Kvikmyndaverin

Fyndið hvernig sagan endurtekur sig.

 

Fyrir meira en áratug ætlaði allt um koll að keyra í kvikmyndaiðnaðinum.  Stóru kvikmyndaverin kepptust við að hóta og fara í málaferli útaf myndbandsupptökutækjum.  Þ.e.a.s. kæra fólk fyrir að vera taka upp efni.  Kaldhæðni örlaganna er samt að myndbandssala varð ein af aðal tekjulindum fyrirtækjanna og mikil búbót fyrir þau.  Á sama tíma varð upptökubúnaðurinn lítið notaður, rétt eins og á Tivo og öðrum græjum, fólk jú tekur upp...en rannsóknir sýna að fólk er ekki að horfa á það sem það tekur upp.  M.ö.o. er þetta ekki að hafa mikil áhrif.

 

Nú er það sama að gerast með Internetið.  Gæti ekki verið að þegar fyrirtækin hætta stríðinu og fara að svara þörfinni sem er nú til staðar á netinu að internetið geti orðið ein stærsta tekjulindin þeirra?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Geir Ágústsson

Allir svona tilburðir fyrirtækja ýta bara undir þá tilfinningu mína að einkaleyfi (ríkisvarinn réttur til að nota ákveðna tækni eða slá eign sinni á ákveðna samsetningu sameinda) er bara atvinnusköpun fyrir lögfræðinga!

Geir Ágústsson, 19.6.2007 kl. 22:10

2 identicon

Þeir hitta oft naglan á höfuðið (eins og núna) þessir verkfræðingar.

jal (IP-tala skráð) 20.6.2007 kl. 12:59

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband