Færsluflokkur: Viðskipti og fjármál

Viltu auka tekjurnar þínar mikið?

Við Kristján héldum vel lukkað námskeið úr bókinni okkar Markaðssetning á netinu á Egilsstöðum í gær.  Netið er sennilega hagkvæmasta leiðin fyrir stór sem smá fyrirtæki að koma sér á framfæri og selja, eða lækka kostnað og auka þjónustu.  Markaðssvæðið á netinu er allur heimurinn en einhver sem býr í New York, Tokyo og Hafnafirði eru allir í sömu fjarlægð frá fyrirtækinu þínu.

Sjáið t.d. þessar árangurssögur, fyrst þau geta það...getur þú það líka!

- Á Ísafirði er bókasafnsvörður sem er með heimasíðu um dúkkulísur.  Síðan er rosalega niche-a en þar sem markaðurinn á netinu er svo stór fær bókasafnsfræðingurinn gesti á síðuna sína frá öllum löndum heims sem skapar henni geysilega miklar tekjur (3 tekjuhæsti á Vestfjörðum núna).  Síðan fær 7 milljónir heimsókna í hverjum mánuði.

- Á Selfossi er annar hátekju íslendingur sem hefur hagnast á því að selja reykelsi á netinu.

- Þegar IKEA á Íslandi fór að hafa allt vöru úrvalið sitt í netverslun byrjaði verslunin auðvitað að selja slatta þar.  Það sem þeir sáu hins vegar ekki fyrir var mikil fækkun símtala þar sem fleiri svöruðu spurningum sínum með því að skoða vefverslunina.  Þannig mátti lækka kostnað við símavörslu mikið, en þjónusta fyrirtækisins jókst á sama tíma.

 

Það eru mikil tækifæri á netinu ef rétt er að málum staðið.  Á námskeiðinu förum við yfir öll helstu verkfærin fyrir fyrirtæki til að koma sínum vörum á framfæri og þar með auka tekjur mikið!  Við verðum á Ísafirði, Akureyri og svo í Reykjavík næst en skráning getur vel.

 

IMAG0526

IMAG0530


Mjögn fyndin Heineken auglýsing


Markaðssetning á netinu - Námskeið

Námskeið í markaðssetningu á netinu


Ég í sjónvarpsviðtali á INN að ræða um Markaðssetningu á netinu


Alkemistinn - Þáttur um markaðsmál á INN. Fyrsti þáttur

Gestir þáttarins eru Friðrik Eysteinsson og Kristján Már Hauksson.

Námskeið í markaðssetningu á netinu

Við Kristján Már erum að fara af stað með röð af námskeiðum í Markaðssetningu á netinu á næstu vikum.  Námskeiðin eru 4 klst löng og unnin í samvinnu við Útflutningsráð Íslands, MBL.IS, Póstinn og Valitor. 

Við hefjum leikinn á Egilsstöðum 13 febrúar, 19. febrúar á Egilsstöðum, 22. febrúar á Akureyri og 23. febrúar í Reykjavík.

Allar nánari upplýsingar á Online.is. 


Haíti fær styrki útaf markaðssamskiptunum.

Það hefur ekkert að gera með mannfallið, börnin sem eru illa farin né fólkið sem var jarðað lifandi hversu mikið hefur safnast fyrir Haíti.  Álíka atburðir hafa verið að gerast og gerst víða undanfarin ár án þess að vesturlönd hafi verið að leggja eitthvað eða mikið af mörkum. 

Munurinn? Gríðarlega mikil umfjöllun í fjölmiðlum, m.ö.o. markaðssamskipti!  Í USA söfnuðust $560 milljónir dollara á 17 dögum!

Samt mega góðgerðasamtök yfirleitt auglýsa mjög takmarkað!  Þetta er staðan þrátt fyrir að hver króna fjárfest í markaðssamskipti getur skilað margföldum styrkjum.  Í US er talað um að um 2% af GDP fari í góðgerðarmál.  Ef þessi tala myndi aukast í t.d. 3%?

David Ogilvy sagði eitt sinn "try launching a new brand of detergent with a war chest of less than $10,000,000."  Staðreyndin er sú að þau verkefni sem ná í gegn eru þau sem fá mikið af styrkjum.  Ef ekki skapast svona "moment" fyrir góðgerðarmál eins og Haíti verður að beita öðrum leiðum í verkfærakistu markaðsmanna! 


Nýr íslenskur sjónvarpsþáttur um markaðsmál

Viðar Garðarsson er umsjónarmaður nýs þáttar á INN um markaðasmál.

Fyrsti þáttur var í vikunni sem leið en hægt er að horfa á hann inná inntv.is


Af hverju hitta Steve Jobs og Apple alltaf í mark?

Í fyrsta lagi er hann mikill markaðsmaður og skilur hvað vörumerkjauppbygging er mikilvæg.

 Í öðru lagi vinnur Apple eftir tilvitnuninni í hann hér að neðan (eins og markaðsfyrirtæki gera):

"You've got to start with the customer experience and work back towards the technology - no the other way around"  Steve jobs


Ísbjörninn var skotinn og markaðstækifæri fyrir Polar Beer opnaðist! :)


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband