Bloggfærslur mánaðarins, október 2010
Þriðjudagur, 26. október 2010
Alistair MacCallum, framkvæmdastjóri M2M fjölmiðlahús á Íslandi næsta föstudag!
Á föstudaginn kemur verður mjög áhugaverður fyrirlesari á hádegisverðarfundi Ímark á Grand Hótel.
Alistair MacCallum hefur unnið birtingarstefnur fyrir mörg af stærri vörumerkjum Bretlands en hann ætlar að færa okkur sína sýn á breyttum miðlaheimi og deila með okkur trixunum sínum.
Þetta er viðburður sem enginn markaðsmaður má missa af!
Mánudagur, 25. október 2010
Íslenskur sjónvarpsþáttur um markaðsmál - Alkemistinn, nýjasti þáttur!
Alkemistinn 20OKT10 from Vidar Gardarsson on Vimeo.
Föstudagur, 15. október 2010
Einar frá Umferðarstofu að tala um hræðsluauglýsingar í sjónvarpsþættinum Alkemistinn
Alkemistinn 06OKT10 from Vidar Gardarsson on Vimeo.
Miðvikudagur, 13. október 2010
NHS - anti-reykingar
Þriðjudagur, 12. október 2010
Ryanair er skólabókadæmi um challenger brand!
Sigur í samkeppni | Breytt 26.9.2010 kl. 23:02 | Slóð | Facebook
Þriðjudagur, 12. október 2010
Bækur eru ekki að deyja - en verða á öðru formi. Verður framtíðin svona?
The Future of the Book. from IDEO on Vimeo.
Mánudagur, 11. október 2010
22 Lögmál markaðarins - ein af betri markaðsfræðibókunum eftir Al Ries og Jack Trout
Lögmálin 22 eru:
- Nr 1--Lögmálið um forystuna: Betra að vera fyrstur en bestur
- Nr 2--Lögmálið um sviðið: Ef þú ert ekki fyrstur á einhverju sviði, búðu þá til nýtt svið þar sem þú ert fyrstur.
- Nr 3--Lögmálið um hugann: Betra að vera það fyrsta sem kemur upp í hugann en að vera fyrstur á markaðstorginu
- Nr 4--Lögmálið um skynjun: Markaðssetning er ekki barátta um varning heldur skynjun
- Nr 5--Lögmálið um athygli: Öflugasta hugtakið í markaðssetningu er að eiga orð sem kemur upp í huga hins hugsanlega kaupanda
- Nr 6--Lögmálið um sérstöðu: Tvö fyrirtæki geta ekki átt sama orðið sem kemur upp í huga hugsanlegs kaupanda
- Nr 7--Lögmálið um röðun: Mismunandi markaðsstefna eftir því hvar þú ert í röðinni í huga neytandans
- Nr 8--Lögmálið um tvískiptingu: Þegar fram í sækir verður baráttan ávallt á milli tveggja fyrirtækja
- Nr 9--Lögmálið um hið gagnstæða: Til þess að ná sterkri stöðu gegn leiðtoga á að bjóða kost sem er andstæðan við aðal kost hans
- Nr 10-- Lögmálið um skiptingu: Með tímanum munu öll svið skiptast upp í undirsvið, t.d. tölvur, tónlist, bílar, gosdrykkir
- Nr 11og 12--Lögmálið um yfirsýn og útþenslu: Áhrifa markaðssetningar gætir yfir langt tímabil og oft fer ekki saman skammtíma- og langtíma sjónarmið, t.d. afslættir ýmis konar.
- Nr. 13-Lögmálið um fórnina: Það er hægt að fórna þrennu: vörulínu, markhóp og breytingumMörg dæmi sanna að fyrirtæki sem reyna að vera allt fyrir alla fari illa
- Nr 14--Lögmálið um eiginleika: Sá eiginleiki sem skiptir neytendur mestu oft upptekinn af leiðtoga. Finna annan eiginleika og gera að sínum eða andstöðuna við eiginleika andstæðingsins,
- Nr 15--Lögmálið um hreinskilni: Þegar þú viðurkennir veika hlið þá færðu jákvætt viðmót frá hugsanlegum neytendum
- Nr 16 og 17--Lögmálið um hið einstaka og ófyrirséða: Þær aðgerðir sem skila virkilegum árangri eru ávallt óvæntar
- Nr 18--Lögmálið um velgengni: Sjálfsöryggi er versti óvinur velgengninnar því þá er hætta á að viðkomandi telji sínar þarfir vera þarfir markaðarins
- Nr 19--Lögmálið um mistök: Skipuleggjum okkur upp á nýtt og björgum málunum. Ekki leiðin því ef okkur mistekst þá eigum við að viðurkenna það og draga okkur til baka
- Nr 20--Lögmálið um gífurlegar breytingar: Oft spá fjölmiðlar gífurlegum breytingum á einhverju sviði og gera of mikið úr afleiðinum þeirra
- Nr 21--Lögmálið um (tísku)sveiflu: Oft ruglast fyrirtæki á sveiflu og þjóðfélagslegri breytingu þ.e.a.s. stefnu og fara flatt á því, t.d. Cabbage kids og önnur leikföng
- Nr 22--Lögmálið um fjármagn: Engin hugmynd sama hversu góð hún er verður aldrei að veruleika nema nægjanlegt fjármagn sé til staðar. Það kostar peninga að berjast um hlutdeild af huga neytenda og halda honum
Föstudagur, 8. október 2010
Hvað er það sem hvetur starfsfólk mest áfram?
Samkvæmt rannsóknum í USA er þetta röðunin á því sem hvetur starfsfólk mest áfram. Aftari talan er það sem yfirmenn héldu að skipti starfsfólk mestu máli samkvæmt sömu rannsókn.
Fimmtudagur, 7. október 2010
Óánægðir viðskiptavinir, hefur þitt fyrirtæki efni á þeim?
Óánægðir viðskiptavinir segja vinnufélögum, heitapottsfélögum, spilafélögunum og raunar öllum sem hann hittir næstu 2 til 3 daga frá reynslu sinni.
Sölumenn tala kannski að jafnaði við 2 óánægða viðskiptavini á viku, sem eru 104 á ári per sölumann.
Ef þú ert með 6 sölumenn eru það 624 óánægðir viðskiptavinir á ári, sem gætu sagt 12 manns hver frá slæmu reynslu sinni af viðskiptunum, það eru 7448 manns sem hafa slæma sögu að segja um fyrirtækið.
Ef þetta gengur svona í 5 ár hafa að lokum 37.240 íslendingar heyrt hversu slæma þjónustu fyrirtækið þitt er að bjóða.
Í dag er fólk hins vegar að deila slæmum sögum á bloggum, Facebook, Twitter og öðrum samfélagsmiðlum. Það er því mun líklegra að hver sem hefur slæma sögu að segja um fyrirtækið deili henni með fleirum en áður. Margfeldisáhrifin eru því meiri.
Hefur þitt fyrirtækið efni á að vera með óánægða viðskiptavini?