Viltu auka tekjurnar þínar mikið?

Við Kristján héldum vel lukkað námskeið úr bókinni okkar Markaðssetning á netinu á Egilsstöðum í gær.  Netið er sennilega hagkvæmasta leiðin fyrir stór sem smá fyrirtæki að koma sér á framfæri og selja, eða lækka kostnað og auka þjónustu.  Markaðssvæðið á netinu er allur heimurinn en einhver sem býr í New York, Tokyo og Hafnafirði eru allir í sömu fjarlægð frá fyrirtækinu þínu.

Sjáið t.d. þessar árangurssögur, fyrst þau geta það...getur þú það líka!

- Á Ísafirði er bókasafnsvörður sem er með heimasíðu um dúkkulísur.  Síðan er rosalega niche-a en þar sem markaðurinn á netinu er svo stór fær bókasafnsfræðingurinn gesti á síðuna sína frá öllum löndum heims sem skapar henni geysilega miklar tekjur (3 tekjuhæsti á Vestfjörðum núna).  Síðan fær 7 milljónir heimsókna í hverjum mánuði.

- Á Selfossi er annar hátekju íslendingur sem hefur hagnast á því að selja reykelsi á netinu.

- Þegar IKEA á Íslandi fór að hafa allt vöru úrvalið sitt í netverslun byrjaði verslunin auðvitað að selja slatta þar.  Það sem þeir sáu hins vegar ekki fyrir var mikil fækkun símtala þar sem fleiri svöruðu spurningum sínum með því að skoða vefverslunina.  Þannig mátti lækka kostnað við símavörslu mikið, en þjónusta fyrirtækisins jókst á sama tíma.

 

Það eru mikil tækifæri á netinu ef rétt er að málum staðið.  Á námskeiðinu förum við yfir öll helstu verkfærin fyrir fyrirtæki til að koma sínum vörum á framfæri og þar með auka tekjur mikið!  Við verðum á Ísafirði, Akureyri og svo í Reykjavík næst en skráning getur vel.

 

IMAG0526

IMAG0530


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband