Færsluflokkur: Markaðssetning á netinu
Laugardagur, 22. maí 2010
Leitarvélarnar eru að skila íslenskum fyrirtækjum marga milljarða á ári!
Grein eftir mig úr Viðskiptablaði Morgunblaðsins á fimmtudaginn síðasta
Íslendingar byrja á því að googla þegar þeir leitaað upplýsingum um vöru og þjónustu. Íbókinni Markaðssetning á netinu er nýleg könnun sem sýnir að 66% af íslendingum(óháð aldri) fara fyrst á leitarvélarnar við upplýsingaleitina, 55% beint áheimasíður fyrirtækja en hefðbundnari leiðir koma svo töluvert neðar. Samkvæmt rannsóknum Nielsen treysta svo 70%af net notendum ráðum frá ókunnugum á netinu. En það sem þetta ókunnuga fólk erað segja er oft að birtast ofarlega í leitarniðurstöðum. Það er því ljóst að mjög margir mynda sérsína fyrstu skoðun á fyrirtækjum með því að googla. En þá er það spurningin hvað kemur upp ef leitaðer eftir vöruflokknum sem þitt fyrirtæki starfar í? Er það fyrsta sem kemur upp kannski blogg fráeinhverjum út í bæ sem endurspeglar þjónustu fyrirtækisins illa? Eða kemur fyrirtækið þitt kannski ekkert upp,en samkeppnin gerir það?
Það eru mikil tækifæri á leitarvélunum fyriríslensk fyrirtæki. Þrátt fyrir nálægðinaá íslenska markaðinum eru leitarvélarnar á netinu ekkert síður mikilvægar héren erlendis eins og tölurnar að ofan sína. Mjög fá íslensk fyrirtæki eru hins vegar að spá í hversu sýnileg þau eruen þær geta haft mikil áhrif á kaupákvörðun viðskiptavina. Ef fyrirtæki horfasvo út fyrir landsteinana er markaðurinn á netinu 1,7 milljarður manna og allirfrá ríkari hluta heimsins. Ótrúlegustulausnir geta því fundið markað á netinu sem væri ómögulegt annars. Inga María, bókasafnsfræðingur á Ísafirði erbesta dæmið. Hún er með vefsíðuna www.dressupgames.com sem er tenglasíða ádúkkulísuleiki á netinu. Hún færi hátt í10 milljónir heimsókna á mánuði frá fólki út um allan heim, flesta í gegnumGoogle. Henni hefur tekist að verðamiðstöð dúkkulísuleikja á netinu. Meðþví að birta auglýsingar á síðunni frá Google AdWords hefur hún miklar tekjuren í fyrra er áætlað að hún hafi borgað skatta af nærri 100 milljónum króna. Það myndi lítið þýða að opna dúkkulísuversluneða starfssemi í Kringlunni eða á Laugarveginum, en á netinu, með nálægð viðallan heiminn, er markhópur síðunnar fleiri milljón dúkkulísuunnenda út umallan heim.
Leitarvélarnar eru ekki eins flóknar og oftvirðist vera. Í stuttu máli eru þærstöðugt að senda út svokallaðar kóngulær sem vafra á milli vefsíðna og safnagögnum, flokka og setja í gagnagrunn. Þettaer svo þær geti metið sem best hvort þín vefsíða hafi að geyma besta svarið viðákveðnum leitarfyrirspurnum fólks. Þaðer ekki hægt að leika á leitarvélarnar en það er hægt að hjálpa þeim að skiljaefnið sem er á vef fyrirtækisins. Fyrst þarf að passa að leitarvélarnar séu að skrásetja(e. Index) allar síður vefs fyrirtækisins. Leitarvélarnar sjá nefnilega enga forsíðu á vefjum, allar síður eruskrásettar stakar. Ef leitarvélarnar eruað finna allar síður vefsins eru næstu skref tvö. Fyrst þarf að passa að allur texti sé ásíðunni sjálfri (ekki fastur í myndum) og passa að hafa leitarorðin sem þú viltfinnast undir (t.d. ,,Markaðssetning á netinu) í m.a.:
· Titli síðunnar
Í META skýringartexta hverrar síðu
Í texta á vefnum sjálfum
Í fyrirsögnum á texta á síðum
Í skýringartexta (alt tag) viðmyndir á síðu
Í nafni vefslóðar
Þegar búið er að huga að innri þáttunum þarfað huga að þeim ytri. Sá þáttur snýst umtengla inn á vef fyrirtækisins. Þvífleiri tenglar sem eru inn á vef fyrirtækisins því meira vægi gefaleitarvélarnar vefnum. Rök leitarvélannaeru að því fleiri sem benda á síðuna þína, því betri hlýtur hún að vera. Það er hins vegar ekki nóg að hafa baratengil, heldur verður textinn í tenglinum að geyma leitarorðin sem fyrirtækiðvill finnast undir. Ef ,,markaðssetningá netinu eru leitarorðin sem fyrirtækið vill finnast undir, þarf að passa aðþær síður sem eru með tengil yfir á síðu fyrirtækisins séu með textann,,markaðssetning á netinu í tenglinum (textanum sem smella þarf á).
Því ofar sem fyrirtæki er því betra þar semflestir smella á efstu þrjár leitarniðurstöðurnar. Á Íslandi eru hins vegarflest leitarorð galopin og því mikið tækifæri fyrir fyrirtæki að ná stöðustrax, áður en markaðsfólk vaknar og slagurinn um leitarorðin á Íslandi verðurharðari. Hér er því mjög ódýr leið fyriríslensk fyrirtæki að sækja nýja viðskiptavini!
Guðmundur Arnar Guðmundsson, Markaðsstjóri
Fimmtudagur, 13. maí 2010
Staðreyndir um Samfélagsmiðla - útg. 2.0 af myndbandinu fræga
Sunnudagur, 9. maí 2010
Sterk vörumerki - Virgin Mobile, Stella, Kók og Pepsí
Þegar munurinn á sterkum og veikum vörumerkjum er skýrður er oft talað um bragðprófun á kók og Pepsi (það eru margir kennarar sem nota þessa tilraun í tímum til að leggja áherslu á þetta). Nemendur eru þá látnir skrifa niður hvort þeim líki betur, kók eða Pepsi, en eru síðan látnir drekka sopa af báðum drykkjum án þess að sjá hvor er hvað.
Þeir sem segjast drekka kók frekar en Pepsi (fyrir bragðprófið) segjast samt oft líka betur við Pepsi þegar þeir smakka báða drykkina blindandi!
Stella bjórinn kemur yfirleitt ekkert sérstaklega vel út í bragðprófunum sem eru blindandi (fólk veit ekki hvaða vörumerki það neytir). Þegar fólk fær hins vegar að sjá að það er að drekka Stella bjór, er hann yfirleitt í efstu sætunum!
Í Bretlandi hafa kannanir sýnt að fólki finnst hljómgæði símtala hjá Virgin Mobile mun betri en T-mobile. Þetta finnst Bretum þrátt fyrir að Virgin mobile sé að nota T-mobile símkerfið og því auðvitað engin munur. Vörumerkið Virgin Mobile er hins vegar sterkara í ákveðnum skilningi í hugum fólks.
Þeir 6 eiginleikar sem sterk vörumerki hafa eru:
- Enjoy greater loyality and be less vulnerable to competitive marketing action
- Command larger margins and have more inelastic responses to price increases and elastic response to price decreases
- Receive greater trade coopoperation and support
- Increase marketing communication effectivness
- Yield licensing opportunities
- Support brand extension
Markaðssetning á netinu | Breytt s.d. kl. 22:25 | Slóð | Facebook
Fimmtudagur, 6. maí 2010
Hvernig getur þitt fyrirtæki grætt á markaðsherferðinni fyrir Ísland?
Nú er að fara af stað stærsta markaðsherferð sem nokkurn tímann hefur farið af stað á Íslandi. Verkefni: kynna Ísland sem áhugaverðan ferðamannastað.
Ég hefur áður sýnt þessa mynd hér að neðan sem er tekin úr Google Trend. Hún sýnir þróunina á leitum eftir Iceland frá því 2004. Til bakahruns í lok árs 2008 var þessi leitarfjöldi frekar stöðugur (c á myndinni). Fjöldi leita hélst svo stöðugt þar til eldgosið hófst (sjá e á mynd) en þá margfaldast leitir.
Nú þegar herferðin fer af stað að þá á áhugi á Íslandi eftir að aukast aftur. Því þurfa allir í ferðaþjónustu að tryggja að útlendingar finni þjónustu þeirra þegar byrjað er að íhuga Íslandsferð. Það er ekki nóg fyrir þig að áhugi fyrir Íslandi hefur aukist - þú verður einnig að tryggja að viðskiptin fari til þín!
Við Kristján Már eigum nú aðeins tvö námskeið eftir áður en landsátakinu okkar í samstarfi við Útflutningsráð og MBL.is líkur. 10 maí verðum við í Reykjanesbæ og 11 maí í Reykjavík. Það er því síðasti séns að skrá sig, og fá þekkinguna sem þarf til að tryggja sýnileika á netinu í þessari miklu athygli sem landið er að fá.
Skráning og nánari upplýsingar eru inni á www.online.is
Miðvikudagur, 5. maí 2010
Uppáhalds bækur Kevin Lane Keller (markaðsmál / mörkun)
Ég bað Kevin Keller að mæla með bókum um mörkun (e. branding) þegar hann var á Íslandi. Hann nefndi þessar hér að neðan sem eru í miklu uppáhaldi hjá honum:
Morgan, Adam (2009), Eating the Big Fish, 2nd ed. Hoboken, N.J.: John Wiley & Son.
Kelly, Francis J. III, and Barry Silverstein (2005), The Breakaway Brand. New York, N.Y.: McGraw-Hill
Gerzema, John, and Ed Lebar (2008), The Brand Bubble. New York, NY: Jossey-Bass.
Bedbury, Scott (2002), A New Brand World. New York, N.Y.: Viking Press.
Markaðssetning á netinu | Breytt s.d. kl. 22:50 | Slóð | Facebook
Þriðjudagur, 4. maí 2010
Stærsta auglýsingaherferð Íslandssögunnar að fara af stað!
Nú er að fara af stað sennilega stærsta auglýsingaherferð sem hefur verið ráðist í á Íslandi. Virkilega jákvætt skref í átt að mikilli sókn í að ná fleiri erlendum ferðamönnum til Íslands.
Staðfærsla herferðarinnar : Inspired by Iceland : http://inspiredbyiceland.is/
Það verður gaman að sjá hvernig ,,execution-ið" verður á herferðinni þegar allt verður komið á hreint - en þetta lofar góðu! Greinilegt er af heimasíðu verkefnisins að íslenska þjóðin fær að taka þátt.
Hér er tilkynning af www.saf.is sem birtist í dag:
,,Á ferðamálaþingi í dag undirrituðu Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra og Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs samning við Samtök ferðaþjónustunnar (SAF), Icelandair, Reykjavíkurborg, Iceland Express, Útflutningsráð um markaðsátak í ferðaþjónustu í maí og júní 2010 vegna áhrifa eldgossins í Eyjafjallajökli á árinu 2010 á atvinnugreinina.
Samningsaðilar munu ráðast í markaðsátak sem beinist að erlendum ferðamönnum. Ferðaþjónustufyrirtækin standa fyrir framleiðslu kynningar- og auglýsingaefnis sem síðan verður til frjálsra afnota í maí og júní. Opinberir aðilar munu fyrst og fremst stuðla að útbreiðslu átaksins með því að styrkja birtingu og dreifingu á efninu sem víðast.
Einnig verður efnt til þjóðarátaks um að bjóða fólki og ferðamönnum til Íslands Fyrirtæki í ferðaþjónustu verða drifkrafturinn í þjóðarátakinu en vonast er til þess að allir Íslendingar líti á sig sem sendiherra þess, sagði iðnaðarráðherra á ferðamálaþingi. Öllum Íslendingum, fyrirtækjum, einstaklingum, samtökum og hópum verður boðið að nota sér það auglýsinga- og kynningarefni sem framleitt verður og nýta í sínum tengslanetum og samskiptum til þess að bjóða fólk og ferðamenn velkomna til Íslands. Ég hvet alla sem vettlingi geta valdið að taka þátt í átakinu.
Markmið átaksins er að draga úr neikvæðum áhrifum á trausta markaði sem tekið hefur langan tíma að byggja upp. Átakinu er einnig ætlað að styrkja ímynd Íslands og skapa tækifæri úr þeirri umfjöllun sem landið hefur fengið á erlendum vettvangi.
Eins og samþykkt var á ríkisstjórnarfundi 27. apríl s.l. mun ríkissjóður mun leggja allt að 350 milljónir króna til verkefnisins gegn því að jafnháu mótframlagi verði varið í verkefnið af hálfu fyrirtækja í ferðaþjónustu og annarra aðila sem hafa hag af verkefninu. Framlög annarra samningsaðila eru eftirfarandi: Icelandair leggur til 125 milljónir, Reykjavíkurborg leggur til 100 milljónir, Iceland Express leggur til 50 milljónir, Samtök ferðaþjónustunnar (SAF) leggja til 43 milljónir og Útflutningsráð leggur til 30 milljónir. Markaðsstofur landshlutanna hafa tilkynnt 2 milljónir króna inn í átakið..
Útflutningsráð mun hafa umsjón með fjárreiðum verkefnisins og nýtur við það fulltingis Skrifstofu rannsóknastofnana atvinnuveganna (SRA). Í þessu felst m.a innheimta framlaga samningsaðila, bókhald fyrir verkefnið og greiðsla reikninga vegna kostnaðar við verkefnið. Útflutningsráð skilar fjárhagslegu lokauppgjöri vegna verkefnsins til annarra samningsaðila 1. ágúst 2010. Umsjón með markaðsátakinu verður í höndum sérstakra verkefnisstjórna á vegum samningsaðila.
Mynd: Frá vinstri Birkir Guðnason, Icelandair; Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra; Katrín Júlíusdóttir, iðnaðarráðherra, Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgarstjóri; Matthías Imsland, Iceland Express; Árni Gunnarsson, SAF og Jón Ásbergsson, Útflutningsráði."
Markaðssetning á netinu | Breytt s.d. kl. 23:14 | Slóð | Facebook
Mánudagur, 3. maí 2010
Glærur frá morgunverðarfundi Skýrr um markaðssetningu á netinu
Þriðjudagur, 27. apríl 2010
Kristján Már í viðtali á Bylgjunni um auglýsingar og Markaðssetningu á netinu
Kristján Már var í dag í viðtali í Reykajvík Síðdegis á Bylgjunni. Þar talaði hann um námskeiðin okkar sem við höfum verið með út um allt land í Markaðssetningu á netinu.
Hægt er að hlusta á viðtalið við kristján hér http://bylgjan.visir.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=54201
Nú eru aðeins tvö námskeið eftir, nánari upplýsingar um þau á www.online.is.
Þriðjudagur, 27. apríl 2010
Námskeið í Markaðssetningu á netinu og tenglaskiptatilraun
Þá erum við félagarnir komnir í pásu frá námskeiðunum til 10 maí, en þá og 11 eru síðustu námskeiðin okkar og sumarið tekur við. Þetta er búið að vera mikið ævintýri. Ekki bara vegna margra misheppnaða tilrauna til að lenda á Akureyrarflugvelli, því við urðum bensínlausir í Hvalfjarðargöngunum og urðum næstum því úti á heiðinni.
Heldur vegna þess fjölda sem við höfum hitt og fengið tækifæri til að deila með hvernig hægt er að nýta netið svo hámarks árangur náist. Við höfum einnig safnað miklum fjölda dæmisagna sem er gott veganesti fyrir áframhaldandi þróun á bókinni.
Það hefur satt best að segja verið mikill heiður að vinna með Kristjáni Má að þessu frábæra verkefni sem hefur jafnframt lukkast svona vel. Kristján er ekki bara hörku duglegur og klár heldur einnig alveg ferlega skemmtilegur...sem hefur gert allt verkefnið mun eftirminnilegra en ella.
Við erum núna leyfa þátttakendum á námskeiðinu hjá okkur að njóta góðs af smá tilraun sem er í gangi...sem við ætlum að gera reglulega. Tilraunin er í tenglaskiptum til að ná árangri á Google.
Minn hluti í tilrauninni er að ná árangri með leitarorðinu Auglýsingar. Það er Googlað 2900 sinnum í hverjum mánuði en stefnan er tekin eins ofarlega og hægt er á niðurstöðum Google fyrir bloggið. Verkefnið hófst með innri breytingum á síðunni 25. apríl, en þá kom bloggið aldrei upp ef auglýsingar voru googlaðar. Núna kemur bloggið upp á bls 3, í 3 sæti...aðeins 2 dögum eftir að af stað var farið!
Markaðssetning á netinu | Breytt s.d. kl. 07:34 | Slóð | Facebook
Laugardagur, 24. apríl 2010
Markaðssetning á netinu: Hvaða samfélagsmiðlar eru að fá flestar heimsóknir í Bandaríkjunum?
Markaðssetning á netinu | Breytt s.d. kl. 00:28 | Slóð | Facebook