Markaðssetning á netinu

Vefritið Pressan.is fjallar í kvöld um bókina okkar.

Fyrirlesturinn minn fyrir ÍMARK

Á þriðjudaginn í síðustu viku hélt ég fyrirlestur ásamt Bárði hjá Ratsjá fyrir skólastofu Ímark sem bar nafnið Markaðssetning á netinu.  Bárður hélt mjög áhugaverðan fyrirlestur um auglýsingar á netinu, birtingarmál o.fl.

Minn fyrirlestur fjallaði um samfélagsmiðlana og þá aðallega POST líkanið sem hjálpar fyrirtækjum að nálgast samfélagsmiðlana á skipulegan hátt svo hámarks árangri sé náð. Þessi aðferðafræði er svo kynnt mun dýpra í bókinni minni, Markaðssetning á netinu.  Kynninguna sem ég var með er hægt að nálgast hér.


Höfum við áhrif á hvort annað á samfélagsmiðlunum?

Í nýlegri rannsókn á samfélagsmiðlunum (Cyworld í Kóreu) kom í ljós að meðlimum vefjanna var hægt að skipta í þrennt eftir því hversu mikil áhrif vinir þeirra hafa á þá.

·         Low status group (48% af notendum) eru ekki vel tengdir og verða fyrir litlum sem engum áhrifum af því sem vinir í félagsnetinu þeirra eru að kaupa.

·         Middle status group (40% af notendum) eru meðal vel tengdir, sýna sterk jákvæð viðbrögð vegna kaupa vina í félagsnetinu þeirra og sýna hegðum sem höfundar kalla ,,keeping up with the Joneses.“  Að jafnaði jukust kaup þeirra um 5% vegna áhrifa frá kaupum vina.

·         High status group (12% af notendum) eru mjög vel tengdir og eru virkir á vefnum.  Þessi hópur dregur úr kaupum á því sem vinir þeirra eru að versla.  Þeir aðgreina sig með því að versla ekki það sama og vinir þeirra.  Áhrifin eru því næstum neikvæð um 14% á tekjur frá einstaklingum í þessum hóp

,,Do Friends influence Social Networks“ – Harvard Business School.

Af öðru að þá gengur salan á bókinni okkar, Markaðssetning á netinu, svakalega vel.  Í raun framar vonum og helmingur upplagsins hefur nú verið selt en við félagar erum mjög þakklátir fyrir frábærar viðtökur!

 


ÍMARK á þriðjudag

Á þriðjudaginn munum við félagar koma fram á Skólastofu Ímark og fjalla stutt um bókina en verja mestum tíma í að kenna markaðsfólki hvernig hægt er að nota samfélagsmiðla við markaðssamskipti.

Við vonumst til að sjá sem flesta!

 

 


Bókin Markaðssetning á netinu komin út!

 Bókina er hægt að kaupa hjá Bóksölu Stúdenta.

0001015613

 


Ný könnun! Íslendingar versla öðruvísi núna!

Capacent gerði könnun í september á því hvernig við íslendingar höfum breytt kauphegðun okkar.  Niðurstöðurnar eru bæði sláandi og áhugaverðar.

capa

 

 


Fyndin auglýsing úr Mogganum árið 1913

 

Untitled2


Tvær góðar um markaðssetningu á netinu

"As marketers, we usually dont approach our customers like we would approach a potential spouse, do we?  No, we‘re more like a drunken frat boy at thus first freshman mixer.  Most marketers approach customers and prospects more intent on the one-night stand than the long-term relationship.  We know its wrong...but we do it anyway."

"What is really funny to me is the fact that when you talk to organizations about what makes them differnt (worthy if you will) this answer always lands somewhere in the top three: our people.  So why do you hide your people behind the facade of a brand or an institution?  At the end of the day, people associate themselves with other people that they like.  Your constituents want to liek you and have a relationship with you."


Flugvélar // Markaðssetning á netinu

Ég verð alltaf svolítið eins og lítill strákur þegar ég kem í flugskýlið hjá ITS og sé vélarnar okkar.  Það er eitthvað bara svo magnað við þessa klumpa sem geta skotist á milli landa!  Tók þessar myndir í síðustu viku en þá vorum við að skoða litapallettur ofl. fyrir vélarnar okkar.  Vélin á myndunum var í c-skoðun og var að fá ný sæti og afþreyingarkerfi í leiðinni.

 

IMG00278

IMG00279

IMG00333

 - - -

Bókin Markaðssetning á netinu er nú komin í síðustu próförk en á mánudagsmorgun byrjar umbrotið.  Það er eiginlega hálf furðuleg tilhugsun að verkinu sé að ljúka eftir 11 mánaða vinnu!  En gaman hvað þetta er að ganga vel og allt á áætlun, útgáfa 1. des.


Skemmtileg saga sem sýnir afhverju öll fyrirtæki þurfa að faðma Social Media!


Við erum öll að multitaska í dag...

Samkvæmt nýjum rannsóknum í Bretlandi:

- 70% af Bretum fara á netið á meðan þeir horfa á sjónvarpið

- 27% Googla vörur sem þeir sjá í auglýsingatímum

- 49% eru ánægðir með heimasíður breskra fyrirtækja (upplýsingalega séð)

 

(AdMap, Mars '09)


Staðfestur útgáfudagur - 1 desember

Undanfarnar vikur hafa verið frekar brjálaðar.  Við Kristján Már erum búnir að vinna stíft að því að ljúka við bókina sem við höfum verið að vinna að um Markaðssetningu á Netinu.  Nú er það staðfest að hún verður komin í dreifingu 1 desember og verður formlega kynnt á ráðstefnu þann sama dag á vegum Ímark og Útflutningsráðs.  Segi betur frá henni síðar.

Þetta er búið að vera ferðalag frá því í janúar og eflaust nokkur hundruð klukkustundir í vinnu að baki!

Virkilega gaman að sjá svona fyrir endann á þessari miklu vinnu og ekki síst því bókin er fanta góð! :-) 


Íslendingar og netið árið 2009

Hagstofan birti nýlega uppfærðar tölur um notkun á netinu á Íslandi.  Það má segja að allir sem eru 44 ára og undir séu komnir á netið. 

Það er ekki fyrr en fyrirtæki vilja ná til 65-74 ára Íslendinga sem netið hrapar í dekkun en ef á heildina er litið eru 93% af íslendingum núna á netinu.  Hitt er svo annað mál að dekkun er ekki eini styrkleiki þess, heldur þessir einstöku samskiptamöguleikar sem fyrirtæki og fólk hefur þar.

 

Untitled1


Fundir framtíðarinnar ? :)

 

 

socialme


Að hafa plan er ekki nóg...

Markaðsfólk verður alltaf að vera búið undir það óvænta einsog Mike Tyson sagði:

 "Everybody's got a plan until they get punched in the face"


Ný auglýsingaherferð Icelandair


Fáir smella á auglýsingar á netinu

comScore kynnti nýlega áhugaverðar niðurstöður úr rannsókn um smelli á netinu:

- 84% smella að jafnaði aldrei á auglýsingar á netinu (per mánuð)

- 8% (helmingur þeirra 16% sem smella) eiga 85% af heildarsmellum.

Það er því ljóst að markaðsfólk sem reynir að hanna net auglýsingar svo þær fái flesta smelli eru að hanna auglýsingar fyrir þessi 16% en ekki 84% sem smella aldrei.

http://www.mediapost.com/publications/?fa=Articles.showArticle&art_aid=115210&lfe=1


Hvernig er notkun á Social Media að þróast - áhugaverðar tölur!

forrester-logoÞegar fyrirtæki fara á samfélagsvefina þurfa þau að vera nokkuð viss um hvað markhópurinn þeirra tekur mikinn þátt í þeim.  Nýjar tölur frá Forrester Research um notkun í US gefa áhugaverða mynd af bæði stöðunni hvað þátttöku varðar og þróun.

 

Summary:

  • Sá hópur sem er að búa til efni á samfélagsvefjum stækkar aðeins
  • Þeir sem eru að gagnrýna efni þar standa í stað
  • Hópurinn sem fylgist með samfélagsvefjunum er orðin gríðarlega stór og stækkar
  • Sá hópur sem tekur þátt í þeim tekur mikið stökk og er nú meira en helmingur af Net notendum í US sem eru með vettvang á samfélagsmiðlunum

 

6a00d8341c50bf53ef0120a5175af0970b
(fólk getur verið í fleiri en einum hóp)

Icelandair: Fyrsti leikurinn byrjaður!

Í dag er leikurinn um London.  Ein spurning og 2 þrautir...en þú tekur þátt í dag og vinningshafinn verður tilkynntur kl 17 í dag!  Svo þú veist það bara á eftir hvort þú færð farseðla fyrir 2 til London!

Hægt að taka þátt inná Icelandair.is! 

Nokkrir svona mismunandi leikir fyrir mismunandi borgur eru nú framundan, hver borg er aðeins í gangi í einn dag og sá sem vinnur er látin vita sama dag og leikurinn er!

 

leikur


Konur vilja ekki versla af fallegri konum // Icelandair Hraðatilboð!

Konur eru ólíklegri til að versla eitthvað í verslunum þar sem eru starfsstúlkur sem þeim finnst fallegri en þær sjálfar. 

Það hefur hins vegar ekki þessi neikvæð áhrif á þær þegar frægar leikkonur eða söngkonur (sem dæmi) kynna vörur eða verslanir.

Rannsóknin sem var í Journal of Business and Economics leggur til að verslanir hætti að ráða inn fallegustu afgreiðslustúlkurnar (því miður :) ) og ráði í staðinn inn konur með allsskonar útlit. 

The Daily Telegraph, 15 August 2009, p11

- - - - - -

Nú er auglýsingaherferð Icelandair farin af stað en í dag tók hún á sig nýja mynd.  Á miðnætti hófst 24klst hraðatilboð til Minneapolis en því líkur eftir 16 klst þegar þetta er skrifað!!!  Fullt af sætum í boði en salan í stuttan tíma!

Á morgun hefst svo fyrsti leikurinn.

Er nokkur búinn að skoða þrívíddartæknina? 

Untitled1


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband