Haust herferð Icelandair að renna úr hlaði...

Í dag fer herferðin Borgarsmellir af stað hjá Icelandair. Herferðin er nær alfarið á Netinu og eru hefðbundnir miðlar aðeins notaðir til að styðja við birtingarnar á Netinu. Með þessari nálgun getum við verið með meira auglýsingaáreiti, á fleiri einstaklinga, yfir lengra tímabil, með skemmtilegri nálgun en ella.

Herferðin er sirka svona:
- Gagnvirkir vefborðar (borgarkynningar) á öllum stærstu vefsíðum Íslands
- Ýmsir óvæntir hlutir sem fólk verður að fylgjast vel með til að sjá
- Þrisvar sinnum í viku verðum við með Borgarleik. Þá byrjar leikur snemma að morgni þar sem fólk leysir 2 skemmtilegar þrautir og svarar einni spurningu um borg dagsins. Kl. 17 sama dag lýkur svo leiknum og vinningshafinn er tilkynntur. Daginn eftir byrjar svo nýr leikur með nýjum þrautum svo fólk hefur tækifæri á að vinna nokkrum sinnum í viku!
- Ný þrívíddartækni, Augmented Reality, sem gerir fólki kleift að skoða kennileiti borga í þrívídd með því að nota WebCam í tölvunum sínum... sjón er sögu ríkari!
- Útvarps og sjónvarpsauglýsingar notaðar til að styðja við herferðina á Netinu

Icelandair hefur jafnframt unnið töluvert í Icelandair.is undanfarið til að taka á móti þessum fjölda sem kemur inná vefinn, meðan á herferðinni stendur.

Við höfum t.d.:

- Uppfært áfangastaðasíðurnar okkar með Mín Borg efni og myndum svo þær hjálpi okkur sem mest að kveikja áhuga fólks á borgunum sem við fljúgum til
- Búið til þjónustuauglýsingar inni á Icelandair.is (sem byrja í vikunni) til að ýta undir alla þá þjónustuuppfærslu sem Icelandair hefur farið í gegnum undanfarið. Við segjum fólki frá því hvað við gerum vel við börn, hvað sætabilið hjá okkur hefur verið aukið ásamt því að segja frá nýja flotta afþreyingarkerfinu okkar. (margir sem halda t.d. að afþreyingakerfið kosti og teppi og koddar séu seldir.  Í dag er hvoru tveggja frítt)

Hér áður fyrr var auglýsingaherferðum ýtt úr vör með öllu efni framleiddu fyrirfram og birtingum bókuðum. Árangur var yfirleitt aðeins metin að herferðinni lokinni. Með þessari nýju nálgun okkar getum við verið að aðlaga herferðina og bæta, út allt herferðartímabilið. Við getum og munum fylgjast nákvæmt með því hvernig auglýsingarnar okkar á Netinu eru að virka frá degi til dags. Auglýsingastofan og Birtingahúsið eiga með okkur reglulega samráðsfundi út allt tímabilið þar sem árangur er metinn og tækifæri skoðuð til að gera herferðina enn áhrifaríkari.  Þó herferðin fari af stað í dag er vinnunni við hana ekki lokið.

Þegar auglýsingar hafa verið birtar ákveðið oft hættir fólk að taka eftir auglýsingunum. Því er þessi nálgun okkar að vera sífellt að breyta auglýsingunum okkar, vera með leiki og mismunandi gerðir af auglýsingum í gangi í einu til þess fallin að hafa herferðina "ferska" út allt tímabilið sem herferðin varir (minna wear-out effect). Fólk fær þannig síður leið á auglýsingunum og verða þær bæði skemmtilegri og áhrifaríkari mun lengur.

Það er því mjög mikið um nýjungar í þessari haust herferð Icelandair, bæði hvað varðar hönnun, nálgun, birtingar og árangursmælingar.


Icelandair og The Clue Train Manifesto

Er að vinna núna í Clue Train Manifesto og New Rules of Marketing and PR vegna bókarinnar - báðar mjög fínar.  Skrifin hjá okkur Kristjáni eru á áætlun svo þeim ætti endanlega að ljúka á næstu 2-3 vikum.

Tvær tilvitnanir úr The Clue Train Manifesto sem mér finnst alveg frábærar en þær eiga vel við breyttan heim með tilkomu Netsins: 

"The clue train stopped there four times a day for ten years and they never took delivery." — Veteran of a firm now free-falling out of the Fortune 500

"A powerful global conversation has begun. Through the Internet, people are discovering and inventing new ways to share relevant knowledge with blinding speed. As a direct result, markets are getting smarter—and getting smarter faster than most companies."

 

- - - - 

Í dag hefst svo stór auglýsingaherferð Icelandair eins og ég var búinn að minnast á.  Ég mun segja nánar frá því um kl 10 núna í morgunsárið! 


Hvað kostar að búa til nýja flugvél?

Það kostaði víst svipað að klára búa til fyrsta eintak af Boeing 777 (öll hönnun og framleiðsla svo hægt var að byrja framleiða á færibandi) og væntanlegur kostnaður við að klára 787.

787

 

Og hvað ætli sá kostnaður sé mikill?

1200.000.000.000 ISK


Icelandair verður á Skólavörðustíg kl 17 á morgun!

Icelandair_logo_without_websiteÁ morgun mun Icelandair kynna nýja þrívíddartækni neðst á Skólavörðustíg á milli kl 17-22.

Gestum gefst kostur á að kíkja í heimsókn og prófa.  Þessi viðburður markar einnig upphaf nýrrar herferðar Icelandair sem fer af stað á mánudagsmorgun.

Herferðin er mjög óhefðbundin á allan hátt og óhætt að segja að hún brjóti blað í markaðsmálum á Íslandi hvað auglýsingaherferðir varðar. 

Ég segi meira frá herferðinni á mánudagsmorgun!


Ungir Íslendingar eru ekki að verða umhverfisvænni!

Af umræðunni að dæma mætti ætla að Íslendingar, sérstaklega yngri kynslóðin, sé að verða mun umhugaðri um náttúruna en áður.  Ef skoðuð eru Capacent gögn fyrir fullyrðinguna "Ég reyni að forðast að versla vörur sem eru skaðlegar umhverfinu"  fyrir árin 1999 og 2008 hjá aldrinum 16-35 ára sést að þessi græni hugsunarháttur virðist vera á undanhaldi!

 

111


Verðmætustu vörumerki í heimi

verðvöru08

Hvernig forgangsraða Bretarnir neyslu í kreppunni?

Samkvæmt rannsókn Ofcom (Communication Market Report) eru breskir neytendur frekar til í að sleppa utanlandsferðum, sleppa því að kaupa ný föt og hætta að fara út að borða heldur en að sleppa GSM símanum, internet tengingunni  eða áskriftum af sjónvarpsrásum. 

Aðeins snyrtivörur og matvörur voru fyrir ofan Internetið í forgangsröðuninni!

 The Times 6 ágúst 2009


Ert þú fastur/föst í meðalmennsku?

Seth Godin orðaði það vel:

“Doing 4% less does not get you 4% less. Doing 4% less may very well get you 95% less.


That's because almost good enough gets you nowhere. No sales, no votes, no customers. The sad lie of mediocrity is the mistaken belief that partial effort yields partial results. In fact, the results are usually totally out of proportion to the incremental effort.

 

Big organizations have the most trouble with this, because they don't notice the correlation. It's hidden by their momentum and layers of bureaucracy. So a mediocre phone rep or a mediocre chef may not appear to be doing as much damage as they actually are.

The flip side of this is that when you are at the top, the best in the world, the industry leader, a tiny increase in effort and quality can translate into huge gains. For a while, anyway.”


Frekar fyndið....samkeppnin í flugi á Indlandi.

Jet Airways tilkynnti breytingar hjá fyrirtækinu og fór að auglýsa í hjarta Mumbai/Indlandi.

Kingfisher og Go Air svara...og ein stærstu gatnamót í Mumbai enduðu með 3 skiltum, frá þremur mismunandi félögum með skilaboðum sem eru frekar fyndin!

 

image003


Af hverju er maður alveg til í að borga meira fyrir suma bangsa?

build-a-bear-logoBangsar eru til í öllum stærðum og gerðum.  Strákurinn minn á helling af þeim, flestir svolítið sætir en ég hef aldrei haft neina sérstaka ástæðu til að talað um þá.  Bangsi er bara bangsi...eða hvað?

Í sumar fór ég í fyrsta skiptið inní Build-A-Bear í Boston.  Strákurinn minn, hann Darri sem er 4 ára, bjó þar til bangsa sjálfur! 

Hann valdi líkama, setti í hann fyllingu, valdi á hann föt, fékk fæðingarvottorð og setti í hann lítið hjarta áður en starfsmenn Build A Bear lokuðu honum og gerðu hann tilbúinn til að fara með Darra út í lífið. 

Þetta ferli sem endaði með bangsa, sem er í raun ekkert ólíkur öðrum böngsum að sjá, hefur bæði náð miklu meira til Darra en aðrir bangsar ásamt því sem við foreldrarnir segjum óspart frá þessari frábæru upplifun!

Mér finnst þetta stórmerkilegur bangsi og það að Darri hafi sett í hann hjarta sem hann valdi sjálfur setur hann á mun hærri stall en flest leikföngin hans.  Bangsinn kostaði einnig mun meira en bangsar í leikfangaverslunum sem líta svipað út...en hann var hverrar krónu virði vegna upplifunarinnar...sem við gleymum aldrei.

Fyrirtæki þurfa að fara hugsa meira eins og Build-A-Bear.  Þeim hefur tekist að búa til einstaka upplifun í kringum svo einfalda vöru sem fær fólk ekki aðeins til að segja öðrum frá, heldur er það tilbúið að borga mun hærra verð fyrir bangsana með bros á vör!


Allir í bransanum verða að horfa á Mad Men...nú er það Digital Mad Men!


Hvað sérð þú á myndunum?

Við höfum öll okkar bakgrunn og sýn á heiminn sem hefur áhrif á það hvernig við skynjum skilaboð frá fyrirtækjum.  Það getur verið mjög vandasamt verk að passa að öll samskipti fyrirtækis við viðskiptavini séu alltaf skilin eins og alltaf í sama tón sem ýtir undir loforð fyrirtækisins. Sama hvort samskiptin eigi sér stað í verslun, í síma eða á vefsíðu fyrirtækisins.

Hvað sérð þú á þessum myndum?

Sérðu eina konu eða tvær? 

1

Er ekki maður þarna einhversstaðar? 

2


Skemmtilegur vefborði frá TM á MBL.IS í dag

Ég fjallaði nýlega um skemmtilega nálgun á vefborðum hjá Apple.  TM er nú að keyra borða með sömu pælingum til að auka vitund á stuðningi þeirra við kvennaknattspyrnuna.

Borðann er hægt að skoða núna inná MBL.IS, inná Fólkinu (held maður þurfi samt að smella á frétt svo hann birtist).

Hægra megin er sjampó auglýsing  sem hreyfist ekkert en hægra megin er ein af landsliðstúlkunum okkar í fótbolta að leika sér með bolta. Hún sparkar svo boltanum í áttina að sjampó auglýsingunni og þar tekur maðurinn í auglýsingunni við boltanum og gefur hann til baka.

Mjög sniðugur vefborði þar sem tveir borðar eru að vinna saman.  TM græðir hiklaust á því að vera á undan öðrum á Íslandi með þessa nálgun.

stor2

 

stor

stor3

 

 


Hvað eru Danir að gera á Netinu?

dkanetinu

Ég er alveg hugfanginn af pælingunum í kringum upplifanir...

Þegar ég flutti til Íslands í fyrra og fór að vinna á höfuðstöðvum Icelandair varð ég hugfanginn af pælingunum í kringum upplifanir í markaðsstarfi.  Þegar ég datt svo niður á grein eftir James Gilmore og Joseph Pine í HBR sem heitir The Experience Economy small eitthvað og síðan hefur þetta viðfangsefni verið eitt af þeim sem ég hrífst hvað mest af.

Þó markaðsfærsla á Netinu hafi fengið mest af mínum tíma þetta árið hef ég samt sem áður reynt að spá svolítið í þessu líka.  Ég hef lesið t.d. báðar bækurnar þeirra Authenticity og The Experience Economy sem fá báðar mín bestu meðmæli. 

Ég geng reyndar svo langt að trúa að vilji fyrirtæki vinna í samkeppninni séu þetta pælingar sem fyrirtæki hreinlega verða spá í.

Hér að neðan er stutt myndband af fyrirlestri frá Joseph Pine þar sem hann snertir lauslega á pælingunum í báðum bókunum sem ég nefndi að ofan.  


Allir Íslendingar hafa breyst!

Allir eru að versla öðruvísi, velur þú ekki öðruvísi í matarkörfuna þegar þú ferð út í búð?  Leyfir þú þér jafn mikið?  Ertu farin að taka ódýrari sápuna eða rauðvínið?  Flokkar þú margfalt meira undir bruðl núna en þú gerðir fyrir ári?

Einn úr heildsölubransanum sagði mér að kampavín og dýrari vörumerki í áfengi og öðrum vöruflokkum væru öll að hrynja.  Bónus er að fá stærri hluta af markaðinum og allar íslenskar vörur seljast margfalt meira en áður!

Þegar umhverfið breytist í þessa átt sýna rannsóknir að fólk leitar inn á heimilin og kýs að eyða mun meiri tíma með fjölskyldu og vinum. Traust og öryggi fara að skipta fólk mun meira máli og hafa djúp áhrif á kaupákvarðanir.

Nú verða fyrirtæki að lesa stöðugt markaðinn og það sem meira skiptir að vera fljót að breyta. 

"It is not the strongest of the species that survive, nor the most intelligent, but the one most responsive to change.”   Charles Darwin

 


Spurning hvort Emirates sé að velja rétta vettvanginn?

Það hefur lítið uppá sig að birta auglýsingar, sama hversu góðar þær eru, fyrir framan fólk sem getur ekki verslað vöruna.

Ég held því svolítið uppá þessa mynd sem ég tók í miðju stærsta fátækrahverfi Nairobi í Kenía.  Þarna er fólk bókstaflega að deyja úr hungri, á hvorki ofan í sig né á.

Samt er auglýsing þar frá einu glæsilegasta flugfélagi í heimi, sennilega er Kinyozi & Blowdry ferðaskrifstofa þarna sem er að selja Emirates. 

Auglýsingin má samt eiga það að hún er í stíl við umhverfið en ekki vörumerkið :)

DSC01258


Markaðsstjórar í Danmörku setja mest í Netið!

Untitled-1


Hvað er Netið að stækka mikið á Íslandi?

capacent

 

Capacent, feb '08


Facebook er að soga auglýsingar til sín...

"ComScore reported that Facebook ran 21.6% of all UK online display ads in April"

New Media Age - 25 July 2009


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband