Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2009
Fimmtudagur, 20. ágúst 2009
Ert þú fastur/föst í meðalmennsku?
Seth Godin orðaði það vel:
Doing 4% less does not get you 4% less. Doing 4% less may very well get you 95% less.
That's because almost good enough gets you nowhere. No sales, no votes, no customers. The sad lie of mediocrity is the mistaken belief that partial effort yields partial results. In fact, the results are usually totally out of proportion to the incremental effort.
Big organizations have the most trouble with this, because they don't notice the correlation. It's hidden by their momentum and layers of bureaucracy. So a mediocre phone rep or a mediocre chef may not appear to be doing as much damage as they actually are.
The flip side of this is that when you are at the top, the best in the world, the industry leader, a tiny increase in effort and quality can translate into huge gains. For a while, anyway.
Miðvikudagur, 19. ágúst 2009
Frekar fyndið....samkeppnin í flugi á Indlandi.
Jet Airways tilkynnti breytingar hjá fyrirtækinu og fór að auglýsa í hjarta Mumbai/Indlandi.
Kingfisher og Go Air svara...og ein stærstu gatnamót í Mumbai enduðu með 3 skiltum, frá þremur mismunandi félögum með skilaboðum sem eru frekar fyndin!
Miðvikudagur, 19. ágúst 2009
Af hverju er maður alveg til í að borga meira fyrir suma bangsa?
Bangsar eru til í öllum stærðum og gerðum. Strákurinn minn á helling af þeim, flestir svolítið sætir en ég hef aldrei haft neina sérstaka ástæðu til að talað um þá. Bangsi er bara bangsi...eða hvað?
Í sumar fór ég í fyrsta skiptið inní Build-A-Bear í Boston. Strákurinn minn, hann Darri sem er 4 ára, bjó þar til bangsa sjálfur!
Hann valdi líkama, setti í hann fyllingu, valdi á hann föt, fékk fæðingarvottorð og setti í hann lítið hjarta áður en starfsmenn Build A Bear lokuðu honum og gerðu hann tilbúinn til að fara með Darra út í lífið.
Þetta ferli sem endaði með bangsa, sem er í raun ekkert ólíkur öðrum böngsum að sjá, hefur bæði náð miklu meira til Darra en aðrir bangsar ásamt því sem við foreldrarnir segjum óspart frá þessari frábæru upplifun!
Mér finnst þetta stórmerkilegur bangsi og það að Darri hafi sett í hann hjarta sem hann valdi sjálfur setur hann á mun hærri stall en flest leikföngin hans. Bangsinn kostaði einnig mun meira en bangsar í leikfangaverslunum sem líta svipað út...en hann var hverrar krónu virði vegna upplifunarinnar...sem við gleymum aldrei.
Fyrirtæki þurfa að fara hugsa meira eins og Build-A-Bear. Þeim hefur tekist að búa til einstaka upplifun í kringum svo einfalda vöru sem fær fólk ekki aðeins til að segja öðrum frá, heldur er það tilbúið að borga mun hærra verð fyrir bangsana með bros á vör!
Þriðjudagur, 18. ágúst 2009
Allir í bransanum verða að horfa á Mad Men...nú er það Digital Mad Men!
Þriðjudagur, 18. ágúst 2009
Hvað sérð þú á myndunum?
Við höfum öll okkar bakgrunn og sýn á heiminn sem hefur áhrif á það hvernig við skynjum skilaboð frá fyrirtækjum. Það getur verið mjög vandasamt verk að passa að öll samskipti fyrirtækis við viðskiptavini séu alltaf skilin eins og alltaf í sama tón sem ýtir undir loforð fyrirtækisins. Sama hvort samskiptin eigi sér stað í verslun, í síma eða á vefsíðu fyrirtækisins.
Hvað sérð þú á þessum myndum?
Sérðu eina konu eða tvær?
Er ekki maður þarna einhversstaðar?
Mánudagur, 17. ágúst 2009
Skemmtilegur vefborði frá TM á MBL.IS í dag
Ég fjallaði nýlega um skemmtilega nálgun á vefborðum hjá Apple. TM er nú að keyra borða með sömu pælingum til að auka vitund á stuðningi þeirra við kvennaknattspyrnuna.
Borðann er hægt að skoða núna inná MBL.IS, inná Fólkinu (held maður þurfi samt að smella á frétt svo hann birtist).
Hægra megin er sjampó auglýsing sem hreyfist ekkert en hægra megin er ein af landsliðstúlkunum okkar í fótbolta að leika sér með bolta. Hún sparkar svo boltanum í áttina að sjampó auglýsingunni og þar tekur maðurinn í auglýsingunni við boltanum og gefur hann til baka.
Mjög sniðugur vefborði þar sem tveir borðar eru að vinna saman. TM græðir hiklaust á því að vera á undan öðrum á Íslandi með þessa nálgun.
Mánudagur, 17. ágúst 2009
Hvað eru Danir að gera á Netinu?
Mánudagur, 17. ágúst 2009
Ég er alveg hugfanginn af pælingunum í kringum upplifanir...
Þegar ég flutti til Íslands í fyrra og fór að vinna á höfuðstöðvum Icelandair varð ég hugfanginn af pælingunum í kringum upplifanir í markaðsstarfi. Þegar ég datt svo niður á grein eftir James Gilmore og Joseph Pine í HBR sem heitir The Experience Economy small eitthvað og síðan hefur þetta viðfangsefni verið eitt af þeim sem ég hrífst hvað mest af.
Þó markaðsfærsla á Netinu hafi fengið mest af mínum tíma þetta árið hef ég samt sem áður reynt að spá svolítið í þessu líka. Ég hef lesið t.d. báðar bækurnar þeirra Authenticity og The Experience Economy sem fá báðar mín bestu meðmæli.
Ég geng reyndar svo langt að trúa að vilji fyrirtæki vinna í samkeppninni séu þetta pælingar sem fyrirtæki hreinlega verða spá í.
Hér að neðan er stutt myndband af fyrirlestri frá Joseph Pine þar sem hann snertir lauslega á pælingunum í báðum bókunum sem ég nefndi að ofan.
Laugardagur, 15. ágúst 2009
Allir Íslendingar hafa breyst!
Allir eru að versla öðruvísi, velur þú ekki öðruvísi í matarkörfuna þegar þú ferð út í búð? Leyfir þú þér jafn mikið? Ertu farin að taka ódýrari sápuna eða rauðvínið? Flokkar þú margfalt meira undir bruðl núna en þú gerðir fyrir ári?
Einn úr heildsölubransanum sagði mér að kampavín og dýrari vörumerki í áfengi og öðrum vöruflokkum væru öll að hrynja. Bónus er að fá stærri hluta af markaðinum og allar íslenskar vörur seljast margfalt meira en áður!
Þegar umhverfið breytist í þessa átt sýna rannsóknir að fólk leitar inn á heimilin og kýs að eyða mun meiri tíma með fjölskyldu og vinum. Traust og öryggi fara að skipta fólk mun meira máli og hafa djúp áhrif á kaupákvarðanir.
Nú verða fyrirtæki að lesa stöðugt markaðinn og það sem meira skiptir að vera fljót að breyta.
"It is not the strongest of the species that survive, nor the most intelligent, but the one most responsive to change. Charles Darwin
Föstudagur, 14. ágúst 2009
Spurning hvort Emirates sé að velja rétta vettvanginn?
Það hefur lítið uppá sig að birta auglýsingar, sama hversu góðar þær eru, fyrir framan fólk sem getur ekki verslað vöruna.
Ég held því svolítið uppá þessa mynd sem ég tók í miðju stærsta fátækrahverfi Nairobi í Kenía. Þarna er fólk bókstaflega að deyja úr hungri, á hvorki ofan í sig né á.
Samt er auglýsing þar frá einu glæsilegasta flugfélagi í heimi, sennilega er Kinyozi & Blowdry ferðaskrifstofa þarna sem er að selja Emirates.
Auglýsingin má samt eiga það að hún er í stíl við umhverfið en ekki vörumerkið :)