Færsluflokkur: Bloggar

Hvað mikið af kostnaðarverði iPod verður eftir í Kína?

Þegar iPod er seldur í USA fyrir 299 dollara eru aðeins 4 dollarar sem verða eftir í Kína, 166 dollarar verða eftir í USA og restin fer annað.  Sama pattern má segja um mjög margar evrópskar og bandarískar vörur!

Economist p:48 March 1st 2008


Tæknin flýtir þróun svolítið....

Að ná 10 milljón notendum tók...

Telephone took 40 years

Television took 18 years

PC took 15

WWW took only 5

 


Írak í 5 ár...Routers

http://iraq.reuters.com/


DREP fyndið!!!


Ég var sammála því að taka harkalega á Írak...

Þetta er ekki vinsælt viðhorf.  Ég er sammála því samt að USA hafa staðið illa að málum.  Notað staðreyndir sem ekki stóðust til að selja það í byrjun, orðið uppvís að atburðum sem eru einmitt þeir sem við viljum bæla niður í heiminum með stjórnarskipti í landi eins og Írak (pyntingar) og annað sem mætti svo sem telja til.

Ástæðan fyrir því að ég er á því að rétt var að taka harkalega á landinu var að það var engin annar kostur betri.  Hefði verið betra fyrir okkur að halda úti viðskiptabanni sem gerði ekkert nema svelta þjóðina? Hefði verið betra að virða að vettugi klárleg brot Saddams á ályktun U.N. um að hann yrði rasskeltur ef hann færi ekki að þeim skilmálum sem honum voru settir?

Stríð í þeirri mynd sem var var hugsanlega ekki rétta lausnin...en ef ekki, hver hefði þá verið það?

Hvað eigum við þjóðir í vestri að gera með allar þessar bjargir til aflögu svo ,,failed states" eins og Írak komist úr ánauð í bjargálnir?  Mér finnst við ekki eiga að bíða...því fórnarkostnaðurinn er hár.  Með Saddam, nauðganir, pyntingar, ekkert tjáningarfrelsi og harðræði af verstu gerð...og það sem skiptir mestu máli...ekkert ljós framundan því ekkert væri útlit fyrir að nokkuð muni breytast....fólk hefur nákvæmlega enga von.

Þrátt fyrir öll mistökin í þeirri aðgerð sem fór af stað...er ljós á hinum endanum á göngunum.  Það gæti alveg tekið 5-10 ár að koma jafnvægi á með lýðræði og frelsi...en hefðu við ekkert gert....er hætt við að ástandið héldist óbreytt í áratugi þar sem stjórnarkyndillinn myndi ganga í erfðir.

Ég þekki fáa sem eru meðfylgjandi stríði, en engin hefur ennþá komið með betri lausn sem hefði verið hægt að hoppa á í stöðunni.  Hvað finnst ykkur?

...og undirliggjandi að þessari skoðun:

Því meðan til er böl sem bætt þú gast,
og barist var á meðan hjá þú sast,
er ólán heimsins einnig þér að kenna!

 


Markaðsstarf á samdráttartímum...

Á grein í Markaði Fréttablaðsins í dag um markaðsmál á samdráttartímum

Það er eðlilegt að vextir séu háir...

Verðbólga er mjög há á Íslandi um þessar mundir og því er ógjörningur að lækka vexti.

Verðbólga verður þegar fjöldi peninga eykst hraðar en aukning á vörum.  M.ö.o. fleiri peningar elta jafn margar vörur...þá þarf verðið á vörunum að hækka svo jafnvægi náist. (mjög einföld skýring).

Vextir eru verðið á peningum og stýrivextir Seðlabankans hafa áhrif á alla aðra vexti á Íslandi (eða öll önnur verð á peningum). 

FED í USA fór næstum því í 20% vexti á tímabili og var lengi vel með vexti í kringum 10%.  Þetta er því ekkert einsdæmi þegar verið er að koma hagkerfum í jafnvægi úr mikilli verðbólguþennslu.

 

 

640px-Federal_Funds_Rate_%28effective%29_svg

Hagfræðingar eru oft lélegir spámenn...

Hagfræðingar eru frægir fyrir að eiga mjög erfitt með gera sér grein fyrir hvenær samdráttur hafi hafist hvað þá að geta spá fyrir um hann.  Þegar síðasta samdráttarskeiðið hófst í Bandaríkjunum töldu t.d. 90% hagfræðinga að það væri ekki hafið þó það hefði þá varað í 6 mánuði!

Úr fyrirlestri frá Friðriki Eysteins.


Björn blæs á Evrópusambandið sem lausn núna...

af bjorn.is

"Írar og evran

Í breska blaðinu The Daily Telegraph hinn 13. mars segir, að írska ríkisstjórnin kunni að þurfa að rétta írskum bönkum hjálparhönd vegna lækkunar á fasteignaverði í landinu. Ríkisstjórnin virðist ekki hafa nein ráð til að stöðva alvarlega, efnahagslega niðursveiflu. Tímabundin þjóðnýting á bönkum kunni að verða þrautalendingin.

Morgan Kelly, prófessor við University College í Dyflinni, segir ríkisstjórnina næstum úrræðalausa til að sporna gegn því að niðursveiflan breytist í alvarlegan samdrátt. Hann segir Íra ekki geta gert neitt, sem þjóð mundi venjulega gera við aðstæður sem þessar, þar sem þeir séu hluti evrusvæðisins. Þeir geti ekki lækkað vexti, þeir geti ekki lækkað gengið og þeir hafi miklu minna svigrúm til fjármálalegra aðgerða en fólk ætli. Þeir sitji einfaldlega í súpunni.

Fasteignaverð lækkaði um 7% á Írlandi síðasta ár og heldur áfram að lækka á þessu ári. Atvinnuleysi var 5,2% í febrúar sl. hið mesta í 8 ár. Bankarnir séu bjargar þurfi eins og þeir voru á Norðurlöndunum í byrjun 10. áratugarins, þegar ríkið tók þá í fóstur. Minnt er á, að tveir sænskir bankar voru þjóðnýttir og blásið í þá nýju lífi, áður en þeir voru aftur settir á markað. Svíar hafi þó ekki náð tökum á stjórn eigin peningamála, fyrr en eftir að þeir hættu þátttöku í evrópska gjaldmiðlasamstarfinu (ERM) og tóku peningamálin í eigin hendur.

Í fréttinni er einnig rifjað upp, að síðustu 20 ár hefur verið litið til Írlands sem fyrirmyndar vegna hagvaxtar og efnahagsframfara. Írar eigi þó mest undir viðskiptum í pundum og dollar af öllum evruríkjum og finni því þyngst fyrir áhrifum af síhækkandi gengi evrunnar. Morgan Kelly telur, að Írar hafi tapað 20% af samkeppnishæfni sinni frá því sem hún var, þegar evran kom til sögunnar.

Af umræðum hér á landi um viðbrögð í efnahagsmálum stendur upp úr furðulega mörgum, að eina bjargráðið sé að fara sömu leið og Írar gerðu með aðild að evrusvæðinu. Írar eru eina ESB-þjóðin, sem verður að ganga til þjóðaratkvæðagreiðslu um Lissabon-sáttmála ESB. Af fréttum má ráða, að reiði almennings í garð evrunnar kunni að leiða til þess, að sáttmálanum verði hafnað af Írum. Þar með yrði allt í uppnámi innan ESB.

Á Schengen-fundi í Brussel á dögunum ræddi ég við írskan ráðherra um væntanlega þjóðaratkvæðagreiðslu. Hann sagði, að hún yrði í sumar. Á hinn bóginn hefði endanleg dagsetning ekki verið ákveðin.

Sjá má, að ríkisstjórnin vill draga sem lengst að tilkynna daginn, því að vitað er, að í kosningabaráttunni muni andstæðingar Lissabon-sáttmálans hvaðanæva að úr Evrópu koma til Írlands til að leggja sitt af mörkum til að fella hann.

Undanfarnar vikur hef ég setið tvo Schengen-ráðherrafundi og þar á meðal tekið þátt í tveimur lokuðum, óformlegum umræðum. Ég fullyrði, að Ísland, Noregur og Sviss standa ekki verr að vígi en aðildarríki ESB, ef áhugi er á því að viðra á þessum vettvangi einhver sérgreind hagsmunamál þessara ríkja eða hafa áhrif á ákvarðanir. Ég er einnig þeirrar skoðunar, að unnt sé að vinna skipulegar að því að kynna og ræða íslenska Schengen-hagsmuni við framkvæmdastjórn ESB með núverandi skipan en ef Ísland væri aðili að ESB.

Störf mín á þessum vettvangi síðan 2003, fyrir utan formennsku í Evrópunefndinni, 2004 til 2007, hafa gefið mér einstakt tækifæri til að afla mér haldgóðrar þekkingar á tengslum Íslands og Evrópusambandsins – jafnvel meiri en flestra annarra íslenskra stjórnmálamanna. Með þessa reynslu að baki blæs ég á þau sjónarmið, að með núverandi skipan sé ekki unnt að tryggja íslenska hagsmuni á fullnægjandi hátt gagnvart Evrópusambandinu. Auk þess lít ég á það sem uppgjöf við stjórn íslenskra efnahagsmála að halda, að allur vandi hverfi með því einu að ganga í Evrópusambandið til að komast í eitthvert evruskjól.

Björn Bjarnason,
dómsmálaráðherra"


Margt jákvætt við dýrari olíu...

Þeim mun dýrari sem olía verður, þeim mun meira olíu efficient gera framleiðendur þau tæki og tól sem nota olíu.

Þeim mun dýrari sem Olía verður, verður alltaf meiri logík hjá fjárfestum í að setja mikla peninga í að þróa tækni/finna orku sem getur leyst olíuna af hólmi.

Neikvæðu hliðaráhrifin af því að vera svona háð olíu eru nefnilega gríðarlega dýr.  Án olíu væru færri stríð og utanríkistefna vestrænna ríkja myndi kúvendast. Mið austurlönd myndu hætta að skipta okkur máli í raun, flest stríð eru háð á einn eða annan hátt v/olíu og svo mætti lengi telja.

Því dýrari sem olían verður, erum við því að leggja grunn að mun bjartari framtíð!


mbl.is Olíuverð á niðurleið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband