Sunnudagur, 17. júní 2007
Daft Punk voru snilld í London
Ég er ekki frá því að ég hafi breyst aftur í Gumma Gonzales í gærkvöldi. Fór á tónleika með Daft Punk í Hyde Park og gjörsamlega missti það. Ég er rosalega mikið fan en showið og allt var brilljant. Töff líka að þeir komi aldrei fram nema í búningum með hjálma.
Fann myndband á youtube með sama setup-i og programi, fæ bara gæsahúð á að horfa.
Athugasemdir
pant koma með næst. þetta er bara snilld. ég er enn með gæsahúð eftir þetta myndband. mbk, GO
GÓ (IP-tala skráð) 18.6.2007 kl. 11:33
Pant koma með líka....hefur samt Gonzinn einhvern tímann alveg horfið á braut???
jal (IP-tala skráð) 18.6.2007 kl. 17:13
Ykkur er báðum hér með boðið með næst...en þetta með gonzið, þá held ég að það sé alveg dautt. :) Daft Punk er samt að rokka.
Gummi (IP-tala skráð) 18.6.2007 kl. 19:49