Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2009

Markaðsstjórar í Danmörku setja mest í Netið!

Untitled-1


Hvað er Netið að stækka mikið á Íslandi?

capacent

 

Capacent, feb '08


Facebook er að soga auglýsingar til sín...

"ComScore reported that Facebook ran 21.6% of all UK online display ads in April"

New Media Age - 25 July 2009


Starfsfólk á að geta verið á Facebook

"In a post at the Acidlabs blog, Stephen Collins points to the results of a recent survey that found a whopping 55 percent of Australian employers blocked workplace access to social networks like Facebook; the proportion is smaller elsewhere—20 percent in Britain, 12 percent in France and 10 percent in Germany—but still represents a huge number of companies.

"I'm firmly of the view that this is a foolish approach by business," says Collins, explaining that the policy insults employees by assuming they'll behave like irresponsible children. Instead, he proposes the implementation of sensible guidelines. "I'd suggest that it's very okay to use Facebook to stay in contact with industry peer groups at work," he notes as an example, "but demonstrably not okay to use Facebook to play zombie games or Scrabble at work."

Here are some of his recommendations:

  • Use employee feedback to write a policy that sets clear parameters and consequences.
  • Teach employees how social networks operate, and how to make the most of their business potential.
  • Encourage them to engage in ways that will enhance innovation at your company."

Allen Adamson talar einnig nýlega um í dálkinum sínum á Forbes vefnum að það sé mikið sóknarfæri í því að leyfa starfsfólki að nota samfélagsmiðla.  Það  geti hjálpað fólki að vera on-brand í vinnunni og þannig styrkt vörumerkin og þ.a.l. fyrirtækin mikið. 
 
http://www.forbes.com/2009/06/02/charles-schwab-spy-facebook-leadership-cmo-network-adamson.html 

Treysta Íslendingar því sem þeir lesa á Netinu?

 86% Íslendinga sem eru með Net tengingu, nota það til að leita upplýsinga um vöru og þjónustu.

Skv. nýrri könnun frá Nielsen "Global Online Consumer Survey" sem var gerð á 25.000 manns í 50 löndum að þá eru:

90% af Net notendum sem treysta ráðum á Netinu frá fólki sem það þekkir
70% af Net notendum sem treysta ráðum almennt frá fólki og fyrirtækjum á Netinu

 (Financial Times 10 July/09)


Góð grein um Internet Marketing frá Kristjáni Má í gær

kmh


Mjög skemmtilegt Viral marketing

Þetta gengur manna á milli hjá Icelandair núna

 http://www.pomegranatephone.com/


Ímynd skiptir meira máli en eiginleikar!

Ímynd skiptir öllu máli.  Sterkt vörumerki með ímynd sem fólk getur samsvarað sér með getur auðveldar staðið af sér samkeppni og árásir.  Ef ímyndin er sterk, fara t.d. verð og eiginleikar að skipta minna máli þegar fólk ákveður að kaupa vöruna.

iPod er t.d. ekki sá MP3 spilari með flesta fídusa eða mesta plássið, samt vilja allir iPod.  Singapore Airlines er ekki með besta matinn eða mesta sætarýmið, samt er það ár eftir ár valið besta flugfélag í heimi.  Það sem þessi vörumerki hafa náð að gera er að búa til upplifun sem fólk vill sækja í og ímynd þeirra er á þann hátt að fólk skilgreinir "sjálfið" sitt svolítið út frá því að nota það.  Fólki finnst það segja heiminum svolítið hvernig týpa það er með því að nota vörumerkin.


Ein áhugaverð rannsókn sem sýnir hvað Ímynd getur skipt miklu máli:

Nokkur hundruð manns fengu senda heim til sín sex bjóra sem allir voru í eins flöskum. Tveir af þeim voru frá framleiðandanum sem gerði könnunina en hinir fjórir mismunandi mjög þekktum keppinautum. Þátttakendur voru látnir prófa bjórana en svara svo spurningum um þá. Ein af spurningunum var hver væri uppáhaldsbjór neytanda en þær sem á eftir komu um bragðeinkenni (styrkleika, eftirbragð o.s.frv.). Þegar gögnin voru skoðuð að rannsókn lokinni var enginn tölfræðilegur munur á því hvernig bjórarnir komu út. Allir 6 bjórarnir voru að koma álíka út úr bragðspurningunum og fólk greindi illa á milli þeirra og þekkti ennfremur ekki sinn uppáhaldsbjór frá hinum í kippunni. Í öðrum fasa rannsóknarinnar voru sömu bjórar sendir aftur til þeirra en núna var ekki búið að afmá neinar merkingar. Öll vörumerki voru nú sýnileg. Þegar þátttakendur vissu hvaða tegund af bjór þeir voru að drekka breyttust svörin í bragðkönnunninni gríðarlega. Sá bjór sem var uppáhaldsbjór þátttakanda fór að koma mun betur út en hinir bjórarnir og mikill bragðmunur fór jafnframt að myndast á milli annara tegunda. Rannsóknin sýndi greinilega hvað ímynd skiptir gríðarlega miklu máli og í raun meira máli í þessu tilfelli en varan sjálf eða bragðið af bjórnum!

Annað gott dæmi um mikilvægi vörumerkja er bílaiðnaðurinn.  Það er á allra vörum að Bandaríkjamenn geti ómögulega framleitt farartaki og grætt á því.  Allir bílaframleiðendurnir stóru eru á kúpunni en allir hafa þeir orðið frekar "meaningless" í huga fólks því t.d. Ford er með svo margar tegundir af bílum að þeir eiga engan stað í huga fólks.  Ímynd þeirra er orðin alveg flöt. 


Fyrirtækið Harley Davidson sem er Bandarískt fyrirtæki, skilar miklum arði á hverju ári og er eitt sterkasta vörumerki sem fyrirfinnst sýnir að þetta með framleiðslu á farartækjum og Bandaríkjamenn stenst ekki alveg.  Harley Davidson er ekki fyrir alla, ímynd þess er alveg kristaltær og þeir standa sig mjög vel að þjónusta þann hóp sem samsvarar sér með vörumerkinu.  Bandarísku bílaframleiðendurnir stóru þurfa að læra af Harley.


Það er nefnilega betra að vera allt fyrir einhverja (eins og Harley) en eitthvað fyrir alla (eins og bílaframleiðendurnir í US)


Bókin Markaðssetning á Netinu

Frá því í byrjun árs hef ég unnið að bók um markaðssetningu á Netinu sem miðuð er á íslenska markaðsstjóra og þeirra þarfir.  Bókin tekur á flestum samskiptatólum markaðsstjóra á Netinu.

Þessa dagana erum við Kristján Már að leggja lokahönd á verkið sem kemur út að öllu óbreyttu fyrstu vikuna í október.  Þetta er búið að vera mikið ferðalag og óhætt að segja að tímarnir sem hafa núþegar farið í hana séu töluvert fleiri en maður ímyndaði sér áður en farið var af stað.  Virklega skemmtilegt engu að síður og mikill skóli.

Efnisyfirlit bókarinnar verður að öllu óbreyttu svona:

1. Inngangur

2. Breytt umhverfi vörumerkja, neytenda og fyrirtækja

3. Birtingar á Netinu

4. Leitarvélabestun

5. Herferðir á Leitarvélum

6. Vefborðar

7. Samfélagsmiðlar

8. Almannatengsl ePR

9. Tölvupóstar sem markaðstæki

10. Vefgreiningar

11. Markaðssetning á mismunandi tungumálum

12. Orðskýringar

 

Við erum komnir með töluvert magn af frábærum íslenskum dæmisögum af fyrirtækjum sem hafa náð miklum árangri með tólunum að ofan. 

Söfnuninni er þó ekki lokið svo okkur þætti gaman að heyra frá þér ef þú lumar á einni góðri. gummi3849@hotmail.com

 


Frábær vefborði frá Apple

Vefborðar, sem eru elsta form auglýsinga á Netinu, eru frekar illa nýttir sem auglýsingatól hér á fróni.  Það er hægt að gera marga skemmtilega hluti með þá, myndbönd, gagnvirkni o.sfrv. sem eykur áhrif þeirra mikið.

Virkilega frumleg og skemmtileg leið hjá Apple hér að neðan.  


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband