Færsluflokkur: Auglýsingar

Fyrirlestur með Jonathan Taplin á vegum Hvíta húsins á föstudag

vintagetelevision.jpg

Ég var á áhugaverðum fyrirlestri hjá Jonathan Taplin á föstudag sem Hvíta húsið auglýsingastofa stóð fyrir.   Taplin fjallaði um þær miklu breytingar sem heimurinn stendur frammi fyrir vegna útbreiðslu netsins. 

Það var orð sem hann notaði til að lýsa ástandinu í dag, sem mér þótti verulega skemmtilegt.  Interregnum.  Orðið þýðir tímabilið á milli þess sem kóngurinn fellur og nýtt (gjörbreytt) stjórnarfar tekur við.  Kannski svolítið eins og við erum að upplifa á Íslandi í stjórnmálunum. Það eru breytingar sem bíða okkar...sem við gerum okkar enga grein fyrir hverjar verða.  

Taplin notaði orðið til að lýsa stöðu fyrirtækja.  Það væri bókstaflega allt í umhverfinu að umbyltast með þeim tækniframförum sem netið hefur gefið af sér.  Hættan hér væri hins vegar að stjórnendur átti sig oft ekki á þeirri byltingu sem er handan við hornið.  Þeir halda að umhverfið þróist línulega, en gera sér illa grein fyrir þeim sóknarfærum fyrir nýja aðila að koma inn á markað vopnaða nýrri tækni.

Taplin gaf það í skyn að sjónvarpið væri að deyja sem miðill.  Því er ég ósammála og tölurnar líka.  Fólk í öllum aldurshópum er að horfa meira á sjónvarp. Líka yngsti hópurinn í hinum vestræna heimi.  Það sem er hins vegar að breytast er að fólk er að horfa á fleiri stöðvar svo áhorfið á hvern þátt er alltaf að minnka, en heildaráhorfið á sjónvarp er að aukast.  En Taplin hafði hins vegar rétt fyrir sér með að öllu sjónvarpsefni verði dreift um IP í náinni framtíð

Jákvæð þróun fyrir markaðsfólk því sjónvarpsauglýsingar hafa t.a.m. orðið margfalt ódýrari en flókið fyrir miðlana því hver miðill fær sífellt minna áhorf.

Fyrir almenning er þetta auðvitað frábært...meira úrval af afþreyingu en nokkurn tímann fyrr.  Sérstaklega fyrir þjóð eins og okkar sem vorum aldrei með sjónvarp á fimmtudögum og svo fór RÚV alltaf í frí í júlí!

 


Af hverju horfa viðskiptavinir þínir alltaf eingöngu á verðið?

sethgodin

,,Maybe the reason it seems that price is all your customers care about is...

... that you haven't given them anything else to care about."

 

Seth Godin


Hvers vegna þarftu að auglýsa vöru sem er að seljast vel?

Hr. Wrigley (tyggjógaurinn) var einu sinni spurðu af vini sínum í lest:

 Hvers vegna þarftu að auglýsa tyggjóið þitt svona mikið sem hefur yfirburða markaðshlutdeild?  Wrigley svaraði þá: Hver hratt fer þessi lest sem við erum í?  Vinurinn svaraði: Svona 130 km hraða.  Þá svaraði Wrigley: Hvað heldur þú að myndi gerast ef við létum vélstjórana hætta að kynda vélina?

 

Úr Sigur í samkeppni 


Markaðsfólk - Tilfinningar eru málið!

 

Fyrirtæki sem vilja ná árangri með vörumerkin sín þurfa að höfðatil tilfinninga.  Eiginleikar vara er of takmarkandi aðgreining.  Meðþví að kynna eingöngu áþreifanlega eiginleika getur samkeppnin svo auðveldlegaafritað þá og boðið það sama.  Samkeppnisstaðan verður þannig að engu. 

 

Rannsóknir hafa ennfremur sýnt að tilfinningar ráða yfirleitt förvið ákvarðanatöku fólks. 

 

Eiginleikar eru alltaf að þróast, sem gerir það erfitt fyrirfyrirtæki að hengja sig á þá.  Nike hefur t.d. þróað skó allt frá AirJordan yfir í Nike+.  Ef fyrirtæki setti allt sitt á áþreifanlegaeiginleika skóna í hvert skipti, myndi Nike missa sérstöðu um leið ogsamkeppnin færi að bjóða skó með sömu eiginleikum.  Leiðarljós Nike erþví Authentic Athletic Performance en sú setning á að endurspeglast íöllu þeirra starfi.   

 

Slagorð í nýrri herferð Hilton hótelanna höfðar til fólks á þennanhátt: ,,Travel should be more than just A to B. Travel Should Take YouPlaces™" Að gista á hótelunum þeirra er ekki kynnt sem ,,besta rúmið"eða ,,stærsta baðið" ... heldur er höfðað til þeirra tilfinninga semtengjast ferðalögum. 

 

Einn markaðsmaður setti þetta í samhengi við cover hljómsveit ogsvo upprunalega bandið.  Fólk er tilbúið að borga margfalt hærra verðfyrir að heyra hljómsveitina sem samdi lögin spila þau.  Þegar coverbandið spilar, sem er jafnvel betur spilandi og með stórbrotna sviðsframkomu,er fólk ekki að fá það sama.  Sú tilfinning að sjá U2 á móti U2 coverbandi er bara ekki það sama. 

 

iPod er ennfremur ekki besti MP3 spilarinn á markaðinum.  Þaðeru til spilarar með meira minni, lengri batterí líftíma o.s.frv.  Enallir vilja samt iPod frá Apple...og ástæðan er auðvitað góð vara en ekki síðursú skilaboð sem við segjum heiminum með því að eiga iPod frá Apple.  Appleaðgreinir sig með hönnun og þeim lífsstíl sem vörurnar þeirra endurspegla ,,Creative machines for creative people" 

 

Það er hollt að horfa á þarfa pýramída Maslows hvað aðgreiningunavarðar.  Það borgar sig nefnilega að reyna staðsetja vöruna svo húnuppfylli þarfir sem efst í pýramídanum. Charles Revson hjá Revlon orðaði þaðvel þegar hann sagði:  ,,In our factory we make cosmetics. In the store wesell hope."

 

 
 
maslow
 

Þróun á net-noktun í UK


Góð speki frá Bill Bernbach um auglýsingar

 

 

,,Nobody reads ads. People read what interests them.  And sometimes it's an ad."

 

AdMap Mars 2010 


Leitarvélarnar eru að skila íslenskum fyrirtækjum marga milljarða á ári!

Grein eftir mig úr Viðskiptablaði Morgunblaðsins á fimmtudaginn síðasta

Íslendingar byrja á því að googla þegar þeir leitaað upplýsingum um vöru og þjónustu.  Íbókinni Markaðssetning á netinu er nýleg könnun sem sýnir að 66% af íslendingum(óháð aldri) fara fyrst á leitarvélarnar við upplýsingaleitina, 55% beint áheimasíður fyrirtækja en hefðbundnari leiðir koma svo töluvert neðar.  Samkvæmt rannsóknum Nielsen treysta svo 70%af net notendum ráðum frá ókunnugum á netinu. En það sem þetta ókunnuga fólk erað segja er oft að birtast ofarlega í leitarniðurstöðum.  Það er því ljóst að mjög margir mynda sérsína fyrstu skoðun á fyrirtækjum með því að googla.  En þá er það spurningin hvað kemur upp ef leitaðer eftir vöruflokknum sem þitt fyrirtæki starfar í?  Er það fyrsta sem kemur upp kannski blogg fráeinhverjum út í bæ sem endurspeglar þjónustu fyrirtækisins illa?  Eða kemur fyrirtækið þitt kannski ekkert upp,en samkeppnin gerir það?

Það eru mikil tækifæri á leitarvélunum fyriríslensk fyrirtæki.  Þrátt fyrir nálægðinaá íslenska markaðinum eru leitarvélarnar á netinu ekkert síður mikilvægar héren erlendis eins og tölurnar að ofan sína. Mjög fá íslensk fyrirtæki eru hins vegar að spá í hversu sýnileg þau eruen þær geta haft mikil áhrif á kaupákvörðun viðskiptavina. Ef fyrirtæki horfasvo út fyrir landsteinana er markaðurinn á netinu 1,7 milljarður manna og allirfrá ríkari hluta heimsins.  Ótrúlegustulausnir geta því fundið markað á netinu sem væri ómögulegt annars.  Inga María, bókasafnsfræðingur á Ísafirði erbesta dæmið.  Hún er með vefsíðuna www.dressupgames.com sem er tenglasíða ádúkkulísuleiki á netinu.  Hún færi hátt í10 milljónir heimsókna á mánuði frá fólki út um allan heim, flesta í gegnumGoogle.  Henni hefur tekist að verðamiðstöð dúkkulísuleikja á netinu.  Meðþví að birta auglýsingar á síðunni frá Google AdWords hefur hún miklar tekjuren í fyrra er áætlað að hún hafi borgað skatta af nærri 100 milljónum króna.  Það myndi lítið þýða að opna dúkkulísuversluneða starfssemi í Kringlunni eða á Laugarveginum, en á netinu, með nálægð viðallan heiminn, er markhópur síðunnar fleiri milljón dúkkulísuunnenda út umallan heim. 

Leitarvélarnar eru ekki eins flóknar og oftvirðist vera.  Í stuttu máli eru þærstöðugt að senda út svokallaðar kóngulær sem vafra á milli vefsíðna og safnagögnum, flokka og setja í gagnagrunn.  Þettaer svo þær geti metið sem best hvort þín vefsíða hafi að geyma besta svarið viðákveðnum leitarfyrirspurnum fólks.  Þaðer ekki hægt að leika á leitarvélarnar en það er hægt að hjálpa þeim að skiljaefnið sem er á vef fyrirtækisins. Fyrst þarf að passa að leitarvélarnar séu að skrásetja(e. Index) allar síður vefs fyrirtækisins. Leitarvélarnar sjá nefnilega enga forsíðu á vefjum, allar síður eruskrásettar stakar.  Ef leitarvélarnar eruað finna allar síður vefsins eru næstu skref tvö.  Fyrst þarf að passa að allur texti sé ásíðunni sjálfri (ekki fastur í myndum) og passa að hafa leitarorðin sem þú viltfinnast undir (t.d. ,,Markaðssetning á netinu“) í m.a.:

·        Titli síðunnar
 Í META skýringartexta hverrar síðu
 Í texta á vefnum sjálfum
 Í fyrirsögnum á texta á síðum
Í skýringartexta (alt tag) viðmyndir á síðu
Í nafni vefslóðar

Þegar búið er að huga að innri þáttunum þarfað huga að þeim ytri.  Sá þáttur snýst umtengla inn á vef fyrirtækisins.  Þvífleiri tenglar sem eru inn á vef fyrirtækisins því meira vægi gefaleitarvélarnar vefnum.  Rök leitarvélannaeru að því fleiri sem benda á síðuna þína, því betri hlýtur hún að vera.  Það er hins vegar ekki nóg að hafa baratengil, heldur verður textinn í tenglinum að geyma leitarorðin sem fyrirtækiðvill finnast undir.  Ef ,,markaðssetningá netinu“ eru leitarorðin sem fyrirtækið vill finnast undir, þarf að passa aðþær síður sem eru með tengil yfir á síðu fyrirtækisins séu með textann,,markaðssetning á netinu“ í tenglinum (textanum sem smella þarf á).

Því ofar sem fyrirtæki er því betra þar semflestir smella á efstu þrjár leitarniðurstöðurnar. Á Íslandi eru hins vegarflest leitarorð galopin og því mikið tækifæri fyrir fyrirtæki að ná stöðustrax, áður en markaðsfólk vaknar og slagurinn um leitarorðin á Íslandi verðurharðari.  Hér er því mjög ódýr leið fyriríslensk fyrirtæki að sækja nýja viðskiptavini!

Guðmundur Arnar Guðmundsson, Markaðsstjóri


Staðreyndir um Samfélagsmiðla - útg. 2.0 af myndbandinu fræga


Sterk vörumerki - Virgin Mobile, Stella, Kók og Pepsí

Þegar munurinn á sterkum og veikum vörumerkjum er skýrður er oft talað um bragðprófun á kók og Pepsi (það eru margir kennarar sem nota þessa tilraun í tímum til að leggja áherslu á þetta).  Nemendur eru þá látnir skrifa niður hvort þeim líki betur, kók eða Pepsi, en eru síðan látnir drekka sopa af báðum drykkjum án þess að sjá hvor er hvað.  

Þeir sem segjast drekka kók frekar en Pepsi (fyrir bragðprófið)  segjast samt oft líka betur við Pepsi þegar þeir smakka báða drykkina blindandi!

Stella bjórinn kemur yfirleitt ekkert sérstaklega vel út í bragðprófunum sem eru blindandi (fólk veit ekki hvaða vörumerki það neytir).  Þegar fólk fær hins vegar að sjá að það er að drekka Stella bjór, er hann yfirleitt í efstu sætunum! 

Í Bretlandi hafa kannanir sýnt að fólki finnst hljómgæði símtala hjá Virgin Mobile mun betri en T-mobile. Þetta finnst Bretum þrátt fyrir að Virgin mobile sé að nota T-mobile símkerfið og því auðvitað engin munur.  Vörumerkið Virgin Mobile er hins vegar sterkara í ákveðnum skilningi í hugum fólks.

Þeir 6 eiginleikar sem sterk vörumerki hafa eru: 

  1. Enjoy greater loyality and be less vulnerable to competitive marketing action
  2. Command larger margins and have more inelastic responses to price increases and elastic response to price decreases
  3. Receive greater trade coopoperation and support
  4. Increase marketing communication effectivness
  5. Yield licensing opportunities
  6. Support brand extension 

 


Hvernig getur þitt fyrirtæki grætt á markaðsherferðinni fyrir Ísland?

Nú er að fara af stað stærsta markaðsherferð sem nokkurn tímann hefur farið af stað á Íslandi. Verkefni: kynna Ísland sem áhugaverðan ferðamannastað.

Ég hefur áður sýnt þessa mynd hér að neðan sem er tekin úr Google Trend.  Hún sýnir þróunina á leitum eftir Iceland frá því 2004.  Til bakahruns í lok árs 2008 var þessi leitarfjöldi frekar stöðugur (c á myndinni).  Fjöldi leita hélst svo stöðugt þar til eldgosið hófst (sjá e á mynd) en þá margfaldast leitir.

Nú þegar herferðin fer af stað að þá á áhugi á Íslandi eftir að aukast aftur.  Því þurfa allir í ferðaþjónustu að tryggja að útlendingar finni þjónustu þeirra þegar byrjað er að íhuga Íslandsferð. Það er ekki nóg fyrir þig að áhugi fyrir Íslandi hefur aukist - þú verður einnig að tryggja að viðskiptin fari til þín!

google_iceland_986518

 

 

 

 

 

 

 

 

Við Kristján Már eigum nú aðeins tvö námskeið eftir áður en landsátakinu okkar í samstarfi við Útflutningsráð og MBL.is líkur. 10 maí verðum við í Reykjanesbæ og 11 maí í Reykjavík.  Það er því síðasti séns að skrá sig, og fá þekkinguna sem þarf til að tryggja sýnileika á netinu í þessari miklu athygli sem landið er að fá.

 Skráning og nánari upplýsingar eru inni á www.online.is 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband