ADMAP: Svörun við netauglýsingum

2007-05-16T205638Z_01_NOOTR_RTRIDSP_2_TECH-MEDIA-GOOGLE-SEX-DCÞað er verulega áhugaverð grein í nýjasta ADMAP (How users respond to Internet advertising) um það hvernig við bregðumst við net auglýsingum (bannerum).  Ef þú sérð banner auglýsingu sem þig langar að bregðast við hvað gerir þú?  Flestir myndu strax svara því til að þeir myndu smella á bannerinn en rannsóknir sýna að flestir eru ekki að gera það.

 

59% - fara á leitarvél og leita uppí vöru/þjónustu

29% - fara beint inná vefsvæði fyrirtækisins

26% - smella á bannerinn.

 

Mér þykja þetta áhugaverðar niðurstöður.  Ef netherferð er sett af stað (banner) verður í rauninni líka að verja miklum fjármunum í leitarvélar til að grípa þá viðskiptavini sem sjá auglýsinguna þegar þeir bregðast við henni.  Þannig þarf að borga tvisvar fyrir sama kúnnann, einu sinni fyrir bannerinn og einu sinni fyrir leitarvélina.  Fjöldi smella á bannerinn gefa þannig verri mynd af árangri auglýsingarinnar en raunin er .

 

Til að bæta gráu ofan á svart hefur fólk einnig tilhneigingu til að leita að mjög almennum orðum þegar farið er inná leitarvél eftir að hafa séð banner auglýsingu.  T.d. leitað að “MP3 spilurum” þegar auglýsing fyrir nýja Creative MP3 spilarann verður fyrir skynfærum viðskiptavinar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband