Færsluflokkur: Markaðssetning á netinu
Fimmtudagur, 22. apríl 2010
Er markhópurinn þinn að finna þig eða er markaðssetning á netinu ekki til staðar?
Það hefur gríðarlega mikill breyting átt sér stað á kauphegðun með tilkomu netsins. Flestir íslendingar byrja t.d. á því að Googla þegar þeir leita að upplýsingum fyrir kaup á vöru og þjónustu. Á eftir að Googla, kemur að fara á heimasíður fyrirtækja. Markaðssetning á netinu er því orðin geysilega mikilvæg!
Fyrirtæki geta ákveðið að vera ekki á netinu, en ef markhópur fyrirtækisins er þar er tvennt sem getur gerst:
1. Markhópurinn Googlar fyrir kaup og finnur samkeppnina, ekki fyrirtækið þitt. Fyrirtækið þitt tapar viðskiptum.
2. Markhópurinn Googlar og finnur blogg frá einhverjum Jóni út í bæ sem hefur kannski ekki góða sögu af fyrirtækinu þínu. Fyrstu kynni þeirra sem þekkja þig ekki innan markhópsins litast því af því hvað einhver Jón út í bæ er að segja um þig á blogginu sínu, sem kemur upp þegar fyrirtækið þitt er googlað...sem aftur getur gefið kolranga mynd af þjónustu fyrirtækisins! Öll fyrirtæki verða því að fylgjast með umræðunni og taka markaðssetningu á netinu mjög alvarlega!
Allen Adamson, komst skemmtilega að orði þegar hann lýsti breytingunum:
,,Í gamla daga, ef fólk vildi fá upplýsingar um einhverja vöru, þurfti það að fara út í garð og teygja sig yfir girðinguna til nágrannans og spyrja. Síðar lá fólk í sófanum heima hjá sér og sjónvarpið sá um að hjálpa fólki að finna réttu vöruna með 30 sek auglýsingum. Í dag erum við aftur farin út í garð, en garðurinn í dag er stafrænn þar sem fólk getur hallað sér yfir grindverkið og spurt hvern sem er sama hvar hann býr.
Markaðssetning á netinu | Breytt s.d. kl. 23:15 | Slóð | Facebook
Fimmtudagur, 22. apríl 2010
Hversu vel virka Facebook auglýsingar - Ný Nielsen rannsókn.
Markaðsrannsóknarfyrirtækið Nielsen hefur skoðað árangur Facebook auglýsinga, og þá samanburð á árangri auglýsinga sem eru keyptar miða við árangur af auglýsingum sem eru keyptar ásamt því að vera dreift/"liked" af vinum á samfélagsmiðlinum. Könnunin var gerð yfir 6 mánaða tímabil, gögn frá 800.000 notendum voru notuð, 125 herferðir frá 70 auglýsendum.
Myndin að neðan sýnir mun áhrifa á hug fólks eftir því hvort það sér auglýsingu eða sér auglýsingu og líkar hún (gefur þumal)
Fólk sem sér bæði auglýsingu á vegg vina og sáu keyptu auglýsinguna eru þrisvar sinnum líklegri til að muna eftir auglýsingunni. Vörumerkjavitund fólks jókst um 4% við að sjá auglýsinguna á Facebook, en þegar fólk sá líka skilaboðin á veggjum vina jókst vörumerkjavitund um tæplega 12%.
Laugardagur, 27. mars 2010
Verða Sautján, Herragarðurinn, Selected og GK svona í framtíðinni? Og allar tengdar við Facebook (og hvað vinunum finnst)
Fimmtudagur, 18. mars 2010
Mjög óheppileg staðsetning á auglýsingum!
Mánudagur, 15. mars 2010
Vefborðar áhrifaríkir við markaðssetningu á netinu
Í nýjasta AdMap (mars '10) er grein eftir speking frá Nielsen. Fyrirtækið er búið að vera gera stórar rannsóknir á árangri vefborða m.t.t. hversu marga smelli þeir fá.
Rannsóknir Nielsen benda til þess að vefborðar hafi 20 sinnum meiri áhrif, að öllu jöfnu, en smellihlutfall þeirra (Click through rate) gefur til kynna.
Fimmtudagur, 28. janúar 2010
Morgunblaðið í dag - Bókin Markaðssetning á netinu
Í Morgunblaðinu í dag er fylgirit um tækifærin á netinu. Við félagarnir gáfum út bókina Markaðssetningu á netinu í byrjun desember á síðasta ári en í blaðinu er viðtal við okkur.
Nú þegar höfum við heyrt í fyrirtækjum sem hafa hagnast á því að byrja nota ráðleggingar okkar í bókinni, við erum því sannfærðir um að fáar bækur gefa betra ROI!:)
Bókina er hægt að kaupa hjá Bóksölu stúdenta, Mál og Menningu og í öllum Eymundsson verslununum.
Mánudagur, 25. janúar 2010
Handboltalandsliðið og Icelandair
Icelandair hefur stutt Handboltasamband Íslands (og þ.a.l. Landsliðið í handbolta) í yfir 50 ár. Núna í kringum Evrópumótið fór fyrirtækið aftur af stað með herferðina Í blíðu og stríðu. Í raun er Í blíðu og stríðu regnhlíf yfir íþróttastuðning Icelandair og vettvangur þar sem Icelandair gerir þjóðinni kleift að senda keppendum stuðningskveðjur. Á IBS.IS er hægt að sjá viðtöl, fréttir og myndbönd af strákunum á milli leikjanna og fá þannig svolítið öðruvísi sýn á liðið. Auðun Blöndal er svo með þátt á www.ibs.is þar sem hann lýsir leikjunum, grínast og gefur flugferðir á meðan á leikjunum stendur. Hann fær einnig gesti í heimsókn eins og Pétur Jóhann, Gilz ofl.
Árangurinn hefur ekki látið á sér standa...yfir 1000 video kveðjur hafa nú verið sendar og annað eins af textakveðjum. Það skemmtilega við þær er að strákarnir skoða þær daglega úti í Austurríki og er þeim mikil hvatning! Kveðjan hennar Rebekku var valin fyrsta besta kveðjan og fékk hún að launum ferð fyrir 2 til Evrópu með Icelandair...en fleiri vinna, svo það er ennþá tækifæri!
Um 30.000 íslendingar hafa verið að horfa á útsendingarnar hjá Audda á meðan á leikjunum stendur, frábær árangur og skemmtilegt verkefni.
Laugardagur, 23. janúar 2010
Google ætlar sér stóra hluti í farsímum - markaðsfólk verður að sjá þetta!
Föstudagur, 22. janúar 2010
Kevin Keller á leið til Íslands - Uppbygging vörumerkjavirðis
Einn fremsti vörumerkjagúrú Bandaríkjanna kemur til Íslands í mars og verður með work-shop á Markaðsdegi Ímark.
Bækurnar hans Strategic Brand Management og Marketing Management (sem hann skrifar með Kotler) eru kenndar í öllum háskólunum hér heima og eru þær vinsælustu erlendis.
Það má með sanni segja að það sé hvalreki að fá hann til landsins! Keller verður á landinu 5 mars og það borgar sig að skrá sig snemma til að fá sæti!
Á heimasíðu Ímark er að finna nánari upplýsingar um Keller og viðburðinn:
http://www.imark.is/Forsida/Vidburdir/Islenski-markadsdagurinn
Fimmtudagur, 21. janúar 2010
Samfélagsmiðlar og Obama - markaðssetning á netinu
Í bókinni okkar, Markaðssetning á netinu, fjöllum við um fimm markmið samfélagsmiðla. Með þeim er hægt að hlusta, eiga samtöl, aðstoða, hvetja og fá hugmyndir (nýsköpun).
Obama notaði samfélagsmiðla mikið í markaðsherferðinni fyrir forsetakosningarnar. Til að einfalda má eiginlega segja að tvö trix hafi gert honum mest gagn.
#1 Rúmlega 13 milljóna manna tölvupóstlisti sem sendur var á daglegur póstur frá Obama sjálfum og stundum öðrum áhrifamiklum stuðningsmönnum.
#2 Hitt var að hann bjó til efni og leiðir fyrir þá sem fylgdu honum til að miðla boðskapnum á netinu svo það yrðu þeir sem myndu snúa þeim sem ekki fylgdu honum eða voru ósannfærðir. Þannig náði hann að gefa milljónum manna sem fylgdu honum smá ,,ownership" í herferðinni sem gerði það að verkum að fólk var mun hvatvísara í baráttunni...því baráttan varð ,,þeirra" barátta!
Mér er mjög að skapi eftirfarandi tilvitnunin í hann, sem rammar vel inn trix #2:
,,Involve your converts, preach to undecideds.