Færsluflokkur: Markaðssetning á netinu

Auglýsingar - Áramótaauglýsing Icelandair 2009


Markaðssetning á netinu getur verið mjög snjöll, UPS að nota Augmented reality..

UPS notar Augmented reality til að hjálpa viðskiptavinum sínum að velja rétta kassastærð utan um það sem þeir þurfa að senda.

Myndbandið hér sýnir hvernig þetta snjalla tól þeirra virkar.

 


Kevin Keller um mikilvægi þess að halda í núverandi viðskiptavini

* Acquiring new customers can cost five times more than the costs involved in satisfying and retaining current customers.

* The average company loses 10 percent of its customers each year.

* A 5 percent reduction in the customer defection rate can increase profits by 25 percent to 85 percent, depending on the industry

* The customer profit rate tends to increase over the life of the retained customer.

Kevin Keller - Strategic Brand Management

 

 


Áhugavert myndband með umræðum um Samfélagsmiðlana

Samfélagsmiðlar snúast um samskipti. Þeir geta hjálpað fyrirtækjum sem eru orðin svolítið ópersónuleg við að fara í áttina að því að verða eins og kaupmaðurinn á horninu í gamla daga.  Það er hins vegar mikið af ranghugmyndum í gangi.  T.d. að allir forstjórar eigi að vera á samfélagsmiðlunum og svara öllum athugasemdum.

Fyrirtæki eru búin að gefa ákveðið þjónustuloforð með því að vera á samfélagsmiðlunum og verða því að uppfylla það...ef ekki hefur það neikvæð áhrif á vörumerkið.  Ef það er með blogg, verður að blogga reglulega og svara athugasemdum.  En ef bloggarinn veikist eða athugasemdin er óheppileg fyrir fyrirtækið?  Það er mikið af svona atriðum sem verður að vera búið að hugsa fyrir áður en af stað er farið! 

 

The Social Media Bubble Part 1 of 3from Hive Awardson Vimeo.

The Social Media Bubble Part 2 of 3from Hive Awardson Vimeo.

The Social Media Bubble Part 3 of 3from Hive Awardson Vimeo.


Facebook að rokka, Twitter ekki (enn?)

Á myndinni í síðustu færslu sést hvað Facebook er orðin vinsæll á meðal íslendinga 73% af íslendingum nota Facebook einu sinni í mánuði eða oftar.  Fyrir ári síðan var þessi tala undir 50%!  Þetta sýnir hvað hjörðin er fljótt að hoppa á nýja tækni!

Myspace og Twitter eru báðir notaðir af sára fáum, en þó Myspace af fleirum en Twitter ólíkt því sem ætla má af umræðunni.  Erlendis hefur Twitter verið í mikilli sókn svo líklega á vefurinn eftir að verða vinsælli á næstunni en þó ekkert sé víst í þeim efnum.  Myspace er hins vegar hægt og rólega að höfða til færri og færri.

Þessar tölur sína mikilvægi þess fyrir fyrirtæki að hugsa ekki um Facebook strategíu eða Twitter startegíu heldur samskipta strategíu.  Samskiptin verða að vera grunnurinn eins og við tölum um í bókinni okkar Markaðssetning á netinu.  Þar kynnum við POST líkanið sem hjálpar fyrirtækjum að nálgast samfélagsmiðlana svo árangur náist út frá samskiptunum sjálfum en tæknin er þar í aukahlutverki!


Bókin í Eymundsson

Þá er bókin Markaðssetning á netinu komin í Eymundsson verslanirnar!

Markaðssetning á netinu

Vefritið Pressan.is fjallar í kvöld um bókina okkar.

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband