Færsluflokkur: Viðskipti og fjármál
Fimmtudagur, 28. janúar 2010
Morgunblaðið í dag - Bókin Markaðssetning á netinu
Í Morgunblaðinu í dag er fylgirit um tækifærin á netinu. Við félagarnir gáfum út bókina Markaðssetningu á netinu í byrjun desember á síðasta ári en í blaðinu er viðtal við okkur.
Nú þegar höfum við heyrt í fyrirtækjum sem hafa hagnast á því að byrja nota ráðleggingar okkar í bókinni, við erum því sannfærðir um að fáar bækur gefa betra ROI!:)
Bókina er hægt að kaupa hjá Bóksölu stúdenta, Mál og Menningu og í öllum Eymundsson verslununum.
Mánudagur, 25. janúar 2010
Handboltalandsliðið og Icelandair
Icelandair hefur stutt Handboltasamband Íslands (og þ.a.l. Landsliðið í handbolta) í yfir 50 ár. Núna í kringum Evrópumótið fór fyrirtækið aftur af stað með herferðina Í blíðu og stríðu. Í raun er Í blíðu og stríðu regnhlíf yfir íþróttastuðning Icelandair og vettvangur þar sem Icelandair gerir þjóðinni kleift að senda keppendum stuðningskveðjur. Á IBS.IS er hægt að sjá viðtöl, fréttir og myndbönd af strákunum á milli leikjanna og fá þannig svolítið öðruvísi sýn á liðið. Auðun Blöndal er svo með þátt á www.ibs.is þar sem hann lýsir leikjunum, grínast og gefur flugferðir á meðan á leikjunum stendur. Hann fær einnig gesti í heimsókn eins og Pétur Jóhann, Gilz ofl.
Árangurinn hefur ekki látið á sér standa...yfir 1000 video kveðjur hafa nú verið sendar og annað eins af textakveðjum. Það skemmtilega við þær er að strákarnir skoða þær daglega úti í Austurríki og er þeim mikil hvatning! Kveðjan hennar Rebekku var valin fyrsta besta kveðjan og fékk hún að launum ferð fyrir 2 til Evrópu með Icelandair...en fleiri vinna, svo það er ennþá tækifæri!
Um 30.000 íslendingar hafa verið að horfa á útsendingarnar hjá Audda á meðan á leikjunum stendur, frábær árangur og skemmtilegt verkefni.
Sunnudagur, 24. janúar 2010
Bónus, Krónan og verð
Fyrir um sex árum, þegar ég var í stjórn Frjálshyggjufélagsins, skrifaði ég grein um það hvað samskeppniseftirlitið væri í raun óþarft. Verðsamráð gæti átt sér stað án þess að menn væru að hittast í Öskjuhlíðinni.
Í Krónunni í vikunni var ég minntur á þetta. Myndin að neðan sýnir útsendara Bónus sem fer allan daginn á milli verslana og gerir verðsamanburð í tölvu sem sendir gögnin strax beint í upplýsingakerfi Bónus. Framkvæmdastjórar fyrirtækjanna tveggja þurfa því ekki að hittast, heldur senda þeir bara merkjasendingar til hvors annars með verðbreytingum - þeir læra á hvorn annan - og að lokum eru þeir farnir að vita nákvæmlega hvernig hinn hagar verðunum hjá sér ef einhverjar breytingar verða í umhverfinu (kostn. á innflutning etc).
Þannig geta þeir, ef þeir kjósa svo, haldið verðum hærri (og auðvitað lægri) án þess að funda um það.
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 09:42 | Slóð | Facebook
Laugardagur, 23. janúar 2010
Google ætlar sér stóra hluti í farsímum - markaðsfólk verður að sjá þetta!
Föstudagur, 22. janúar 2010
Kevin Keller á leið til Íslands - Uppbygging vörumerkjavirðis
Einn fremsti vörumerkjagúrú Bandaríkjanna kemur til Íslands í mars og verður með work-shop á Markaðsdegi Ímark.
Bækurnar hans Strategic Brand Management og Marketing Management (sem hann skrifar með Kotler) eru kenndar í öllum háskólunum hér heima og eru þær vinsælustu erlendis.
Það má með sanni segja að það sé hvalreki að fá hann til landsins! Keller verður á landinu 5 mars og það borgar sig að skrá sig snemma til að fá sæti!
Á heimasíðu Ímark er að finna nánari upplýsingar um Keller og viðburðinn:
http://www.imark.is/Forsida/Vidburdir/Islenski-markadsdagurinn
Fimmtudagur, 21. janúar 2010
Samfélagsmiðlar og Obama - markaðssetning á netinu
Í bókinni okkar, Markaðssetning á netinu, fjöllum við um fimm markmið samfélagsmiðla. Með þeim er hægt að hlusta, eiga samtöl, aðstoða, hvetja og fá hugmyndir (nýsköpun).
Obama notaði samfélagsmiðla mikið í markaðsherferðinni fyrir forsetakosningarnar. Til að einfalda má eiginlega segja að tvö trix hafi gert honum mest gagn.
#1 Rúmlega 13 milljóna manna tölvupóstlisti sem sendur var á daglegur póstur frá Obama sjálfum og stundum öðrum áhrifamiklum stuðningsmönnum.
#2 Hitt var að hann bjó til efni og leiðir fyrir þá sem fylgdu honum til að miðla boðskapnum á netinu svo það yrðu þeir sem myndu snúa þeim sem ekki fylgdu honum eða voru ósannfærðir. Þannig náði hann að gefa milljónum manna sem fylgdu honum smá ,,ownership" í herferðinni sem gerði það að verkum að fólk var mun hvatvísara í baráttunni...því baráttan varð ,,þeirra" barátta!
Mér er mjög að skapi eftirfarandi tilvitnunin í hann, sem rammar vel inn trix #2:
,,Involve your converts, preach to undecideds.
Miðvikudagur, 20. janúar 2010
10 stærstu auglýsendurnir í sjónvarpi og prenti 2009
Í fréttabréfi ABS var í vikunni listi yfir stærstu auglýsendur á Íslandi í sjónvarpi og prenti.
Ekki mikið óvænt, bankarnir horfnir en markaðssetning þeirra hefur dregist mikið saman. Aðrir eru svona flestir the usual suspects, fyrir utan kannski Rekkjuna, Nóa Síríus en svo finnst mér áhugavert hvað Forlagið er stórt!
Laugardagur, 2. janúar 2010
Auglýsingar - Áramótaauglýsing Icelandair 2009
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 12:16 | Slóð | Facebook
Miðvikudagur, 30. desember 2009
Markaðssetning á netinu getur verið mjög snjöll, UPS að nota Augmented reality..
UPS notar Augmented reality til að hjálpa viðskiptavinum sínum að velja rétta kassastærð utan um það sem þeir þurfa að senda.
Myndbandið hér sýnir hvernig þetta snjalla tól þeirra virkar.
Viðskipti og fjármál | Breytt 27.3.2010 kl. 09:00 | Slóð | Facebook
Sunnudagur, 27. desember 2009
Kevin Keller um mikilvægi þess að halda í núverandi viðskiptavini
* Acquiring new customers can cost five times more than the costs involved in satisfying and retaining current customers.
* The average company loses 10 percent of its customers each year.
* A 5 percent reduction in the customer defection rate can increase profits by 25 percent to 85 percent, depending on the industry
* The customer profit rate tends to increase over the life of the retained customer.
Kevin Keller - Strategic Brand Management