Adamson talar einnig nýlega um í dálkinum sínum á Forbes vefnum að það sé mikið sóknarfæri í því að leyfa starfsfólki að nota samfélagsmiðla.  Það  geti hjálpað fólki að vera on-brand í vinnunni og þannig styrkt vörumerkin og þ.a.l. fyrirtækin mikið. 
 
http://www.forbes.com/2009/06/02/charles-schwab-spy-facebook-leadership-cmo-network-adamson.html 

Treysta Íslendingar því sem þeir lesa á Netinu?

 86% Íslendinga sem eru með Net tengingu, nota það til að leita upplýsinga um vöru og þjónustu.

Skv. nýrri könnun frá Nielsen "Global Online Consumer Survey" sem var gerð á 25.000 manns í 50 löndum að þá eru:

90% af Net notendum sem treysta ráðum á Netinu frá fólki sem það þekkir
70% af Net notendum sem treysta ráðum almennt frá fólki og fyrirtækjum á Netinu

 (Financial Times 10 July/09)


Góð grein um Internet Marketing frá Kristjáni Má í gær

kmh


Mjög skemmtilegt Viral marketing

Þetta gengur manna á milli hjá Icelandair núna

 http://www.pomegranatephone.com/


Ímynd skiptir meira máli en eiginleikar!

Ímynd skiptir öllu máli.  Sterkt vörumerki með ímynd sem fólk getur samsvarað sér með getur auðveldar staðið af sér samkeppni og árásir.  Ef ímyndin er sterk, fara t.d. verð og eiginleikar að skipta minna máli þegar fólk ákveður að kaupa vöruna.

iPod er t.d. ekki sá MP3 spilari með flesta fídusa eða mesta plássið, samt vilja allir iPod.  Singapore Airlines er ekki með besta matinn eða mesta sætarýmið, samt er það ár eftir ár valið besta flugfélag í heimi.  Það sem þessi vörumerki hafa náð að gera er að búa til upplifun sem fólk vill sækja í og ímynd þeirra er á þann hátt að fólk skilgreinir "sjálfið" sitt svolítið út frá því að nota það.  Fólki finnst það segja heiminum svolítið hvernig týpa það er með því að nota vörumerkin.


Ein áhugaverð rannsókn sem sýnir hvað Ímynd getur skipt miklu máli:

Nokkur hundruð manns fengu senda heim til sín sex bjóra sem allir voru í eins flöskum. Tveir af þeim voru frá framleiðandanum sem gerði könnunina en hinir fjórir mismunandi mjög þekktum keppinautum. Þátttakendur voru látnir prófa bjórana en svara svo spurningum um þá. Ein af spurningunum var hver væri uppáhaldsbjór neytanda en þær sem á eftir komu um bragðeinkenni (styrkleika, eftirbragð o.s.frv.). Þegar gögnin voru skoðuð að rannsókn lokinni var enginn tölfræðilegur munur á því hvernig bjórarnir komu út. Allir 6 bjórarnir voru að koma álíka út úr bragðspurningunum og fólk greindi illa á milli þeirra og þekkti ennfremur ekki sinn uppáhaldsbjór frá hinum í kippunni. Í öðrum fasa rannsóknarinnar voru sömu bjórar sendir aftur til þeirra en núna var ekki búið að afmá neinar merkingar. Öll vörumerki voru nú sýnileg. Þegar þátttakendur vissu hvaða tegund af bjór þeir voru að drekka breyttust svörin í bragðkönnunninni gríðarlega. Sá bjór sem var uppáhaldsbjór þátttakanda fór að koma mun betur út en hinir bjórarnir og mikill bragðmunur fór jafnframt að myndast á milli annara tegunda. Rannsóknin sýndi greinilega hvað ímynd skiptir gríðarlega miklu máli og í raun meira máli í þessu tilfelli en varan sjálf eða bragðið af bjórnum!

Annað gott dæmi um mikilvægi vörumerkja er bílaiðnaðurinn.  Það er á allra vörum að Bandaríkjamenn geti ómögulega framleitt farartaki og grætt á því.  Allir bílaframleiðendurnir stóru eru á kúpunni en allir hafa þeir orðið frekar "meaningless" í huga fólks því t.d. Ford er með svo margar tegundir af bílum að þeir eiga engan stað í huga fólks.  Ímynd þeirra er orðin alveg flöt. 


Fyrirtækið Harley Davidson sem er Bandarískt fyrirtæki, skilar miklum arði á hverju ári og er eitt sterkasta vörumerki sem fyrirfinnst sýnir að þetta með framleiðslu á farartækjum og Bandaríkjamenn stenst ekki alveg.  Harley Davidson er ekki fyrir alla, ímynd þess er alveg kristaltær og þeir standa sig mjög vel að þjónusta þann hóp sem samsvarar sér með vörumerkinu.  Bandarísku bílaframleiðendurnir stóru þurfa að læra af Harley.


Það er nefnilega betra að vera allt fyrir einhverja (eins og Harley) en eitthvað fyrir alla (eins og bílaframleiðendurnir í US)


Bókin Markaðssetning á Netinu

Frá því í byrjun árs hef ég unnið að bók um markaðssetningu á Netinu sem miðuð er á íslenska markaðsstjóra og þeirra þarfir.  Bókin tekur á flestum samskiptatólum markaðsstjóra á Netinu.

Þessa dagana erum við Kristján Már að leggja lokahönd á verkið sem kemur út að öllu óbreyttu fyrstu vikuna í október.  Þetta er búið að vera mikið ferðalag og óhætt að segja að tímarnir sem hafa núþegar farið í hana séu töluvert fleiri en maður ímyndaði sér áður en farið var af stað.  Virklega skemmtilegt engu að síður og mikill skóli.

Efnisyfirlit bókarinnar verður að öllu óbreyttu svona:

1. Inngangur

2. Breytt umhverfi vörumerkja, neytenda og fyrirtækja

3. Birtingar á Netinu

4. Leitarvélabestun

5. Herferðir á Leitarvélum

6. Vefborðar

7. Samfélagsmiðlar

8. Almannatengsl ePR

9. Tölvupóstar sem markaðstæki

10. Vefgreiningar

11. Markaðssetning á mismunandi tungumálum

12. Orðskýringar

 

Við erum komnir með töluvert magn af frábærum íslenskum dæmisögum af fyrirtækjum sem hafa náð miklum árangri með tólunum að ofan. 

Söfnuninni er þó ekki lokið svo okkur þætti gaman að heyra frá þér ef þú lumar á einni góðri. gummi3849@hotmail.com

 


Frábær vefborði frá Apple

Vefborðar, sem eru elsta form auglýsinga á Netinu, eru frekar illa nýttir sem auglýsingatól hér á fróni.  Það er hægt að gera marga skemmtilega hluti með þá, myndbönd, gagnvirkni o.sfrv. sem eykur áhrif þeirra mikið.

Virkilega frumleg og skemmtileg leið hjá Apple hér að neðan.  


Gullmoli frá David Ogilvy

d_ogilvy_bio ,,Don‘t count the people you reach, reach the people that count.“


Í stjórn Ímark

Af aðalfundi ÍMARK var haldinn að fimmtudaginn 28.maí 2009.

Formaður  félagsins, Elísabet Sveinsdóttir flutti skýrslu stjórnar þar sem farið yfir helstu viðburði félagsins á liðnu ári. Áhrifa af efnahagsástandi gætti í starfsemi ársins eins og víðar í þjóðfélaginu en dagskrá var engu að síður fjölbreytt og viðburðir ágætlega sóttir. Jóhannes Ingi Davíðsson framkvæmdastjóri félagsins fór yfir fjárreiður félagsins og ársreikningar samþykktir.

Þær breytingar urðu á stjórn að Elísabet Sveinsdóttir gaf ekki kost á sér til áframhaldandi setu sem formaður ÍMARK og var Gunnr B. Sigurgeirsson kosinn nýr formaður félagsins. Ívar Sigurjónsson, Lárus Halldórsson og Petrea Guðmundsdóttir hættu einnig í stjórn.
Nýir aðlar sem komu einnig inn eru þau Baldvina Snælaugsdóttir, Guðmundur Arnar Guðmundsson og Gunnar Th. Sigurðsson.

Fráfarandi stjórnarmönnum eru þökkuð óeigingjörn störf sín í þágu félagsins og nýjir aðilar boðnir velkomnir til starfa.

Stjórn ÍMARK 2009 -2010:

Gunnar B. Sigurgeirsson, formaður
Baldvina Snælaugsdóttir
Guðmundur Arnar Guðmundsson
Gunnar Thorberg Sigurðsson
Hafsteinn Sv. Hafsteinsson
Stefán Pálsson


Jákvæð græðgi

 Það þarf að virkja græðgina...

"It is not from the benevolenceof the butcher, the brewer, or the baker, that we expect our dinner,but from their regard to their own interest" - Adam Smith

En passa að hún sé virkjuð á réttan hátt...

"Því aðeins er öllu mannkyni, einum manni eða fleirum heimilt að skerða athafnafrelsi einstaklings, að um sjálfsvörn sé að ræða. Í menningarsamfélagi getur nauðung við einstakling helgast af þeim tilgangi einum að varna þess, að öðrum sé unnið mein". - John Stuart Mill


Við verslum öðruvísi núna...

Neytendur í US eru að skipuleggja verslunarferðirnar sínar mun meira en áður.  Þetta á við 60% af þátttakendum í könnun á vegum Miller Zell/NRN 2009. 

44% sögðu að þeir notuðu netið til að rannsaka vörur/úrval áður en farið var út í búð að versla. 

Forstjóri ASDA hefur þessu til stuðnings talað um breytingar á neytendahegðun.  Hann hefur sagt að fólk er að fara frá "do-it-your-self" vörum yfir í "create-it-your-self" .  Þetta er svona back to basic mind-set sem endurspeglast í vinsældum afþreyingar heima, matar sem er frosin, kaup á mat í sekkjum og ferðalög innanlands.


AdMap Maí 2009, p6 / The Grocer 23 May '09 p5


Allen Adamson hjá Landor Auglýsingastofunni talar um vörumerki

Hann hefur gefið út tvær bækur, BrandSimple og BrandDigital sem óhætt er að mæla með.  Allen er einn af þessum þunga vigta mönnum í bransanum.

 


Netið og Markaðsstjórar

barilan_internet-thumbÍ dag eru allir markaðsstjórar net markaðsstjórar því allir Íslendingar eru nú á netinu.   Netið er að breyta því hvernig fólk hagar lífi sínu en það er einnig að verða sífellt fyrirferðameira í einkalífi fólks.  Á netinu deilir fólk fæðingu og uppvexti barnanna sinna, finnur sér ástvini og heldur það sambandi við vini og gamla skólafélaga.  Það finnur upplýsingar um heilsukvilla og lyf, deilir fjölskyldumyndunum, les fréttir, horfir á sjónvarp og skipuleggur einkalífið og fríin. 

Það hefur oft verið fullyrt að netið hafi gjörbreytt kjarnanum við stjórnun vörumerkja.  Þetta er ekki rétt.  Hann snýst ennþá um það sama.  Að vita hvað viðskiptavinirnir vilja, bjóða vöru eða þjónustu sem uppfyllir þær þarfir og gera það vel og alltaf eins.  Það sem hefur hins vegar breyst eru samskiptaleiðirnar og sú staðreynd að fyrirtæki hafa aldrei verið eins berskjölduð. Það er í raun komið stækkunargler á allt sem fyrirtæki gera og ef þau standa ekki við það sem þau lofa, kemst strax upp um þau.  Fyrirtæki geta ekki falið neitt lengur.  Á netinu geta neytendur borið saman verð og gæði fyrirtækja á örskotstíma. Ungling í breiðholtinu sem langar í MP3 spilara gæti eins auðveldlega talað við vin sinn í Hafnafirði, lesið blogg hjá Tokyo-búa og umsögn Breta á tónlistarsíðu til að ákveða sig.  Áður en farið er út að kaupa, gæti hann hafa borið saman verð á Íslandi og nokkrum öðrum stöðum í heiminum.  Þegar kaupin eiga sér loks stað er sölunni í raun lokið.  Hann á aðeins eftir að ná í gripinn. 

Sögur ferðast hratt á netinu.  Bæði slæmar sögur og góðar.  Sem dæmi þurfti lásaframleiðandi í Bandaríkjunum að endurkalla mikið magn hjólreiðalása eftir að unglingur með venjulegum BIC penna tókst að opna eina tegund af lás fyrirtækisins.  Hann tók gjörninginn upp, setti á Youtube og  myndbandið fór eins og eldur um sinu á netinu.  Fyrirtækið þurfti að endurkalla þessa nýju lásalínu og tók mikinn skell fyrir vikið. Önnur nýleg saga er af frægri pizzastaðakveðju út í heimi sem lenti í því að tveir starfsmenn gerðu heldur ógeðfelda hluti við pizzu í vinnunni sem var svo send til viðskiptavinar.  Atvikið var myndað af starfsmanni, sett á netið og fyrirtækið, sem er með útibú út um allan heim, fékk gríðarlegt högg í mörgum löndum þar sem milljónir manna sáu mynbandið á örfáum dögum. 

Það fyrsta sem yfirmenn spyrja þegar slæm saga fer af stað á netinu er hvernig hægt sé að redda því?  Stutta svarið er að það er ekki hægt.  Fyrirtæki geta einungis sagt sína hlið á málinu, gert það stöðugt og vonað svo að almenningur hlusti frekar á fyrirtækið en ,,brjálæðinginn á horninu.“   Hitt er svo annað mál að flest fyrirtæki sem hafa lent í svona skell á netinu hafa lent í því af ástæðu.  Þ.e.a.s. þjónustan eða vörurnar sem þau voru að bjóða voru ekki að standast loforðið sem fylgdi þeim.  Lásaframleiðandinn var með lélegan lás og pizza staðurinn var ekki með innri málin í lagi.  Stundum eru fyrirtæki hreinlega ekki nógu gegsæ og því eru viðskiptavinir með rangar væntingar til þeirra en í öðrum tilfellum er um þjónustubrot að ræða.  

Góðar sögur fá líka athygli á netinu.  Ekki þarf annað en að Googla ,,góð þjónusta“ til að lesa frásagnir fólks um góða þjónustu á Íslandi (330.000 leitarniðurstöður koma upp).   Undirritaður fékk  t.a.m. tölvupóst (sem sendur var á nokkuð stóran hóp) frá vin sem ætlaði að panta mat og láta senda sér frá Hamborgarabúllunni nýlega.  Hún hringdi þangað og ætlaði að láta senda sér mat heim með Food taxi sem stafsmaðurinn tilkynnti að væri því miður ekki starfandi lengur og því engin heimsendingarþjónusta í boði. Starfsmaðurinn á Búllunni sagði það þó ekki vandamál því hann ætti leið hjá þar sem hún bjó og bauðst til að koma við bara með matinn í leiðinni.  Önnur góð saga sem dreifðist á netinu var af Toyota.  Staðan á Facebook var einn vetrardag hjá nokkrum Facebook-urum að Toyota hefði verið búin að skafa snjóinn af bílunum þeirra þegar þeir fóru út þann morguninn.  Allir voru þeir auðvitað Toyota eigendur með fleiri hundruð vini á Facebook sem sáu skilaboðin.  Svona litlar sögur sem áður fyrr lifðu aðeins hjá viðskiptavinum og örfáum í kringum þá dreifast víðar og hraðar en nokkru sinni fyrr. 

Valdið er farið frá fyrirtækjunum til viðskiptavina.  Í þessum breytta heimi er samt einnig mikið sóknarfæri með því að fara örlítið framúr væntingum sem er besta leiðin til að hrífa viðskiptavini.  Ánægðir viðskiptavinir segja stundum frá upplifun sinni á netinu sem selur öðrum að koma í viðskipti.  Með tilkomu netsins verða neytendur í raun sterkasti fjölmiðillinn.  Fyrirtæki sem eru 100% gegnsæ, eru hreinskilin og segja af auðmýkt frá sinni hlið ef eitthvað misferst vinna traust.  Ef þau reyna fela eitthvað eða fegra kemst það alltaf upp fyrr eða síðar og ekkert fyrirtæki (frekar en einstaklingur) getur komið vel frá því að vera ,,nappað“ við eitthvað sem það á ekki að vera gera. 

Eins og í upphafi sagði eru nú allir á netinu.  Til að undirstrika það segjast nú 96% af íslendingum á aldrinum 16-35 ára og 79% af aldurshópnum 56-76 ára fara á netið einu sinni í viku eða oftar til að afla sér upplýsinga.   Fólk notar netið til að kynna sér vöruúrvalið sem er í boði, bera saman kosti og klárar þar yfirleitt allt nema kaupin sjálf.  81% af Íslendingum á aldrinum 13-29 ára eru nú á Facebook og næstum allir fara þangað einu sinni í viku eða oftar.  Rúmlega 75% af Íslendingum nota bankaþjónustu á netinu og nær allir skila skattaskýrslunni sinni þar.  Tæplega 40% af Net notendum í  Bandaríkjunum segjast ofgt miðla reynslu sinni af vörum og þjónustu á netinu.  Þetta er geysilega mikilvægt fyrir Íslensk fyrirtæki að hafa í huga því í dag lesa 73% af Íslendingum á aldrinum 16-35 ára og 50% á aldrinum 55-75 ára blogg einu sinni í viku eða oftar.  Að lokum hafa rannsóknir í Bandaríkjunum sýnt að 68% af neytendum eru líklegri til að trúa ráðleggingum annarra neytenda á netinu en skilaboðum í hefðbundnum miðlum.  Mikilvægi netsins er því nokkuð augljóst. 

Birtist í Markaðinum nýlega


Vera með gildin á hreinu!

Working backwards from the answer makes a straight line to the company itself. Your values strongly influence what consumers get out of a product--your vision, purpose, beliefs and even your dream.

When I'm in Westerly, R.I., I shop at Sandy's Fine Foods. They have the answer printed on their grocery bags: "We are family, and our customers always sit at the head of the table."  A crisis is when true values can point the way, starting with an open, honest assessment of the facts. I learned  this important lesson from turnaround situations, particularly from my time at Kayser-Roth and Saatchi & Saatchi
parent Cordiant Plc.

With the current state of the economy, we are all in a turnaround situation.  What is your inspirational dream? Saatchi & Saatchi, where I am chairman, has had a dream for over a decade "to be revered as a hothouse for world-changing ideas that create sustainable growth for clients."

Walt Disney said: "We don't make movies to make money. We make money to make more movies." These are dreams that speak to priceless value!

Forbes - Maí Marketers Need To Reframe Value To Create Loyalty


Hvar í heiminum nota flestir Internetið?

int


Internetið verður stærra en Sjónvarpið á næsta ári!

Rannsókn sem Microsoft gerði nýlega (Europe Logs on: Internet trends of today and tomorrow) spáir því að Internetið fái fleiri klst á viku af tíma okkar en sjónvarpið og verði þar með mest notaði miðillinn um mitt ár 2010.  Internet notkun mun á næsta ári verða um 14 klst á viku á móti 11,5 klst sem fólk mun eyða fyrir framan sjónvarpið (að jafnaði).

Efnið sem fólk horfir á í sjónvarpinu er samt ekki að verða minna vinsælt, heldur er fólk að sækja það sífellt meira með símum og í gegnum tölvur.

- AdMap, maí, '09


Hvað finnst þér um nýju herferðina hjá Símanum?


Spá Seðlabankans um það sem bíður okkar...

hagvoxgtur

 

evra

 

atvinnuleysi


Íslendingar (40 ára og yngri) og Internetið

90% fara 1 viku eða oftar á Mbl.is, 1,7% fara aldrei
57% lesa 1 viku eða oftar bloggfærslur, 12% lesa þær aldrei
56% fara 1 viku eða oftar á Facebook, 31% fara aldrei
49% fara 1 viku eða oftar á Youtube, 14% fara aldrei
13% blogga einu sinni í viku eða oftar, 65% blogga aldrei


Markaðsstjórar skilja illa Social Media

„Most of the marketers (86%) who took part in The McCann Erickson UK social Media survey admitted to not understanding it as a marketing tool.  Nearly half the repondents considered that social media has a negative impact on traditional methods of communication.
46% of respondents said their IT department blocked access to sites such as Facebook and Twitter, which made it difficult to monitor the progress of their brand.  The main uses of social media marketing in the UK were found to be:

- Profile raising
- Networking
- Advertising
- Surveys
- Recruitment
- Trend analysis"

The Drum, 22 maí '09 - p12

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband