Færsluflokkur: Bloggar

Til hvers lifum við...

Páll Skúlason sagði eitt sinn: 

Til hvers lifum við, hvaða gagn gerum við heiminum ef við vitum ekki hver við sjálf erum?

Þetta á svo sannarlega við fyrirtækjarekstur.  Á tímum líkt og nú skiptir miklu máli að fyrirtæki átti sig á því hvað þau eru, fyrir hvað þau standa...hvert er virðið "(Value Proposition) sem þau bjóða?

Ef þau gera það ekki, til hvers eru þau þá til og hvaða gagn er af þeim?


Töff auglýsing...


Á Ísland að ganga í Evrópusambandið?

Ég komst að þeirri niðurstöðu í lokaritgerð árið 2004 að við ættum ekki að ganga í ESB. (ritgerðina má finna hér)

Margt sem hefur svo sem breyst frá því ég skrifaði hana en ég er enn á sömu skoðum. 

Að ganga inní ESB til að takast á við ólgusjóinn í hagkerfi heimsins (okkar þar með talið) núna er auðvitað algjört rugl.  Lífskoðanir mínar gera það að verkum að Evrópusambandið og þetta sósíalíska bákn sem það byggir á er ekki spennandi.  Hinn innri markaður og fjórfrelsið...frjálst flæði á fólki, vörum, þjónustu og fjármagni er hins vegar mjög spennandi.  En með samning okkar um aðild að Evrópska efnahagssvæðinu erum við núþegar að njóta ávaxta sameinaðar markaðar Evrópu.

Í raun má segja að allt of mikið frétta áreiti og þar af leiðandi engin þolinmæði almennings gerir það að verkum að þrýstingur á inngöngu í ESB er núna mikil...við erum að fara í gegnum aðlögunarskeið sem á eftir að taka á...þá á bara ganga inní ESB til að redda hlutunum!  Það er auðvitða engin redding...og þegar við erum orðin meðlimir að ESB...er erfitt að sjá okkur bakka þaðan aftur nema miklu verr sett en við erum í dag (myndum eflaust tapa EES)

Í stuttu máli, okkur hefur gengið betur er löndum innan ESB...tökum því bara þynnkunni sem er að dynja á okkur núna og slöppum af.  Besta ráðið við þynnku eru heimapantaðar pizzur og video gláp...tökumst núna á við þessa þynnku með sama hætti og slöppum aðeins af!

 

 


London í mars

Skólinn byrjaður á fullu í London, ferlega skemmtilegt að setjast á skólabekk hérna...maður kemst öðruvísi inní samfélagið.  Námið gott...og hardcore marketing.  Sem er gaman.

Ég var að uppgötva snilld podcasta.  Ég búinn að raða inn áhugaverðum pistlum, fréttum ofl i iTunes hjá mér.  Á hverju morgni þegar ég vakna uppfæri ég það...skelli svo iPodinum á mig og fer í tubuna.  Eins og zombie á leiðinni í vinnuna hlusta ég þannig á helstu local og heimsfréttir og pistlahöfundana sem ég fylgist með hverju sinni.  Tæknin er frábær!

Sem gamall útvarpsgaur skil ég reyndar engan veginn af hverju útvarpsstöðvar eru ekki meira að nýta sér þetta gríðarlega magn af hljóð-efni sem er að verða til með þessari sprengju. Þessi dreifileið á hljóði (eins og svo mörg dæmi eru til um með sjónvarp) eru annað dæmi þess hvað þessar hefðbundnu dreifileiðir á afþreyingarefni eru að breytast.  Það skiptir ekki lengur eins miklu máli að eiga FM tíðni sem er rándýrt með tilheyrandi sendum og kostnaði.

- - -

Sem ýtir mér að annarri snilld hér í London.  BT er að gera tilraunir með að bjóða fólki að opna routerana sýna fyrir öðrum BT notendum.  Svo allir sem eru í BT "samfélaginu" geta notað routerana hjá hvor öðrum ókeypis.  Nú er svo komið að maður kemst frítt á internetið með þessari leið á alveg fáránlegum stöðum.  Með svona samfélagi geta Internet fyrirtæki aðgreint sig á þann hátt að hraði og annað sem þeir bjóða skiptir minna máli. Með því að vera í samfélaginu þeirra hefur maður aðgang að fríu WiFi interneti út um allt, og þeim mun fleiri sem taka þátt í samfélaginu þeim mun sniðugra verður að koma nýr inn...með hverjum nýjum...eru fleiri staðir með "frítt" internet.  First mover í þessu á Íslandi vinnur klárlega.  Vodafone vs Síminn.

- - -

Síða sem er snilld. Marginal Revolution, maður verður að heimsækja þessa reglulega:http://www.marginalrevolution.com/

- - -

Ég vann einu sinni ritgerðarsamkeppni í Kanada fyrir ritgerð um Alþjóðavæðingu.  Varð í raun hugfanginn af þessu fyrirbæri eftir það en sem frjálshyggjumaður kemur þetta sterkt við lífskoðanir mínar. Mjög stoltur af ritgerðinni en hún tekur á aðal rökunum fyrir því af hverju mannvinir ættu að berjast fyrir aukinni alþjóðavæðingu með öllum ráðum.  Er að vinna í bók núna eftir Martin Wolf (sem er með reglulegt podcast á ft.com) sem heitir Why Globalisation Works ... brilljant lesning og í raun lykill að framförum í þeim heimshlutum sem sárast þarfnast þeirra!

 


Góðir tímar...

Hellingur af vinum að koma um helgina.  Konan, Beta vinkona okkar og Ásgeir.

Tónleikar í O2 með Alicia Keys á föstudag, í suite sem Glitnir á...einkastúka á besta stað með bar sófa og gleði.  Posh alla leið!

Félagar mínir hjá Dj Magazine eru svo búnir að koma okkur í VIP-ið hjá Ministry of Sound á föst.

Á laug er það afmælið hans Vidda, Westham vs Chelsea um daginn og þorrablót Íslendingafélagsins í London um kvöldið.

...og ég að fara til Glasgow í fyrramálið í eina nótt til að taka þátt í samkomu á vegum ferðaskrifstofa í Skotlandi.  Þessi kvöld enda yfirleitt á því að eldri konurnar sem eru allar uppástrýlaðar og í pelsunum þegar þær mæta...eru farnar að halda sér í barinn sökum ölvunar fyrir miðnætti. Mjög spes! 

Skotar eru margfalt öflugri að brúka bokkuna en við Íslendingar...en eru líka alveg þrælskemmtilegir....en með öllu óskiljanlegir á galeiðunni....hreimurinn er djöfull erfiður, tala nú ekki um þegar tungan fer að þyngjast þegar líður á kvöldið!

Hasar framundan og mikil gleði!


Besta prent auglýsingin á Ímark...Icelandair UK?

Nokkuð stoltur af því að hugmynd/auglýsing fyrir Icelandair í UK sem gerð var fyrir samstarf okkar fyrir Westham United sé tilnefnd sem besta prent auglýsingin á Ímark í ár.

Við erum að gera eitthvað rétt hérna í London greinilega :)

Untitled


David Ogilvy var snillingur...

Í bókinni sinni Confessions of an Advertising man segir Ogilvy:

 "The consumer is not a moron. She is your wife. Don't insult her intelligence"

Aðrar góðar tilvitnanir í hann:

"You cannot bore people into buying"

"Committees can criticize advertisements, but they cannot create them"

"Compromise has no place in advertising. Whatever you do, go the whole hog"


Time goes by...

Alltaf nóg að gera hér í Lundúnaborg.  Kynningarfundur fyrir skólann síðasta miðvikudagskvöld, fór til Danmerkur á fund á fimmtudaginn en til London á föst. Erum að vinna að econometric módeli til að kortleggja hvernig markaðurinn okkar virkar og bregst við áreiti.  Sennilega áhugaverðasta vinna sem ég hef farið í hvað markaðsmál varða.  Þar sem ég er algjört tölfræði frík finnst mér þetta gríðarlega áhugavert.  

 Jói og Aron komu til mín og eru búnir að vera yfir helgina...vægast sagt búin að vera djamm helgi!

Ministry of Sound á föstudagskvöldið...Klúbbarölt í Clapham í gær en strákarnir eru að fara út á galeiðuna aftur í kvöld...rúmið mitt hefur aldrei átt eins sterkar tilfinningar frá mér.  Get bókstaflega ekki beðið eftir að geta gleymt mér í því.

Fer til Íslands á fimmtudagskvöldið vegna vinnunnar og verð fram yfir helgi.  Farinn að sakna nýju fjölskyldunnar minnar svo ég hlakka mikið til að sjá þau aftur.


Friðbjörn Orri orðar það betur en flestir, líkt og áður...

"

Á dögunum kom fram álit svonefndrar mannréttindanefndar SÞ sem taldi kvótakerfið vera ósanngjarnt því það gætu ekki allir sem kunna til verka á sjó unnið við fiskveiðar nema eiga til þess veiðiheimildir.

Þetta er nú meiri spekin.

Nú er talsvert stór hluti íslendinga sem stundar stangveiðar og kaupir sér veiðileyfi í ám hér og þar um landið. Er það ekki augljóst mannréttindabrot að hver sá sem lært hefur að kasta með flugustöng og vaða ár geti ekki veitt lax og silung sér til framfæris?

Nú er allt land á Íslandi í eigu einstaklinga eða hins opinbera. Er það ekki augljóst mannréttindabrot að sá, sem lærði að rækta margvíslegar matjurtir og vann í mörg ár við ræktun búfjár, geti ekki tekið sér eitthvað land og hafið þar ræktun og búskap?

Það er með ólíkindum að einhver haldi að álit umræddrar nefndar beri í sér eitthvað annað en algjöran misskilning á stjórnun fiskveiða. Það er öllum frjálst að stunda fiskveiðar og á því eru alls engar hömlur á nokkurn einasta hátt. Til veiða þarf að kaupa tæki og heimildir.

Skip
Veiðarfæri
Veiðileyfi

Með sömu röksemdafærslu og nefnd SÞ notar mætti segja að það sé mannréttindabrot að þjálfaður sjómaður þurfi að kaupa sér skip og veiðarfæri - og að það væri augljós hefting á atvinnufrelsi hans!

"

www.fridbjornorri.is


Strategy vs tactics

Það eru rosalega margir sem rugla saman strategy og tactics en þar er mikill munur á.

Flestir gleyma sér stanslaust í tactics...og því strategy lausir.

Sun Tzu hershöfðingi hitti naglann á höfuðið þegar hann sagði:

"All men can see these tactics whereby I conquere, but what no one can see is the strategy out of which victory is evolved"


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband